Gaming

Logitech G PowerPlay – Ekki stoppa leikinn

9.09.2019

Það er ótrúlegt frelsi að þurfa ekki að stoppa í miðjum leik til þess að hlaða tölvumúsina. Með því að fjárfesta í G Powerplay músamottu frá Logitech og tölvumús sem styður Powerplay þráðlausa hleðslu hleður músin sig sjálf þannig að rafhlaðan tæmist aldrei. Þú setur músamottuna í samband, setur músina á hana og byrjar að spila. Með POWERPLAY lausninni þá hleðst músin ekki einungis þegar hún er kyrr heldur líka þegar hún er á ferð þannig að hún er með endalausa orku.

Vandræðalaus og þráðlaus

Ný músarmotta frá Logitech þar sem nýjasta tækni er notuð til þess að bæta spilun og þægindi. Hægt er að tengja G703, G903 og G502 Lightspeed mýs við Powerplay stöðina með Þráðlausum Lightspeed móttakara sem er innbyggður og þarf því ekki USB móttakara aukalega. Engar áhyggjur af því að fá „lagg“, missa tengingu eða tæma rafhlöðuna.

Powerplay – Þráðlaus og ótakmörkuð hleðsla

Með nýjustu tækni hleðst músin á meðan þú spilar án þess að trufla nákvæmni eða hraða músarinnar.

Þær mýs sem styðja PowerPlay með þráðlausri hleðslu eru G703, G502 Lightspeed og G903.

Lightspeed og Powercore

Logitech Lightspeed tæknin er hraðari en hjá mörgum öðrum stærstu vörumerkjum á markaðnum með þráðlausar mýs.

Lightspeed tenging tryggir jafngóðan ef ekki betri svartíma og bestu snúrutengdu mýsnar.

Verkfræðingar hjá Logitech G unnu hörðum höndum við það að tryggja hraðan sem þú færð með LIGHTSPEED. Þeir fínstilltu vélbúnað, hugbúnað, móðurborð og sendinn þangað til hámarkshraða var náð.

RGB lýsing sem hentar þinni leikjaspilun

G merkið á Powerplay mottunni er með ljós sem hægt er að stilla lit á og bregst við viðburðum í leikjum sem styðja LIGHTSYNC hjá Logitech. Notaðu Logitech G Hub forritið til að stilla lit á mottu og mús. Veldu um allt að 16.7 milljón lita.

Smelltu hér til að sækja G Hub forritið

Viltu meiri upplýsingar um LIGHTSYNC, sjá nánari upplýsingar hér.

Tvær tegundir af mottum

Hægt er að velja á milli G440 (hart undirlag) eða mjúkt undirlag. Hart undirlag tryggir hraðar hreyfingar á meðan mjúkt undirlag er fullkomið fyrir nákvæmari hreyfingar.

Helstu eiginleikar

  • Stærð músamottu: 32×27,5cm (án móttakara)
  • Hæð móttakara: 1cm
  • Þykkt músamottu: 2mm
  • Þykkt á hörðu undirlagi: 2mm
  • USB snúra fyrir músamottu (1,8m)

Í Kassanum

Innifalið í powerplay pakkanum er hörð músamotta, taumúsamotta, powerplay grunnurinn, gagna og hleðslustöð og rafmagnssnúra. Til þess að byrja spila, veldu þá það yfirborð sem að hentar þér, settu músamottuna í samband, tengdu hana við PC tölvuna þína og farðu að spila!

Krafa um stýrikerfi

Windows 7 eða nýrra, MacOS X eða nýrra. USB tengi fyrir rafmagn og uppsetningu, Internet tenging fyrir Logitech G Hub.

Powerplay

Lightspeed

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.