Fréttir Gjafalistar

Jólagjafahugmyndir fyrir heimilið

24.11.2023

Um jólin er oft tími sem heimilið fær mögulega eina gjöf frá heimilismeðlimum eða jafnvel kjörið tækifæri til þess að taka saman óskalista fyrir heimilið sem er gott að gauka að foreldrum eða tengdaforeldrum.


Ninja Foodi Max loftsteikingarpottur 9,5L

Eldaðu máltíðir fyrir alla fjölskylduna með Ninja Foodi Max lofsteikingarpottinum. Með tveimur körfum er hægt að elda til dæmis kjöt og grænmeti í sitt hvoru lagi og með kjöthitamælinum eldast allt rétt. Allir fjarlæganlegir hlutar mega fara í uppþvottavél. Max Crisp stillingin eldar frosinn mat í stökka ljúffenga máltið á mínútum með hitastigi allt að 240° C. Sjá nánar hér.


Aarke Pro kolsýrutæki

Kolsýrutækið frá Aarke er glæsilegt og sómar sér vel inn í hvaða eldhús sem er. Það er mjög einfalt í notkun og á sama tíma umhverfisvæn lausn. Nokkrir litir og týpur í boði – sjá nánar hér.


Philips 7000 Series gufubursti

Hafðu fötin þín fersk og slétt með Philips 7000 gufuburstanum sem er með þægilegum stillanlegum haus, tveimur vatnstankum, 28g/mín gufuskoti og OptimalTemp tækni. Tilbúið til notkunar á 30 sek. Sjá nánar hér.


Revolve 13″ gas pizzaofn 13″

Revolve 13″ pizzaofninn er til notkunnar utandyra. Snúningspizzusteinninn fer tvo hringi á mínútu og passar að pizzurnar eldist jafnt á öllum hliðum. Ofninn hitnar í 500°C og þegar hann er heitur getur þú bakað pizzu á nokkrum mínútum. Ábreiða, IR hitamælir og pizzaspaði fylgja með. Sjá nánar hér.


Shark Detect Pro skaftryksuga

Shark Detect Pro skaftryksugan er létt og er með 4 krafstillingar. Hleðslustöðin sér einnig um að tæma ryksuguna eftir notkun og QuadClean ryksuguhausinn vinnur vel á öllum tegundum af gólfum. Allt að 60 mínútna rafhlöðuending. Á skjánum færð þú helstu upplýsingar og stillingar ryksugunnar. Auðvelt er að fylgjast með rafhlöðuendingunni eða sogkerfinu eftir þörfum. Sjá nána hér.


Sage Barista Express Espressóvél

Með þessari Sage Barista Espressovél getur hver sem er búið til sitt eigið kaffi eins og finnst á kaffihúsum. Þessi kaffivél er búin mörgum sniðugum eiginleikum og fallegri hönnun sem gerir kaffigerðina skemmtilegari en áður. Innbyggð kaffikvörn og mjólkurflóari ásamt stafrænum hitamæli sem tryggir stöðugan hita í hvert skipti sem kveikt er á vélinni. Hægt að útbúa 2 bolla í einu. Sjá nánar hér.


Ninja Slow Juicer safapressa

Með Ninja safapressunni getur þú notið þess að drekka nýpressaðan safa sem er gerður heima án aukaefna. Silkimjúkur eða með aldinkjöti, nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann.  Sérstilltu safapressuna með því að velja úr þremur mismunandi síum; lítið, meðal eða mikið aldinkjöt. Sjá nánar hér.


Foreman Large heilsugrill

Grill frá George Foreman eins og það gerist best og nú í stærri útgáfu. Grillið er 30% fyrirferðaminna þegar það er brotið saman, hitnar á örskömmum tíma og með stillanlega aftari fót. Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.