Gjafalistar Hugmyndir

JÓLAGJAFALISTI EVU OG HJÁLMARS

1.12.2021

Sjáðu ELKO jólablaðið lifna við með UnoAR

Sæktu UnoAR appið og sjáðu valdar myndir í blaðinu lifna við. Með því að skanna sérstaklega merktar myndir með appinu þá skyggnist þú inn í heim aukins veruleika og töfrar appsins koma í ljós þegar blaðið lifnar við í höndunum á þér. Ótrúleg upplifun sem gefur ELKO blaðinu nýtt líf í gegnum snjallsímann þinn. Ekki láta þessa skemmtilegu nýjung framhjá þér fara, sæktu appið, passaðu að hljóðið sé á og skannaðu þig í gegnum blaðið í leit að jólagjöf sem hittir í mark.


Hjálmar Örn Jóhannsson og Eva Ruža Miljevic eru þekktir sprellarar og skemmtikraftar. Við báðum Evu og Hjálmar um að koma í smá leik með okkur. Við fólum þeim það verkefni að fara yfir vöruvalið hjá ELKO og búa til Topp 10 jólagjafalista fyrir hvort annað, eitthvað sem þau myndu trúa að gætu hentað hvort öðru mjög vel. Við fengum þau svo í heimsókn til okkar þar sem þau fengu að sjá hvaða vörur hinn aðilinn gaf þeim og sögðu frá ástæðunni fyrir valinu á bakvið hverja gjöf. Það verður að segjast að þetta verkefni var gífurlega skemmtilegt að vinna með þeim og það er ljóst að þessir vinir þekkja hvort annað ósköp vel.

Eruð þið mikil jólabörn?

Eva: Ég er eitt mesta jólabarn landsins. Ég elska allt við jólin en ég elska þó jóladag meira en aðfangadag þar sem þá koma jólin fyrir mér. Á þeim degi eru allir bara slakir, í náttfötunum að borða afganga og hafa það kósý.

Hjálmar: Já ég er jólabarn, það hefur stigmagnast á síðastliðnum árum. Ég skapaði einnig karakter sem heitir Jóla-Hans sem er mikið jólabarn.

Hvernig jólabarn heldur þú að hinn aðilinn sé?

Eva: Ég held að hann sé kósýkall, þar sem hann er kósýkall í lífinu almennt. Hann elskar að vera heima hjá sér og horfa á sjónvarpið og hafa það notalegt. Ég get ímyndað mér að jólin séu fullkomin þar sem það er enginn að fara að pönkast í honum eða segja honum að gera eitthvað því hann á bara að hafa það kósý á jólunum. Hann er náttúrlega 100% að borða afganga, setja smá sósu niður á bolinn sinn og bara njóta.

Hjálmar: Ég held að hún sé allra mesta jólabarn sem ég veit um. Í fyrsta lagi er hún afmælisbarn þannig þið getið rétt ímyndað ykkur hvort hún sé ekki jólabarn. Hún er sturluð jólabarnakona.

Hvernig gekk ykkur að velja jólagjafir fyrir hvort annað?

Eva: Þetta var auðveldasti jólagjafalisti sem ég hef nokkurntímann valið. Ég áttaði mig á því þegar ég var að velja þessar jólagjafir að ég þekki manninn eins og opna bók. Þannig að ég myndi segja að þetta hafi gengið ótrúlega vel.

Hjálmar: Það tók mig um 4 mínútur að velja þessar 10 jólagjafir. Ég þekki hana svo hrikalega vel að ég veit nákvæmlega hvað henni vantar. Allar þessar gjafir voru valdar beint frá hjartanu.

Kom í ljós hversu vel þið þekktuð hvort annað við val á gjöfum?

Eva: Ég verð að segja að hver einasta gjöf væri eitthvað sem ég myndi 100% nota. Blóðþrýstingsmælirinn var kannski það skrítnasta en gæti hitt í mark í maí. Þetta er klárlega gjöf sem myndi fá fólk til að hlæja og það er það sem við viljum. Við viljum láta fólk hlæja. Ég ætla að gefa þér 2000 stig.

Hjálmar: Eva þekkir mig alveg svakalega vel. Og ég verð að hrósa henni því að hún hitti í mark með allar gjafirnar í ár. Sem er alveg sérstakt því það er alveg erfitt að velja 10 gjafir handa einstaklingi og hitta í mark. Þannig að ég ætla að segja að hún fái 100 stig af 100 mögulegum.

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í vöruvali hjá ELKO?

Eva: Það er svo geggjað vöruúrvalið í verslunum og á elko.is. Þegar ég fór að velja gjafirnar fyrir Hjálmar þá hélt ég að ég myndi kannski lenda í vandræðum við að finna eitthvað handa honum en ég hefði eflaust getað valið einhverjar 66 jólagjafir í viðbót fyrir hann. Ég er ekki að grínast í ykkur.

Hjálmar: Það kom mér ekkert á óvart varðandi vöruvalið hjá ELKO. Ég ligg á þessari síðu nánast á hverjum einasta degi og þegar það er búið að framleiða eitthvað, þá er ELKO komið með það strax.

Fenguð þið einhverjar hugmyndir af gjafavali fyrir fjölskylduna?

Eva: Það mætti segja að það sé eitthvað komið í körfu fyrir mig og mitt fólk.

Hjálmar: Já, engin spurning. Ég held nánast að ég geti dekkað jólagjafirnar fyrir alla fjölskylduna í ELKO.

Hafið þið eitthvað verið að vinna með það að tríta ykkur sjálf með gjöf undir tréð?

Eva: Já, að sjálfsögðu setur Eva Ruza alltaf eina gjöf undir tréð fyrir sjálfa sig.

Hjálmar: Nei ég hef ekki gert það í seinni tíð. Vegna þess að ég er bara svo ósjálfselskur, ég hugsa alltaf, númer eitt, tvö og þrjú um um aðra og svo mig.

JÓLAGJAFIR frá Evu til Hjálmars

1 – Remington T-Series hár- og skeggsnyrtir | 2 – Beurer fótavermir með nuddi | 3 – Oculus Quest 2 VR gleraugu
4 – Piranha Byte leikjastóll | 5 – Nedis stjörnusjónauki | 6 – Bose SoundLink Micro ferðahátalari | 7 – Hombli Smart Doorbell 2 | 8 – Pókemon Pikachu derhúfa | 9 – Nintendo Switch Lite | 10 – Beurer Shiatsu nuddsessa 3D

JÓLAGJAFIR frá Hjálmari til Evu

1 – Oculus Quest 2 VR gleraugu | 2 – Dyson Airwrap Complete hárformunartæki | 3 – Samsung Galaxy SmartTag+
4 – Nedis stjörnusjónauki | 5 – Livall Neo hjólahjálmur | 6 – Beurer upplýstur spegill og ferðahleðsla | 7 – Pöbbkviss 2 | 8 – Beurer blóðþrýstingsmælir fyrir upphandlegg | 9 – JBL PartyBox On-The-Go ferðahátalari | 10 – Crosley Voyager plötuspilari

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.