Fróðleikur

Go Pro Fusion

26.10.2018

Go Pro færir upplifanir á annað stig með Go Pro Fusion.

Það er gaman að deila upplifun sinni með öðrum í gegn um upptökur en með þessu móti geta aðrir nálgast upplifunina nánast eins. Algerlega frá sama sjónarhorni. Eins getur þú horft aftur og aftur á upptökuna og mögulega séð eitthvað nýtt í hvert skipti.

  • GoPro Fusion skartar tveimur víðlinsum, einni að framan og annarri að aftan. Vélin getur því tekið upp 360° myndbönd og ljósmyndir.
  • Vélin býður upp á hágæða upplausn í myndbandsupptöku, eða 5.2K@30fps og 3K@60fps
  • GoPro Appið – Hægt að sækja snjallsímaforrit fyrir vélina. Það er notað til að klippa til og vinna með myndefni í símanum. Þú getur því deilt uppáhalds myndböndunum og ljósmyndunum þínum strax á samfélagsmiðlum
  • Þar sem þetta er 360° myndavél, geturðu búið til fullkomið heimatilbúið VR efni
  • Í vélinni er innbyggð hristivörn af hæsta gæðaflokki – líkt og þú sért með jafnvægisstöng (gimbal
  • Spherical Surround Sound – fangar hljóð úr öllum áttum
  • Vatnsheld að 5 metra dýpi
  • Hægt að stjórna vélinni með raddskipunum (t.d. GoPro, start recording)
  • Selfie stöng sem hægt er að breyta í þrífót fylgir með
  • Overcapture gerir þér kleift að klippa til 360° myndefni og breyta í hefðbundið myndband út frá besta sjónarhorninu. Þannig getur þú náð bestu mögulegu skotunum.

Við mælum svo með þessu myndbandi hér að neðan en það útskýrir alla punktana best. Sjón er sögu ríkari.

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.