Fróðleikur

GARMIN VENU 2/2S

27.09.2021

Nýja Garmin Venu snjallúrið er stílhreint og kemur í tveimur útgáfum. Úrið er hannað fyrir daglega notkun og er með þægilegri ól. Uppfærslur frá fyrri útgáfu er uppfærður hjartamælir; með áherslu á svefn, stress og orkumælingar og svo er nýr fókus á HIIT æfingar.

Garmin Venu 2/2S Snjallúrin eru með 1,3 björtum, stórum og flottum AMOLED snertiskjá sem auðvelt er að sjá á, jafnvel í sól. Svo er alltaf hægt að nota „always-on“ viðmótið til að hafa ljósið kveikt öllum stundum. Úrið er einnig með 5ATM vottun og ANT+ stuðning. Úrið hjálpar til við að viðhalda heilbrigðari lífsstíl og hefur að geyma margskonar æfingaferli auk svefn- og streitumælinga. Hægt er að geyma tónlist í úrinu svo ekki þarf að taka símann með sér á ferðina. Rafhlaðan er með stuðning fyrir hraðhleðslu.

Æfingaferli + forhlaðnar æfingar
Þetta snjallúr frá Garmin er með allskonar hentuga eiginleika fyrir þá sem vilja mikla hreyfingu. Úrið geymir upplýsingar um allar helstu líkamsræktaræfingar og tæki s.s. hlaup, hjól, hlaupabretti, skíðatæki, þol, jóga og margt annað. Einnig er hægt að synda með úrið og taka það með í sturtu. Garmin býður upp á Garmin Coach snjallforrit sem hefur að geyma 25 forstilltar æfingaáætlanir, s.s. fyrir þol, jóga, styrk, pilates og aðrar þolmiklar þrepæfingar. Einnig er hægt að búa til sínar eigin æfingaráætlanir. Venu 2 er einnig með ANT+ tækni sem tengist öðrum æfingatækjum í ræktinni sem eru með ANT+ stuðning. Allt þetta æfingarferli er hægt að fylgjast með í gegnum snjallforritið/úrið auk púlsmælis, BMI staðli og fituprósentu. Hægt er að sækja enn fleiri æfingar í Garmin Connect en hægt er að velja úr 1400 æfingum.

Æfingaforrit fyrir styrktaræfingar sýnir þér einnig hvaða vöðva þú ert að æfa og persónuleg met.

Sund viðmót fyrir mælingar á lengd, talningu á strokum og kaloríum.

Golf
Hægt er að notast við úrið á golfvöllum um allan heim, en úrið styður 42.000 golfvelli í gegnum Garmin Connect. Hægt er að notast við úrið til að sjá GPS hnit á milli hola og green view til að sjá flötinn sem þú ert að spila á. Einnig getur þú haldið utan um rafrænt skorkort.


Drykkjarskráning
Hjálpar þér að halda utan um hversu mikið vatn þú drekkur yfir daginn og hægt er að fylgjast með muninum á milli daga.

Heilsa, svefn og streitumælingar
Hægt er að fylgjast með svefnvenjum, mæla streitu og margt fleira. Svefnvenjurnar eru mældar af nákvæmni í mismunandi svefnstigum sem gefur svo einkunn á gæði svefnsins og hvernig er hægt að bæta hvíld.

Garmin Pay
Skildu veskið eftir heima og notaðu úrið til þess að borga hvar sem er.

Staðsetningarkerfi
Úrið er með innbyggt GPS, GLONASS og Galileo tækni sem mælir fjarlægð og hraða með mikilli nákvæmni, innan sem utandyra. Úrið lætur vita ef setið er meira en klukkutíma í einu.

Öryggi
Ef úrið skynjar að þú hafir lent í slysi eða ef þú finnur fyrir óöryggi getur þú nýtt þér assistance and incident detection sem sendir staðsetninguna þína áfram á fyrirfram ákveðna tengiliði (einungis virkt með GPS).

Vertu í sambandi
Hvort sem þú ert í vinnunni eða í ræktinni tryggir úrið að þú sért alltaf í sambandi, hvar og hvenær sem er. Úrið lætur vita ef þú færð skilaboð og sýnir þau beint á skjánum á úrinu. 


Tónlist sem fylgir þér
Tengdu tónlistarveitur við úrið í gegnum t.d. Spotify og geymdu lögin í úrinu og tengdu við Bluetooth heyrnartól til þess að taka með þér á ferðina.

  • Venu 2: Innbyggt minni er í úrinu sem tekur allt að 2.000 lög svo ekki þarf að taka símann með í ræktina eða út að hlaupa. Úrið er einnig með Spotify og Deezer stuðning sem tengist Bluetooth.
  • Venu 2S: Innbyggt minni er í úrinu sem tekur allt að 650 lög svo ekki þarf að taka símann með í ræktina eða út að hlaupa. Úrið er einnig með Spotify og Deezer stuðning sem tengist Bluetooth.

Rafhlaða

  • Venu 2: 11 daga rafhlöðuending í hefðbundinni notkun (án GPS). Með rafhlöðuendingarviðmóti duglar rafhlaðan í 12 daga. Í GSP ham með tónlist dugar rafhlöðuendingin allt að 8 klst en í GPS ham án tónlistar dugar það allt að 22 klst.
  • Venu 2S: 10 daga rafhlöðuending í hefðbundinni notkun (án GPS). Með rafhlöðuendingarviðmóti duglar rafhlaðan í 11 daga. Í GSP ham með tónlist dugar rafhlöðuendingin allt að 7 klst en í GPS ham án tónlistar dugar það allt að 19 klst.

Annars er hægt að slökkva á ýmsum eiginleiku í úrinu til þess að framlengja raðhlöðuendingu.

Samantekt / Eiginleikar
Hægt er að skoða úrin betur hér

Garmin Venu 2
1,3″ AMOLED snertiskjár
– 45 mm – passar á úlnlið 135-200mm
– Corning Gorilla Glass 3
– Bluetooth
– Wi-Fi
– Vatnsþolið 5ATM
– Geymir upplýsingar í allt að 14 daga
– 22 mm sílíkon ól með 135 – 200mm ummál
– Geymir allt að 2.000 lög

Garmin Venu 2S
– 1,3″ AMOLED snertiskjár
– 40mm – passar á úlnlið 110-175 mm
– Corning Gorilla Glass 3
– Bluetooth
– Wi-Fi
– Vatnsþolið 5ATM
– Geymir upplýsingar í allt að 14 daga
– 22 mm sílíkon ól með 135 – 200mm ummál
– Geymir allir að 650 lög

Innifalið í pakkningu
– Garmin Venu 2 eða 2S
– Hleðslutæki + hleðslusnúra
– Leiðbeiningar

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.