Airthings wave mini
Fréttir Fróðleikur

Hvernig eru loftgæðin á þínu heimili eða vinnustað?

24.06.2021

Við eyðum 90% af tímanum okkar innandyra og loftgæðin innandyra eru allt að 5 sinnum mengaðri en þau eru utandyra. Loftgæðin skipta því miklu máli og því er gott að hafa einhverja hugmynd um stöðuna og þá einnig hvernig er hægt að draga úr mengun eða koma í veg fyrir hana. Með því að fylgjast með loftgæðum færðu innsýn inn í umhverfið þitt sem þýðir að þú getur verið skrefi á undan þegar kemur að því að koma í veg fyrir vöxt myglu. Þú getur mælt loftgæði, rakastig, hitastig og áhættu á mygluvexti með Airthings Wave mini.

Hvað er Airthings?

Airthings er alþjóðlegt tæknifyrirtæki sem samanstendur af vísindamönnum, verkfræðingum og hugsjónarmönnum með sameiginlegt markmið að fræða fólk um loftgæði og þróa aðgengilegar tæknilausnir til að hjálpa fólki að bæta loftgæðin í kringum sig.


Airthings Wave Mini er tilvalinn fyrir öll heimili og vinnustaði

Airthings Wave Mini loftgæðamælirinn er hentugur á öll heimili og vinnustaði. Algengt er að starfsfólk sem vinnur á skrifstofum kvarti yfir loftgæðum og er oft hægt að rekja það til lágs rakastigs, en Airthings Wave Mini sýnir okkur hvað er að fara úrskeiðis í loftgæðunum innandyra. Einnig er Airthings Wave Mini mælirinn tilvalinn í barnaherbergi til að fylgjast með hitastigi í rýminu og til þess að foreldrar geti verið vissir um að loftgæðin séu góð. Þetta stílhreina, rafknúna tæki hjálpar þér að fylgjast með loftgæðum til að koma í veg fyrir astma og ofnæmi, auk þess sem það bætir svefngæði og almennt heilsufar þitt.

Airthings Wave Mini tengist við snjallsímann þinn með Bluetooth tækni en einnig er hægt að tengja marga mæla saman með Airthings Hub sem er þá með Airthings SmartLink tækni. Tengikví er í loftgæðamælisettinu frá Airthings sem inniheldur Wave, Wave Mini og tengikví til að tengja allt saman.

Smelltu hér til að skoða Airthings Wave Mini á elko.is

Airthings Wave Mini

 • Mælir raka, hita og loftgæði eða VOC. Það tekur sjö daga að fá nákvæma mælingu eftir fyrstu uppsetningu.
 • Er með áhættuvísi fyrir myglu. Það tekur tvo daga fyrir loftgæðamælinn að mæla áhættustigið.
 • Þú getur veifað hendi fyrir framan nemann til þess að fá mælinguna í fljótu bragði. Ljósin sýna þá niðurstöðu: grænt fyrir gott, gult fyrir vafasamt og rautt fyrir slæmt. Þú getur svo skoðað smáforritið til þess að fá nánari útskýringar.
 • Í smáforritinu færðu yfirsýn hvernig loftgæðin, hitastigið og rakastigið er í rauntíma en einnig meðaltal meðaltal af vikum, mánuðum eða ári.
 • Virkar með Alexu, Google Assistant og IFTTT.
 • Hægt að veggfesta en einnig hægt að láta standa á borði/hillu.
 • Í Airthings smáforritinu eru góðar leiðbeiningar um hvernig hægt er að bæta loftgæðin ef þau mælast slæm og hvernig á að halda þeim góðum.
 • Rafhlöðurnar í Airthings Wave mini eru 3xAA rafhlöður og endast í tvö ár og er útskiptanleg.


Raki

Rakastigið ætti að vera á bilinu 40-60%. Á sumrin er loftið oft mjög þurrt og þá getur okkur klæjað í nefið eða við vaknað með þurra húð eða þurr í munni ásamt öðrum óþægilegum einkennum lágs rakastigs. Ef við sjáum að rakastigið er orðið of lágt getum við lagað það með rakatæki til dæmis eða einhverjum almennum húsráðum.


VOC

Airthings Wave Mini mælir rokgjörn lífræn efnasambönd eða Volatile Organic Compounds (VOC). VOC eru heildarmagn eiturefna og efna sem losna við venjulegar athafnir á heimilinu, svo sem hreinsiefni, leysiefni, ilmvatnsagnir, kerti, leikföng, húsgögn og til dæmis frá matreiðslu. Þetta getur haft áhrif á heilsu okkar til skemmri eða lengri tíma.

Það tekur 7 daga til þess að fá nákvæma mælingu á loftgæðum rýmisins með Airthings Wave (VOC loftgæðin), þú færð mælingar á rakastig og hitastig samstundis.

Hvað þýða mælingarnar á VOC í Airthings?
 • 0-250 ppb – VOC magn í loftinu er lítið.
 • 250 til 2000 ppb – Leitaðu að mögulegri ástæðu fyrir VOC magni ef þetta meðalstig er viðvarandi í mánuð.
 • 2000 ppb – VOC magn er mjög hátt – íhugaðu að grípa til aðgerða / loftræstu rýmið vel.

Mældu áhættustig myglu með Airthings Wave mini

Hvað er Mygla?

Mygla er sveppagróður sem hjálpar náttúrunni að brjóta niður dauð lífræn efni. Bæði mygla og myglugró eru mismunandi tegundir af sveppum, en mygla er venjulega svört, blá, rauð eða græn á lit en myglugró er hvít. Myglugró finnst alls staðar en mygluvöxtur á sér stað þar sem gró finnur hagstæð skilyrði til þess að vaxa.

Af hverju að mæla myglustigið?

Tilkoma myglu kemur oft fram í umhverfi við raka og háan hita. Slæmt loftræst svæði með aukinn raka hafa slæm áhrif á loftið innandyra og getur það haft áhrif á heilsufar. Mygla er alvarlegt vandamál sem hefur áhrif á heimilisfólk og sjálft heimilið. Rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem býr á heimili með miklum raka eða myglu er í 40% meiri áhættu á að fá astma. Auk þess sem mygla getur verið einnig orsök ofnæmis.

Komdu í veg fyrir mygluvöxt með hjálp Airthings Wave Mini

Áhættuvísirinn notar algoriðma sem miðar við hitastigið og rakann í loftinu til þess að meta hversu hratt mygla getur myndast út frá núverandi aðstæðum. Í algoriðmanum er gert ráð fyrir mygluvænu yfirborði svo sem timbri eða textíl, svo að ef að maður fær gult ljós í flísalögðu baðherbergi er lítið að óttast.

Það tekur Airthings Wave Mini tvo daga til þess að fá nákvæma mælingu á áhættustigi myglu í rýminu.

 • Staðsetja nálægt veggjum eða gluggum svo að hægt sé að fá bestu mælinguna.
 • Viðkvæmustu svæðin fyrir mygluvöxt eru oft svæði sem eru köld og illa loftæst.
 • Ekki staðsetja í miðju rýmisins, þá færðu ekki rétta mælingu á myglu.

Airthings hefur tekið saman greinargóða samantekt um myglu, hvernig við getum komið í veg fyrir myndun hennar auk þess að skilgreina áhættustig hennar sem Wave Mini gefur til kynna í mælingum. Smelltu hér til að lesa grein.

Ef þú vilt lesa nánar um myglu eru hér tvær greinar (á ensku) sem er tilvalið lesefni: Hvernig fjarlægi ég myglu? og Núna er loksins hægt að mæla áhættu á myglu með Wave mini.


Aðrir loftgæðamælar frá Airthings

Airthings Wave Plus og Airthings loftgæðamælisettið eru einnig fáanleg í ELKO. Loftgæðamælisettið inniheldur Wave + Wave Mini + tengikví og Wave Plus mælir koltvísýring, Radon, hitastig, raka og eiturefni sem berast með loftinu.

Airthings Wave Plus

Airthings Wave Plus gengur fyrir rafhlöðum svo einfalt er að setja tækið hvar sem hentar. Það eina sem þarf er að festa veggfestinguna við vegginn með einni skrúfu og smella svo mælinum sem festist með innbyggðum segli.

Til að kanna stöðuna á loftgæðunum þarf einungis að veifa hendinni fyrir framann mælinn sem lýsir upp. Grænt = Gott, Gult = Viðvörun, Rautt = Hætta. Jafnvel þótt um slæm loftgæði eru að ræða þá hefur það sjaldan áhrif á heilsuna nema viðkomandi sé undir áhrifum í langan tíma. Skoða vöru á elko.is.


Airthings loftgæðamælisett (Homekit)

Með Airthings loftgæðamælasettinu færðu góða yfirsýn yfir loftgæði á heimilinu og getur komið í veg fyrir myglu. Í settinu er Wave, Wave Mini og tengistöð. Stjórnaðu mörgum herbergjum með Airthings Wave snjallforritinu.

Í settinu er allt sem þú þarft til að fylgjast með loftgæðum á heimilinu: Wave, sem mælir Radon, Wave Mini sem mælir raka, áhættu á myglu og fleira, tengistöð sem gerir tækjunum kleift að tala við hvort annað og snjallsímann með Airthings Wave snjallforritinu. Skoða vöru á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.