Fróðleikur

Kaupa eða leigja netbeini?

22.03.2019

Nú til dags er internetið orðið mjög mikilvægur þáttur í daglegu lífi fólks, og varla hægt að vera án þess. Símafélögin bjóða viðskiptavinum sínum að leigja netbeini (e. router) en oft getur verið hagkvæmara að kaupa sinn eigin, þar sem þú getur fundið bestu netlausnina fyrir þitt heimili. Hér eru fimm ástæður fyrir því að kaupa sinn eigin netbeinir.

1. Byrjaðu að spara

Með því að kaupa þinn eigin netbeini sleppur þú við að borga mánaðarlega leigu til símafélaganna. Það kostar að meðaltali 865 krónur að leigja netbeini hjá símafélögunum en sambærilegur netbeinir hjá ELKO kostar 11.990 kr. Netbeinirinn borgar sig því upp á einu ári.

2. Betri tenging um allt hús

Upplifðu hraðara og stöðugra, þráðlaust net. Með því að kaupa netbeini sem uppfyllir þínar kröfur, tryggir þú gott og stöðugt samband fyrir öll tækin á heimilinu. Ekki má gleyma að tækninni fleygir fram og nýrri netbeinar bjóða upp á fjölbreyttari lausnir og meiri hraða en þeir eldri. Það er svo hægt að taka upp mesh-kerfi sem hjálpar þér að dreifa netinu um húsið, til að allir krókar og kimar heimilisins séu með fullt netsamband.

3. Hratt net í öll tækin

Hversu mörg nettengd tæki eru á heimilinu? Mundu að telja með snjallsíma, tölvur, leikjatölvur, snjallsjónvörp, Apple TV, snjallperur, snjallhátalara, og allar aðrar snjallar vörur á heimilinu. Ansi mörg, ekki satt? Það er mjög misjafnt hversu mörgum tækjum netbeinar geta tengst í einu. Með nýjum og betri netbeini færðu meiri hraða á stöðugri tengingu við fleiri tæki, og þú getur jafnvel forgangsraðað hraða milli tækja. Kíktu í heimsókn og fáðu ráðgjöf um hvaða netbeinir hentar þínu heimili hjá sölumönnum okkar.

 

4. Góð barnapía

Viltu geta sett barnalæsingu á internetið? Stjórnað því hvaða vefsíður barnið þitt má fara inn á? Eða takmarka netnotkun með tímastillingu? Á internetinu má finna margt gott og gagnlegt fyrir alla aldurshópa en þar er líka margt sem maður vill ekki að börnin sín sjái. Með góðum netbeini er einfalt að stýra netnotkun og loka á það sem er óæskilegt fyrir börn, hvort sem um er að ræða tæki heimilisins eða einungis þau sem barnið er að nota. Smelltu hér til að skoða nánar hvernig þú getur stjórnað skjátíma barnanna.

 

5. Taktu stjórnina

Þú getur tekið fulla stjórn á netinu heima hjá þér, forgangsraðað hraðanum, fengið öflugri tengingu, stjórnað því hvað börnin eru að gera, og jafnvel sparað pening í leiðinni. Ef þú vilt eiga val um að stjórna þessum þáttum og fleirum, þá mælum við með netbeini frá ELKO.

Kíktu til okkar og skoðaðu úrvalið eða skoðaðu á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.