Fróðleikur

Garmin Venu SQ 2 og Venu SQ 2 Music Edition snjallúr

7.10.2022

Ef þig vantar úr sem mælir hreyfingu, svefngæði og púls þá eru nýju úrin frá Garmin eitthvað fyrir þig, en Venu SQ 2 og Venu SQ 2 Music Edition eru nú komin í sölu. Bæði úrin hafa sömu eiginleika en Music Edition úrið hefur þann viðbótareiginleika að það getur geymt allt að 500 lög, t.d. í gegnum Spotify svo þú þarft því ekki að hafa símann meðferðis. Snjallúrið fylgist með heilsu þinni og sendir þér tilkynningar beint í úrið. Það býður upp á snertilausan greiðslumöguleika með Garmin Pay og hjálpar þér að ná markmiðum þínum tengdum heilsu og hreyfingu.

Hreyfðu þig með Garmin

Venu SQ 2 úrið telur skrefin þín, kaloríubrennslu og fleira til að hjálpa þér að halda uppi heilbrigðum lífsstíl. Úrið býður upp á 25 forhlaðin GPS-æfingaforrit eins og fyrir göngur, hlaup, hjól, HIIT-æfingar og jafnvel sund þar sem úrið er vatnshelt. Fyrir þá sem hafa gaman af HIIT-æfingum, þá er æfingaforritið með mismunandi tímatökur eins og AMRAP, EMOM, Tabata og sérsniðnar æfingar. Þar er hægt að stilla fjölda umferða, hvíld og fleira.

Með því að nota Garmin Connect smáforritið getur þú valið úr tugum tilbúna æfinga aukalega eða búið til þína eigin með 1.600 æfingum, sem hægt er að setja í úrið. Einnig býður úrið upp á Garmin-þjálfara sem hjálpar þér að ná öllum þínum markmiðum þar sem æfingarnar eru sendar beint í úrið frá smáforritinu.

Fylgstu með heilsunni allan daginn

Venu SQ 2 hjálpar þér að fylgjast með heilsunni hvert sem þú ferð. Úrið fylgist með hjartslætti þínum allan daginn og lætur þig vita af óreglulegum hjartslætti við slökun. Með Body Battery getur þú séð orkustöðu líkamans til að meta hvort þú hafir næga líkamsorku til að fara á æfingu eða hvort betra sé að slaka á. Einnig getur þú fylgst með svefninum þar sem úrið fylgist með létt-, djúp- og REM-svefni ásamt því að skrá niður púls, súrefnismettun og öndun.

Nýju Garmin úrin skrá niður stress, tíðahring og hafa Health Snapshot eiginleika. Health Snapshot gefur þér færi á að gera tveggja mínútna heilsuæfingu. Hún skráir um leið niður hjartslátt, hjartsláttartíðni, súrefnismettun, öndun og stress. Með úrinu færðu síðan skýrslu úr upplýsingunum sem þú getur síðan skoðað í úrinu eða Garmin Connect smáforritinu. Hægt er að fylgjast með hve rólegur eða stressandi dagurinn hefur verið og þú færð ábendingar um stuttar öndunaræfingar yfir daginn. Með Garmin Connect smáforritinu er einnig hægt að fylgjast með tíðahringnum eða meðgöngu. Þar getur þú skráð niður einkenni, fengið æfingar og lært meira um næringu.

Er skemmtilegra að hlaupa með tónlist?

Með Venu SQ Music útgáfunni getur þú hlaðið niður allt að 500 lögum úr Spotify til að geyma í úrinu,  þú þarft því ekki að hafa símann meðferðis. Þú getur að auki tengt Bluetooth-heyrnartól beint við snjallúrið.

Eiginleikar úrsins:


Rafhlöðuending: Hámarksrafhlöðuending er ellefu dagar sem snjallúr eða 26 klst. í GPS.

Frábær skjár: Venu SQ 2 snjallúrið kemur með björtum AMOLED-skjá sem auðvelt er að sjá á.

Hannað fyrir þá sem hreyfa sig: Venu SQ 2 er alhliða heilsu- og æfingaúr með sílíkonól og öflugu Corning® Gorilla® Glass 3.

Súrefnismettun: Fyrir hæðaraðlögun og svefnskráningu. Súrefnismettunarmælirinn² (Pulse Ox) notar lítinn ljósgeisla til að mæla súrefnisupptöku (stöðu hennar).

Æfingaaldur: Þessi eiginleiki notar aldur þinn, vikulegt æfingaálag, hvíldarpúls og BMI eða fituprósentu³ til að áætla hvort líkami þinn sé yngri eða eldri en þú sjálfur ert. Þú getur einnig fengið ábendingar um hvernig best sé að bæta sig.

Drekkur þú nóg vatn?: Hjálpar þér að halda utan um vatnsinntöku dag hvern og muninum á milli daga.

Fylgist með öndun: Fylgist með öndun yfir daginn, meðan þú sefur og þegar á æfingum eins og jóga stendur.

Öryggið í fyrirrúmi: Ef úrið skynjar að þú hafir lent í bílslysi getur þú nýtt þér Incident Detection⁴. Það sendir síðan staðsetningu þína til fyrir fram ákveðinna tengiliða. Þetta virkar einungis með völdum æfingum þar sem stuðst er við GPS og krefst tengingar við síma.

CONNECT IQ™ búðin: Hægt er að ná í sérsniðið útlit fyrir úrið, data-glugga, smáforrit og fleira í Connect IQ Store.

Rafhlöðuending: Þú getur framlengt rafhlöðuendinguna á úrinu með því að kveikja á rafhlöðusparnað.


Smelltu hér til að skoða öll Garmin Venu SQ 2 á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.