Hugmyndir

Hvað á ryksugan að heita?

7.01.2021

Nú þegar ryksuguvélmenni eru vinsæl gerð af ryksugum og algeng á heimilum landsmanna er spurning hversu stórt hlutfall vélmenna fá nafn.

Hvort sem það er ryksuguvélmenni, skaftryksuga eða hefðbundin ryksuga er alltaf skemmtileg hefð að gefa nýja fjölskyldumeðlimnum nafn, án þess að hafa hafa sérstaka athöfn eða skrásetningu í kringum það, nema þá kannski í smáforritinu ef þetta er ryksuguvélmenni.

Hér fyrir neðan eru nokkrar tillögur ef þú ert að pæla hvað ryksugan á að heita, kannski áttu eina gamla sem hefur aldrei fengið nafn eða ný ryksuga er kominn á heimilið sem vantar nauðsynlega nafn.


Gott að hafa í huga áður en þú velur nafn.

 • Það er ekkert að því að velja vinsælt nafn. En það er spurning hvort nafnið er vinsælt núna en verður úrelt eftir nokkra mánuði. En þetta er auðvitað bara nafn á ryskugu svo það kostar ekkert að breyta því seinna.
 • Passar nafnið í fjölskylduna? Sumir skýra börnin sín þannig að þau byrja öll á sama stafnum eða hafa sama millinafn, er það eitthvað sem þú vilt hafa í huga þegar nafn er valið?
 • Er börn á heimilinu? passaðu að velja barnvænt nafn.
 • Það er auðvitað alls ekki nauðsynlegt að velja nafn sem enginn önnur ryksuga heitir en það er gaman að finna eitthvað eintakt nafn.
 • Skiptir máli að nafnið hljómi skemmtilega í setningu? „Tengdamamma er að ryksuga„, „Ég ætla að senda skilaboð á R2D2 um að ryksuga áður en ég kem heim„.

Tillögur að nöfnum

Nöfn tengd kvikmyndum og þáttaröðum
 • Robo Fett
 • Optimus Prime
 • Grogu (Baby Yoda)
 • Wall-E
 • EVE
 • Bender
 • R2D2
 • CP3O
 • BB-8
 • Pickachu
 • Mando
 • Rambo-bot
 • Minion
 • Buzz
Leikur að orðum:
 • Frið-ryk
 • Robbi
 • Sogmundur
 • Friðþjófur
 • Tengdamamma
 • Hjónabandsráðgjafi
 • Sökker
 • Bjargvætturinn
 • Heimilishjálpinn
 • Robbi húsvörður
 • Uppáhaldið
Vinsæl erlend nöfn fyrir ryksugvélmenni
 • Dusty
 • Bestie
 • Jarvis
 • Discovery
 • Neymar
 • Alfred
 • The Bot
 • P-Body
 • Bob
 • Dexter
 • Mildred
 • Marvin
 • Audrey
 • A Life Saver
 • Moon Pie
 • Pumba
 • Morty
 • Steve
 • Cyborg
 • The Lazy Husband
 • Rick
 • Bane
 • Karl
 • Percy
 • Cat Sitter
 • Fred
 • Nitro
 • Audrey
 • DJ Roomba
 • Metal Man
 • Cat car
 • Rex
Nöfn ryksuguvélmenna á íslenskum heimilum
 • Albert
 • Alexandra
 • Ari
 • Bob
 • Bobbi
 • Brandur
 • Christopher
 • Dobby
 • Drulli
 • Dublin
 • Dúddi róbot
 • Dwayne „The Roborock“ Johnson
 • Eirka
 • Fanney
 • Fíóna
 • Friðryk
 • Friðryka
 • Gorgrímur
 • Hannes
 • Honey
 • Johann
 • Kiddi
 • Kisi
 • Kolla
 • Lalli
 • Litla vinnukonan
 • Lína
 • Lupe
 • Meril Sweep
 • Núnú (Eins og í Stubbunum)
 • Pawel
 • Pinky
 • Ragnar
 • Ricksuga
 • Rikki ryksuga
 • Robbi
 • Robbi Róbot
 • Robocop
 • Rosita
 • Róbert gólfahrellir
 • Róbótínn
 • Rósa
 • Rúmbla
 • Rúryk
 • Rykfinnur
 • Rykhildur
 • Rykmundur
 • Sigga
 • Skúli
 • Skvísa
 • Snati
 • Suga
 • Tessa
 • Theodór
 • Vala
 • Valli
 • Vilhjálmur
 • Vinnukonan
 • Þórmundur
 • Þrif Hildur
 • Öskubuska

Heimilid: Listinn fyrir ‘Nöfn ryksuguvélmenna á íslenskum heimilum var unnin út frá könnun í gegnum STORY á Instagram 7.1.2021.


Engin ryksugunafnanefnd var notuð við gerð listans en ef hún væri stofnuð væri skilgreining á henni líklega eftirfarandi:

Ryksugunafnanefnd

Ryksugunafnanefnd er alls ekki skipuð í samræmi við ákvæði laga um mannanöfn nr. 45/1996. Ryksugunafnanefnd yrði líklega skipuð þremur aðalmönnum og einum til vara. Ekki er krafa að einn nefndarmaður sé skipaður að fenginni tillögu heimspeki- eða íslenskudeildar Háskóla Íslands heldur þurfa meðlimir nefndar að hafa góðan húmor og kostur ef þeir eiga ryksugu.

Ef þú ert að íhuga að fá þér ryksugu getur þú skoðað úrvalið hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.