Fróðleikur

Hárplokkari, rakvél eða háreyðing: hver er munurinn?

4.05.2023

Það eru til nokkur mismunandi tæki á markaðnum í dag sem fjarlægja hár. En hver er munurinn á þessum tækjum og hvernig virka þau? Við tókum saman nokkur atriði til upplýsinga um hvernig þau virka svo hægt sé að mynda sér skoðun á hvaða tæki hentar fyrir þig.


Hárplokkarar

Hárplokkarar gera nákvæmlega það sem nafnið gefur til kynna – þeir plokka upp hárin í stað þess að raka þau. Hárplokkarar fjarlægja hár úr hársekknum sem eru einungis 0.5mm sem eru mögulega of stutt til þess að geta vaxað þau. Hárplokkarar fjarlægja hárið úr hársekknum (plokka hárin upp frá rótum) og í flestum tilfellum þýðir það að við þurfum ekkert að pæla í því svæði í a.m.k. þrjár vikur.

Þar sem að það eru engin rakvélablöð í hárplokkaranum þarf líka ekki að hafa neinar áhyggjur af því að skera sig – sem er mikill plús og að auki er allt í góðu að nota hárplokkarann á viðkvæma húð, þar sem hárplokkarinn er ekki að erta húðina sjálfa neitt sérstaklega. Það má nota hárplokkara á flestöll líkamssvæði og það þarf aldrei að skipta um nein blöð – því það eru engin blöð.

Þetta getur líka verið óþægilegt eða jafnvel sársaukafullt ferli, þá sérstaklega á viðkvæmari líkamssvæði, en flestir aðlagast þessu fljótlega. Það tekur að auki lengri tíma að nota hárplokkara heldur en rakvél og krefst aðeins meiri einbeitingar, svo þarf yfirleitt að renna nokkrum sinnum yfir sama svæðið til þess að ná öllum hárunum – þolinmæði er því lykillinn. Einnig er aukin hætta á inngrónum hárum og roða í kringum svæðið.

Það gæti verið gott að fara í sturtu áður en það er notað hárplokkara svo svitaholurnar opnist betur og það sé auðveldara að plokka hárin í burtu. Að auki þá er talið gott að skrúbba á sér húðina til að taka í burtu dauðar húðfrumur og koma í veg fyrir inngróin hár.


Dömurakvélar

Þarfir allra eru ólíkar en helsti munurinn á þeim vélum sem eru sérstaklega markaðssettar sem „dömurakvélar“ og öðrum rakvélum er málmurinn sem er notaður í rakvélablöðin og í kambnum sem henni fylgir. Blöð rakvéla sem eru sérstaklega merktar fyrir skegg og/eða andlit eru yfirleitt með meiri halla en rakvélar sem eru áætlaðar á líkama til þess að fá fram sneggri rakstur. Rakvélar sem eru markaðssettar fyrir konur eru aðallega ætlaðar líkamsrakstri, þar af leiðandi er oft meiri púði hjá rakvélablaðinu sem ver húðina gegn óþægindum og eru með mýkri rakvélablöðum.

Rakstur með dömurakvél ætti að vera algjörlega sársaukalaust ferli og það tekur enga stund ólíkt hárplokkaranum. Það eru minni líkur á að fá inngróin hár en til þess að halda húðinni mjúkri þarf að raka svæðið oftar. Þar sem við erum að vinna með rakvélablöð er alltaf hætta á að skera sig, en flestar dömurakvélar eru með verndarhlíð og öðrum atriðum sem koma í veg fyrir hvers konar slys. Flest blöð verða bitlaus á endanum, þannig það þarf að skipta þeim út eða rakvélinni sjálfri ef það er ekki kostur að kaupa ný blöð.

Margar af dýrari dömurakvélum eru með sveigjanleg blöð – þannig þau ná allt að 75% betri rakstri en hefðbundnar dömurakvélar. Rakvélablöðin fylgja beinlínir útlínum líkamans til þess að ná góðum rakstri. Sveigjanlegir hausar eru líka kostur – hausinn aðlagast svæðinu sem er verið að raka til þess að komast eins nálægt húðinni án þess að auka líkur á skurðum eða rispum á húð.

Smelltu hér til að skoða dömurakvélar á elko.is


Háreyðingartæki

Það hefur orðið lítil sem engin bylting á háreyðingartækni síðastliðin áratug og tækni sem áður var einungis í boði á snyrtistofum er því hægt að nálgast auðveldlega og nota heima í stofu. Háreyðingartæki draga úr hárvexti á viðkomandi svæði um allt að 92%. Það tekur þó nokkrar meðferðir að draga varanlega úr hárvexti og það þurfa að líða að minnsta kosti tvær vikur milli meðferða. Háreyðingin krefst smá þolinmæði en eftir aðeins nokkrar vikur muntu geta náð þeim árangri sem þú vilt. Meðferðina þarf að endurtaka nokkrum sinnum áður en hárvöxturinn minnkar.

Í samanburði við rakstur er háreyðing mildari fyrir húðina og hefur langvarandi áhrif. Ef þú notar tækin rétt geturðu verið með hárlausa húð í nokkra mánuði. Það er auðvelt í notkun og hægt að nota það á fætur, handakrika, bikinílínur og á andlitið fyrir neðan kinnbeinið. Karlar geta einnig notað tækin á brjóstkassa og axlir. Húðlitur, hárlitur og erfðaþættir hafa áhrif á lengd meðferðar og er hún því breytileg milli einstaklinga.

HPL tæknin

HPL er hluti af IPL tækninni sem leysigeislaháreyðingartæki nota. HPL notar lægra orkustig (e. energy levels) en hefðbundin IPL tæki, ásamt því að vera með hátt hámarskafl (e. high peak power). Ljósorkan berst í hársekkinn (e. hair follicle) á leifturhraða til þess að takmarka skaða á nærliggjandi vefi (e. surrounding tissue). Þar sem að HPL tæknin notar mun minni orku, eru með hátt hámarksafl og hröðum ljóspúls samanborið við hefðbundna IPL tækni er engin þörf á nokkurs konar kælingu eftir meðferð. 

eHPL tæknin

eHPL er hluti af IPL tækninni sem leysigeislaháreyðingartæki nota. eHPL er uppfærð útgáfa af HPL (e. Home Pulsed Light) og sameinar galvanískan straum (e. galvanic current) og ljósorku (e. optical energy).

Helsti kostur galvanísks straums er að hann nær til hársekksins (e. hair follicle) á skilvirkan hátt. Straumurinn berst með raufskautum fremst á tækinu og þegar rafskautin snera viðkomandi svæði opnast húðholurnar (e. skin pores) svo geislinn geti hitað upp hársekkinn. Hársekkir eyðast ef þeir eru hitaðir og þannig nær tækið að eyða hári við hverja meðferð. Þegar svæðið kólnar lokast húðin af sjálfu sér.

Fyrir og eftir meðferð

Það þarf að raka viðkomandi svæði (með rakvél) áður en háreyðingartækið er notað. Eftir meðferð eru húðholurnar enn viðkvæmar og er þá ráðlagt að bera húðkrem á svæðið til þess að fá gljáandi mjúka húð ásamt því að gefa henni raka og nota sólarvörn sem er SPF 30+ ef vera á utandyra. 

Í flestum háreyðingartækjum heyrist í kæliviftu sem eykur snúningshraða sinn og verður háværari í aflmeiri stillingum. Ljósgeislarnir eru afar bjartir svo best er að nota það í vel lýstu rými til þess að forðast augnóþægindi. Þetta á að vera sársaukalaus meðferð og ætti ekki að stinga neitt, en tækið hitnar við langa notkun. Þess vegna er ráðlagt að hefja meðferð á viðkvæmari svæðum en ekki á stærri svæðum, eins og á fótleggjum ef mörg svæði eru tekin í einu. Algengt er að það myndist smá roði í kringum svæðið eftir meðferð og hverfur hann yfirleitt innan sólarhrings. 

Smelltu hér til að skoða háreyðingartæki á elko.is.


Samantekt

Að fjarlægja hársekki með hárplokkara endist lengur en ferlið tekur tíma og krefst þolinmæði. Það þarf ekki að pæla í að fjarlægja hár aftur í að minnsta kosti 3 vikur.

Rakstur með dömurakvél er fljótlegt og þægilegt en það þarf að raka sig reglulega til þess að viðhalda mjúkri húð.

Háreyðingartæki er ívið lengra ferli sem tekur nokkra mánuði en gefur langvarandi áhrif.

Það eru kostir og gallar við notkun allra tækjanna; fyrir þá sem raka sig öðru hvoru og eru ekkert sérstaklega að pæla mikið í því þá gæti verið þægilegra að nota bara gömlu góðu rakvélina en fyrir þá sem vilja losna við hárin að mestu þá er hárplokkarinn skárri kostur þar sem hann er skilvirkari í því að fjarlægja hárin en HPL háreyðingartækin dregur varanlega úr hárvexti til framtíðar.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.