Fróðleikur

Kláraðu kaupin í vefverslun ELKO

9.02.2021

Hefur þú nýtt þér vefverslun ELKO til þess að leita að upplýsingum um vöru, athuga lagerstöðu í verslunum eða klára kaupin? Hér fyrir neðan finnur þú einfaldar leiðbeiningar sem gætu hjálpað þér að nýta þér vefverslun ELKO en ef þú ert ennþá í vandræðum getur þú alltaf nýtt þér netspjallið á elko.is sem er opið til 21:00. Nánari upplýsingar um netspjallið er að finna neðst hér í blogginu.

Að finna vöru/r á elko.is

Finna vöru

Þú getur valið um tvær aðferðir við að finna vöruna.

  1. Vafra um síðuna og skoða vöruflokka.
  • Hægt er að nota síur þegar komið er á vöruflokka til að aðgreina t.d. eftir framleiðenda eða lit.

2. Nota leitarvélina á elko.is. Skráðu inn leitarorð og kíktu á niðurstöðurnar.


Upplýsingar á vöruspjaldi

Vöruspjaldið – Upplýsingar um vörur

Þegar þú smellir á vöruna úr vörulista eða úr leitarniðurstöðum koma nánari upplýsingar um vöruna sem við köllum vöruspjald. Á vöruspjaldinu sérðu vöruheitið, vörunúmer, stutta lýsingu á vörunni, helstu atriði í punktaformi.

Þú getur farið neðar á síðuna til að sjá svo nánari upplýsingar um vöruna og tæknileg atriði.

Lagerstaða í verslunum:

Þú sérð einnig þarna lagerstöður í verslunum. Ef varan er afgreidd af vörulager stendur hvort vara er til á lager og í hvaða verslun hún er til sýnis.

Ef varan er uppseld í vefverslun, hvað þá?:

Ef varan er væntanleg aftur birtist möguleiki fyrir skráningu. Þú getur þá skráð inn netfang og fengið póst þegar hún er fáanleg aftur.


Setja vöru í körfu

Karfan

Ef varan er fáanleg í vefverslun birtist ‘Setja í körfu’ takki fyrir neðan verð.

  • Smelltu á takkann til að setja vöru í körfuna þína.
  • Viðbótartrygging: Ef hægt er að kaupa viðbótartryggingu á vöru birtist gluggi þegar vara er sett í körfu.Þú getur valið að bæta við tryggingu eða loka glugganum.

Ganga frá kaupum

Kláraðu kaupin í vefverslun ELKO

Skoðaðu ‘litlu’ körfuna þína og smelltu á ganga frá kaupum.

  • Þá opnast karfan þín. Þarna sérðu yfirlit yfir allt sem er í körfunni.

Smelltu á ‘KLÁRA PÖNTUN’

  • Fylltu út alla reitina til þess að geta valið afhendingarmáta.
  • Veldu afhendingarmáta sem hentar þér: Fáðu vöruna senda eða nýttu þér að sækja vöruna á afhendingarstað sem hentar þér. Til dæmis eru fleiri en 20 afhendingarstaðir í boði ef þú vilt sækja smávöru + Póstbox.
  • Veldu greiðslumáta sem hentar þér og kláraðu kaupin.
  • Nú fer pöntun í ferli. Vara/vörur fara í tiltekt og settar í valin afhendingarmáta.

Afhendingarmátar

Smelltu hér til að skoða afhendingarmáta sem eru í boði.

Greiðslumátar

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um greiðslumáta.


Nóturnar þínar

Þú getur skráð þig inn á minar.elko.is með rafrænum skilríkjum til að skoða nótur fyrir kaupum í ELKO.


Netspjallið

Netspjall ELKO er opið alla virka daga frá 9:00 til 21:00 og um helgar frá 12:00 til 21:00. Þjónustuver ELKO sér um að svara fyrirspurnum þínum eða koma málinu áfram á rétta aðila.

Nánari upplýsinga um netspjallið er að finna hér.


Mynd í haus: Photo by Kaitlyn Baker on Unsplash

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.