Hugmyndir

Hvað þarf að kaupa inn á fyrsta heimilið?

20.02.2023

ELKO leggur mikið upp úr því að bjóða upp á úrval raftækja í ýmsum verðflokkum svo allir geti fundið bestu lausnina sem hentar þeirra þörfum. Í ELKO færð þú öll raftæki fyrir heimilið á einum stað hvort sem þú leitast eftir stærri eða minni heimilistækjum, sjónvörpum, hátölurum eða einhverju fyrir heimaskrifstofuna eða leikjaherbergið.  

Fyrsta heimilið kallar á það að oft þarf að kaupa inn mikið af raftækjum í einu og því þarf eflaust að forgangsraða í þeim kaupum. Sérstaklega ef það á að taka eitthvað í gegn í leiðinni, en oft er heimilistækjum í eldhúsinu skipt út fyrir nýrri ásamt því að fjárfesta þarf í þvottavél, ryksugu og fleiri heimilistækjum. En hvað er þarfaþing að eiga á fyrsta heimilinu?

Hjálmtýr Grétarsson vörustjóri minni heimilistækja hjá ELKO fór aðeins yfir þær vörur sem þykir gott að eiga á heimilinu. Samkvæmt Hjálmtý eru heimilistækin yfirleitt það fyrsta sem fjárfesta þarf í fyrir fyrsta heimilið en það eru meðal annars öll stærri heimilistæki sem finna má í eldhúsinu; kæliskápur, veggofn, helluborð og að sjálfsögðu uppþvottavél. „Önnur heimilistæki sem teljast algjört þarfaþing eru meðal annars þvottavél, ryksuga, brauðrist og kaffivél en einnig er vinsælt að eiga örbylgjuofn, loftsteikingarpott (e. Airfryer) og  hraðsuðuketil. Sjónvörp og hátalarar spila einnig stóran þátt í heimilislífinu, en þær vörur má finna í flestum stærðum og gerðum í ELKO. Ekki má gleyma netsambandinu en flestir gera kröfu til þess að vera í stöðugu netsambandi hvar sem þau eru stödd á heimilinu og þarf því oft að skoða netbeininn eða WiFi Mesh kerfi sem tryggir gott samband í öllum krókum og kimum.“


Indesit kæli- og frystiskápur

Indesit kæli- og frystiskápurinn sér til þess að maturinn haldist ferskur sem lengst. 197 lítra rúmmál í kæli og 111 lítra rúmmál í frysti ásamt LessFrost og LED lýsingu. Sjá alla ísskápa með frysti hér.


Hisense veggofn

 77 líta ofn með gufueldunarkerfi og EvenBake hönnun fyrir bakarann. Einnig er ofninn með SteamClean hreinsikerfi sem sér til þess að auðvelda viðhald og heldur ofninum hreinum og fínum. Ofninn er með 22 sjálfvirk kerfi sem aðstoða þig með eldamennskuna og auðvelda þér verkið. Stilltu á SteamAdd til að gera deigin þín mýkri og rakari. Sett er vatn í bökunarplötu og gufar það upp í deigið og kökurnar til að gera þær ennþá gómsætari. Með barnalæsingu. Sjá nánar hér.


Hisense spanhelluborð

Hisense spanhelluborðið er stílhreint og snyrtilegt. Spanhellan notar rafmagnsleiðni til þess að hita í stað hefðbundna aðferða. Botninn á pönnunni/pottinum er það eina sem hitnar á meðan hellan sjálf helst köld viðkomu. Þetta sparar bæði orkunotkun og minnkar hitatap við eldun. Sjá nánar hér.


OBH Nordica Blooming kaffivél

OBH Nordica Blooming er hágæða kaffivél sem býr til 10 bolla á 7 mínútum. Vélin er með dropastoppara og sjálfvirkum slökkvara og notar ákjósanlegt hitastig og Blooming tækni til að tryggja rétt bragð í hverjum bolla. Kaffivélin er með fágaða hönnun, handgerðri könnu og passar vel í öll eldhús. Eftir bruggun slekkur kaffivélin sjálfvirkt á sér eftir 40 mínútur. Sjá nánar hér.


Nespresso Essenza Mini hylkjakaffivél

Ef hylkjavélin heillar frekar en uppáhellingar þá er Nespresso Essenza Mini hylkjavélin fullkomin. Njóttu þess að fá góðan kaffibolla á morgnanna með Nespresso Essenza Mini hylkjakaffivélinni sem snögghitar vatnið. Einnig hægt að stilla bollastærð. Vélin slekkur sjálfkrafa á sér eftir 9 mínútur sem hægt er að stilla eftir þörfum. Sjá nánar hér.


OBH Nordica Manhattan brauðrist

Stílhrein OBH Nordica Manhattan brauðrist úr ryðfríu stáli, með 6 hitastillingum svo þú getir ristað brauð algjörlega eftir þínum smekk. Sjá nánar hér.


Beldray Turbo Plus 2-í-1 skaftryksuga

Beldray Turbo Plus er þráðlaus, létt og meðfærileg skaftryksuga með allt að 45 mínútna rafhlöðuendingu. Ryksugan hefur tvo hama, annarsvegar sem skaftryksuga og hinsvegar sem handryksuga. Auðvelt er að skipta á milli eftir þörfum. LED ljósin lýsa upp gólfið og tveir auka hausar fylgja með. Sjá nánar hér.


Logik uppþvottavél

Logik uppþvottavél LDW60W20N þvær fyrir 14 manns, er með 8 kerfi og 5 hitastillingar, tímastýrða ræsingu og er sérstaklega hljóðlát, 42 dB. 30 mín. hraðkerfi. Hægt er að seinka ræsingu á kerfi ef óskað er eftir því að vélin klári uppvaskið á einhverjum ákveðnum tíma, t.d. rétt eftir vinnu. Sjá nánar hér.


Samsung 55″ (2022)

Njóttu þess að horfa á sjónvarpið með sterkari litum, dýpri birtuskilum og skarpri 4K upplausn með Samsung BU8575 snjallsjónvarpinu. Sjá nánar hér.


Samsung hljóðstöng með bassaboxi

Njóttu þess að upplifa sannann Dolby Atmos hljóm heima í stofu með Q610B hljóðstönginni frá Samsung. Hljóðstöngin, með stuðning frá þráðlausa bassaboxinu, eykur hljómgæði í öllu margmiðlunarefninu, frá kvikmyndum, yfir í tölvuleiki og allt þar á milli. Q-symphony tæknin samhæfir hljóðstöngina og hátalarana í sjónvarpinu til þess að framkalla enn víðari og betri hljóm. Sjá nánar hér.


Beko þvottavél 

Þvottavél frá Beko með 7 kg þvottagetu, gufukerfi og sérstaklega mjórri hönnun sem gerir hana ekki eins djúpa og hefðbundnar þvottavélar. Þannig er hægt að koma henni fyrir í smærri rými. Fjarlægðu 99% af ofnæmisvöldum með því að bæta gufu við þvottakerfið svo að þvotturinn kemur einstaklega hreinn úr vélinni. Sjá nánar hér.


Snjallheimilið 

Hjá ELKO er hægt að fá snjallperur, snjallöryggiskerfi, snjalldyrabjöllur, snjallofnastilla og snjallhátalara, svo eitthvað sé nefnt en áhuginn á snjallvörum og samhæfingu snjalltækja innan heimilis fara vaxandi. „Oftast er byrjað að innleiða snjalllýsinguna inn á heimilið sem er stjórnað í gegnum snjallsíma þar sem hægt er að stilla ljósstyrk og liti en vinsælast í dag eru eflaust snjallhátalarnir, þar sem þeir geta virkað sem miðstöð fyrir öll snjallkerfi heimilisins. Það þýðir að það er hægt að stýra ýmsum raftækjum með raddskipunum, eins og til dæmis að skipa ryksuguvélmenninu þínu að byrja að ryksuga gólfin. Þetta eru ekki venjulegir hátalarar. Þeir eru með innbyggða hljóðnema sem greina röddina þína og þó að þeir spili háa tónlist þá greina þeir raddskipunina í gegnum það“ segir Hjálmtýr.“ Snjalldyrabjöllurnar eru einnig vinsælar segir Hjálmtýr en þær eru að jafnaði búnar myndavél sem myndar gesti ef þeir bera að garði þar sem hægt er að eiga í beinum samskiptum við þann sem er fyrir utan hurðina. Ef vélin greinir hreyfingu byrjar myndbandsupptaka og tilkynning berst í síma eigandans svo hægt sé að fylgjast með. Auk snjalldyrabjöllunar eru snjallöryggiskerfi orðin mjög vinsæl, en samkvæmt Hjálmtý er lítið mál í dag að sérsníða sitt eigið snjallöryggiskerfi. „Kerfin geta samanstaðið af myndavélum, hreyfiskynjurum, hurðaskynjurum, reykskynjurum, raka- og hitaskynjurum og mörgu fleiru og ef tækin nema eitthvað óeðlilegt heima fyrir, þá færðu tilkynningu. Öryggiskerfið má svo tengja við til dæmis snjalllýsinguna eða jafnvel snjallhátalara. Ef svo hurðarskynjarinn nemur að útidyrnar eru opnaðar, þá gætu ljósin blikkað rauðu og hátalarar heimilisins spilað sírenuhljóð eða bara uppáhaldslagið þitt. Möguleikarnir eru endalausir.“  

Philips Hue White og Color Ambiance GU10 sett 

Þessa startpakki inniheldur þrjár GU10 snjallperur, Philips Hue tengistöð og dimmir, allt sem þarf til að koma fyrir snjalllýsingu á heimilið og meir en það. Veldu um hefðbundna eða litaða lýsingu og prófaðu mismunandi samsetningar eins og þér sýnist. Sjá nánar hér.


Ring dyrabjalla með myndavél 

Snjalldyrabjallan frá Ring hjálpar þér að vakta heimilið þó þú sért ekki heima. Ef gestur kemur getur þú séð, hlustað og talað við viðkomandi. Í bjöllunni er innbyggð rafhlaða sem auðvelt er að smella af og hlaða t.d. yfir nóttu. Einnig er hægt að tengja dyrabjölluna beint við straum. Ring dyrabjallan 4 er með 1080p upplausn, IPX5 vatnsvarin og þolir hitastig á milli -20 ° til 48 ° C. Sjá nánar hér.


Ring Alarm öryggiskerfi 2. kynslóð

Call Alarm öryggiskerfið er nútíma leið til að vakta heimilið með grunnstöð, talnaborði, hreyfiskynjara, fjölnotaskynjara og framlengingu. Öryggiskerfið er auðvelt í uppsetningu og hentar þínu heimili. Sjá nánar hér.


Sonos One SL hátalari 

Snjallhátalari getur virkað sem miðstöð fyrir öll snjallkerfi heimilisins.  Hátalarar frá Sonos One SL er með kristaltæran og öflugan hljóm þrátt fyrir litla stærð. Hægt er að streyma tónlist í gegnum síma og tengja fleiri Sonos hátalara saman. Sjá nánar hér.


Fjölbreyttir greiðslu- og afhendingarmátar 

ELKO býður upp á fjölbreytta greiðslumáta sem henta vel fyrir þá sem eru að versla inn stór raftæki á heimilið en um er að ræða raðgreiðslur, netgíró og Síminn Pay. „Allir geta því valið þann greiðslumáta sem hentar sér, en hægt er að ganga frá kaupum og greiðslumátum í öllum verslunum ELKO og í vefverslun“ segir Hjálmtýr.  

En ELKO býður ekki einungis upp á fjölbreytta greiðslumáta heldur eru þau einnig með marga afhendingarmöguleika. „Fyrir til dæmis þessi stærri heimilistæki þá erum við að bjóða upp á heimsendingu innan höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri og því auðvelt að koma vörum heim sem passa ekki í bílinn en einnig er hægt að fá förgun á eldri heimilistækjum gegn vægri greiðslu. Vilji viðskiptavinir svo fá uppsetningu á heimilistækjum þá er það þjónusta sem ELKO býður einnig upp á í gegnum trausta samstarfsaðila“ segir Hjálmtýr.  


30 daga skilaréttur 

„Í ELKO má skipta um skoðun og því bjóðum við upp á 30 daga skilarétt af vörum“ segir Hjálmtýr og útskýrir frekar „það þýðir að þú getur verslað vöruna, tekið hana með þér heim og ef hún hentar þér ekki þá getur þú skilað henni innan þessara 30 daga, valið þér nýja eða fengið hana endurgreidda að fullu. Allt er þetta gert til þess að stuðla að ánægju viðskiptavina með þær vörur sem þeir versla í ELKO en okkur er annt um að viðskiptavinir fái réttu heildarlausnina sem þeir sækjast eftir. Nánast allar vörur sem ELKO selur leyfa þér að opna umbúðirnar og prófa vöruna en við viljum vekja athygli á því að það eru örfáir vöruflokkar sem bera takmarkaðan skilarétt til dæmis farsímar, leikjatölvur líkt og t.d. PlayStation tölvur og þá og einnig vörur sem hægt er að afrita eða fullnýta á innan við 30 dögum“ segir Hjálmtýr. 

Sjá nánar um skilarétt ELKO hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.