Fróðleikur

Hvernig á að velja nýtt grill?

13.06.2024

Sólin er komin á loft og með því fylgir tímabilið sem við höfum beðið eftir allan veturinn – grilltímabilið. Að velja rétta grillið getur haft mikil áhrif á grillupplifunina og útkomuna af grillaða matnum, því að grilla er ekki bara að elda mat heldur er það upplifun, tækifæri til að njóta góða veðursins og gæðatíma með vinum og fjölskyldu.

Til að gera grillupplifunina sem besta er mikilvægt að velja rétta grillið sem hentar þér og vita hvernig á að hugsa um það. Hér fyrir neðan má finna nokkur ráð sem geta hjálpa til við að velja og viðhalda grillinu.


Hvernig á að velja grill

1. Tegund

Hvaða tegund hentar þér best: gas, kol eða rafmagn? Gasgrill eru þægileg og auðveld í notkun, kolagrill bjóða upp á klassískt reykbragð, og rafmagnsgrill eru frábær kostur fyrir þá sem vilja síður notast við eld.

Fyrir gasgrill býður fjöldi brennara upp á meiri sveigjanleika í eldun og auðveldar grillmeistaranum að stjórna hitadreifingu. Góð hitastýring er mikilvæg fyrir mismunandi eldunaraðferðir en kerfi með sjálfstæðum hitastillingum fyrir hvern brennara getur aukið fjölhæfni grillsins.

Einnig er vert að skoða efnið sem grillið er gert úr. Ryðfrítt stál, gjóskuvarið járn og ál eru allt vinsælir kostir vegna endingar og veðurþols. Ryðfrítt stál er sérstaklega vinsælt fyrir útlit og viðnám gegn veðrun. Lok og handföng skipta einnig máli fyrir varmaeinangrun og öryggi. Tryggðu að efnið leiði ekki hita til að forðast brunaslys.


2. Grillstærð og svæði

Gott er að hafa í huga hversu stórt svæði þú hefur fyrir grillið hvort sem það eru svalir eða pallur og hvað þú vilt stóran grillflöt. Ef þú ert með stóra fjölskyldu eða heldur oft grillpartý fyrir marga gesti þá gæti stærra grill verið rétta valið fyrir þig.


3. Eiginleikar og aukahlutir

Sum grill koma með eiginleikum eins og hitastýrðum auka grillflötum, viðhengi fyrir reykun eða hliðarbrennara, sem er frábær fyrir sósur eða meðlæti. Einnig gerir innbyggður hitamælir þér kleift að fylgjast með hitastigi inni í grillinu án þess að opna það. Þá bjóða sum grill upp á geymslupláss í skápum eða hillum undir grilliu sem gæti verið hentugt fyrir auka gaskút eða grilláhöld. Ákveddu hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir fyrir þig og skoðaðu hvaða grill koma til greina útfrá því.




Hvernig á að huga að grillinu

1. Hreinsun

Regluleg hreinsun er mikilvæg til að viðhalda grillinu og tryggja öryggi. Skafaðu grillgrindina eftir hvert notkun og hreinsaðu innan úr grillinu reglulega til að fjarlægja fitu og matarleifar. Einnig er hægt að nálgast 10 góð ráð við grillhreinsun hér.

2. Viðhald

Athugaðu grillið reglulega fyrir tæringu, sérstaklega ef það er úti allt árið. Skiptu út slitnum hlutum til að tryggja að grillið virki örugglega. Einnig ber að huga að hvort það sé auðveldlega hægt að nálgast varahluti eða þjónustu fyrir grillið, ef þörf krefur.

3. Geymsla

Þar sem veðráttan á Íslandi getur verið frekar óútreiknanleg yfir vetrartímann gæti verið sniðugt að geyma grillið inni eða undir sérstakri grillhúfu til að vernda það gegn veðrun og ryði.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.