Fróðleikur

Hvað er svona sérstakt við Philips Hue?

22.09.2020

Hvað er Philips Hue?

Philips Hue er ljósakerfi sem býður upp á ótrúlega marga og skemmtilega möguleika umfram hefðbundnar perur. Í grunnin samanstendur Philips Hue af snjallperum, tengibrú og appi til að stjórna ljósunum. Til viðbótar eru svo til dimmerar/ljósarofar, hreyfiskynjarar, LED borðar og lampar. Perurnar tengjast gegnum þráðlaust net eða Bluetooth (nýrri perur) og þannig er hægt að stýra hverri einustu peru sérstaklega.

Hvað er svona sniðugt við snjallperur?

Hvar á maður að byrja?

Senur

Með snjallperum eins og Philips Hue er hægt að stýra hverri einustu peru sérstaklega og setja upp fyrirfram skilgreindar „senur“. Þannig getur maður átt eina stillingu fyrir þrif, þar sem öll ljós eru í botni, aðra fyrir matarboð þar sem lýsingin er dimmuð niður en kannski bjart í eldhúsinu eða stillingar fyrir bíókvöld og svo lengi mætti telja.

Tímastillingar

Það er fátt notalegra en að vakna við það að ljósin birti rólega í herberginu eins og sólarupprás, það er líka hægt að stilla ljósin til að byrja að slokkna rólega sjálfkrafa á kvöldin til að minna mann á að fara á skikkanlegum tíma í háttinn.

Svo er hægt að stilla ljósin til að líkja eftir venjulegu heimilislífi á meðan maður er á ferðalagi, sem getur verið góð þjófavörn.

Litastillingar

Það er hægt að fá ýmsar týpur af perum, bæði með mismunandi tengjum en svo er hægt að velja hvort að peran eigi að vera hvít, stillanleg hvít eða með litum. Litaperurnar eru dýrari en þær eru líka ótrúlega skemmtilegar og nytsamlegar. Það er lítið mál að stilla hvíta litinn í þeim til að vera blárri yfir daginn og svo aðeins „gulari“ þegar kvölda tekur. Það er hægt að blanda saman rauðum, hvítum og bláum á meðan maður horfi á næsta landsleik eða hvað sem manni dettur í hug. Möguleikarnir eru endalausir og það er hægt að gjörbylta heimilinu með því að setja smá lit í ljósin.

Fyrir lengra komna

Með því að tengja Philips Hue appið við hina bráðsnjöllu vefþjónustu IFTTT er hægt að útvíkka möguleikana á Philips Hue alveg gríðarlega. Til dæmis:

  • Láttu ljósin slökkna sjálfkrafa þegar enginn er heima, og kvikna sjálfkrafa þegar einhver er að koma heim.
  • Tengdu ljósin við sjónvarpið og búðu til „ambilight“ í allri íbúðinni. Þá taka ljósin mið af því hvað er að gerast í sjónvarpinu og búa til stemmningu í takt við það.
  • Settu upp hreifiskynjara fram á gangi þannig að náttlýsingin fari sjálfkrafa af stað þegar einhver labbar fram á nóttinni. Til dæmis er hægt að láta örlitla birtu kvikna inni á baði.
  • Láttu ljósin blikka þegar síminn hringir. Ef þú ert með tónlistina í botni eða syngjandi hástöfum í sturtu er hægt að láta ljósin blikka þegar síminn hringir.
  • Tengdu ljósin við Spotify og láttu þau skipta um lit/blikka í takt við tónlistina.
  • Láttu ljósin skipta um lit eða blikka til að minna þig á eitthvað.
  • Tengdu Philips Hue við Amazon Alexa og raddstýrðu ljósunum heima hjá þér.
  • Philips Hue er tengjanlegt við SmartThings og því samstillanlegt við önnur SmartThings tæki.

Hvernig setur maður upp Philips Hue?

Það er sáraeinfalt að setja upp Hue. Maður einfaldlega skiptir gömlu perunum út fyrir Hue perur, stingur brúnni í samband við rafmagn og tengir í netbeininn heima hjá þér og opnar svo appið sem leiðir þig í gegnum örstutt uppsetningarferli.

Þú færð Philips Hue í ELKO

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.