Fréttir Gaming

Ný upplifun með PlayStation VR2

20.02.2023

PlayStation VR2 sýndarveruleikagleraugun fyrir PlayStation 5 kom í sölu í ELKO 24. febrúar. Ertu tilbúin/n í nýja upplifun? Skoðaðu VR2 á elko.is.


Ný upplifun

Upplifðu heima sem virðast raunverulegir bæði hvað varðar útlit, hljóð og tilfinningu. Með PlayStation VR2 tekur Sony alvöru stökk áfram í heimi sýndarveruleikans.

Frábær gæði.

PlayStation VR2 er 4K HDR með 110° sjónvídd og nær að skapa útrúlega fullkomna heima og setja fram flókna grafík með kraftinum sem býr í PlayStation 5 tölvunni.

Láttu augun upplifa eitthvað nýtt með 4K High Dynamic Range myndefni sem kom stórkostlega út í sýndarveruleikaumhverfinu. Njóttu myndefnis í frábærum gæði þar sem tveir 2000×2040 OLED skjáir skila meira en fjórfaldari uplausn miðað við upprunalegu PlayStation VR græjuna og ekki skemmir fyrir að hafa allt að 120fps.

Nemi sem fylgist með augunum

Uppgötvaðu nýja tilfinningu í leikaspilun þegar þú ert í samskiptum við aðra inn í leikjaheiminum. Lítil mndavél (e. eye tracking camera) inn í gleraugunum nema þegar augun þín eru opin og fylgist hreyfingum þeirra og tilfinningum sem þau sýna, sem getur endurspeglast í aðstæðum í leiknum. Þetta gefur þér möguleika á að eiga samskipti við aðra leikjaspilara á spennandi nýjan máta. Augn-neminn fylgir líka sjónlínunni þinni þegar þú miðar eða líturí kringum þig og háþróuð tækni bætir sjónræna upplifun með því að stilla upplausnina og hjálpar þér að fókusa á það sem þú ert að horfa á.

Alvöru skynjun

Upplifðu hina byltingakenndu PlayStation VR2 Sense tækni sem skynjar hvert notandinn er að horfa, veitir viðbrögð (titring) bæði í gleraugun og stýripinnana í takt við það sem er að gerast í leikjum og upplifunum. Einnig er fullkomið þrívíddar hljóð sem gerir upplifunina ennþá raunverulegri.


Einföld uppsetning

Notendur geta hoppað beint í hasarinn þar sem uppsetning er mjög einföld og felst einungis í því að stinga einni snúru í samband við PlayStation 5 tölvuna.

Hversu mikið pláss þarftu?

Skilgreindu leiksvæðið til að njóta sem bestu leikjaupplifunar. Njóttu frelsis til að hreyfa þig með Roomscale eða spilaðu annað hvort sitjandi eða standandi, það fer eftir stærð rýmis hvað er í boði. Til að spila Roomscale leiki þarf að minnsta kosti 2×2 metra laust gólfpláss.


SENSE™ stýripinnarnir

Orb Hönnun

Njóttu frelsis til að hreyfa þig fyrir auðvelda og náttúrulega leikjaupplifun þökk sé vinnuvistfræðilega hönnunar á SENSE™ sem gerir þér kleift að einbeita þér algerlega að því að skoða heiminn sem þú ert í.

Snertiskynjarar fyrir fingur

Hreyfðu þig og hafðu samskipt við hluti og umhverfi á náttúrulegan hátt með fingur-snertiskynjun. Þó þú sért ekki að ýta á takka veit snertiskynjarinn hvernig höndin þín er staðsett, svo PlayStation VR2 Sense stýripinnarnir geta endurtekið nákvæmleg handahreyfingar þínar og látið þig teygja þig og snerta hluti í leikheimnum.

Þú getur haft samskipti með því að nota handamerki og framkvæmt nákvæmis verkefni.

Haptic Feedback

Fáðu svörun við viðbrögðum eða hreyfingum í leiknum. Með Haptic Feedback finnur þú allt frá fríngerðum nákvæmum titringi til kröftugs púls, mismunandi eftir því í hvaða leik þú ert í og hvernig hreyfing er framkvæmd. Finndu hvernig þú ert að skjóta eða slá með mismunandi vopnum, nota handverkfæri eða snerta mismunadi áferðir á hlutum og ferðast um mismunandi landslag.

Adaptive Triggers

Upplifðu mismunandi kraft og spennu þegar þú hefur samskipti við búnaðinn þinn og umhverfi. Allt frá því að draga til baka þyngri bogastreng, til að mylja hluti með höndunum þínum eða finna fyrir vopni í bardaga. e. Adaptive Triggers tengir þig líkamlega við aðgerðir þínar á skjánum.

Analog pinnar og takkar

Fáðu aðgang að auka möguleikum með hefðbundnum aðgerðum. Þríhyrningur, ferningur, kross og hringur eru takkar sem allir kannast við og eru á SENSE™ stýripinnanum. Auk þess eru pinnarnir með ‘Grip’ hnapp til að grípa hluti í leiknum.


Spennandi nýir heimar

Fjölmargir leikir koma út og verða fáanlegir á útgáfudegi PlayStation VR2, en þar á meðal er sýndarveruleika útgáfa af Gran Turismo 7, glænýr Horizon leikur, Star Wars leikurinn Tales from the Galaxy’s Edge, sérstök útgáfa af Resident Evil Village og margir fleiri.

Kayak VR: Mirage

With PS VR2’s foveated rendering and HDR OLED displays, Kayak VR: Mirage is looking sharper and more vibrant than ever. Whether you want to take it easy and enjoy the scenery or get your heart rate up and compete in the race mode, we’ve got you covered. And because paddling is so intuitive, it’s a great game to show off your new headset to friends and family.

– Leon van Oord, Founder, Better Than Life

What the Bat?

What The Bat? is a whimsical slapstick comedy from the people behind the anti-golf golfing game What The Golf? It’s a bit like What The Golf?, except instead of golf, it’s all about baseball, and it’s in VR, and you have bats instead of hands. Get swingin’, champ. In a series of increasingly absurd minigames, What the Bat? challenges you to live as a modern-day bat-girl, shooting, cooking, smashing, swinging, parking, painting, pickling, and even petting (there’s a dog). Experience fully immersive silliness in a first-person experience like no other.

– Peter Bruun, Game Director, Triband

Dæmi um leiki sem koma út á sama tíma og VR2 gleraugun eða eru væntanlegir eru hægt að sjá hér.


Hvað er í kassanum:

  • VR2 sýndarveruleikagleraugu
  • Sense stýripinnar L og R með áföstum ólum
  • USB snúra fyrir pörun og hleðslu
  • Stereó heyrnartól
  • Prentefni (leiðbeiningar)

Algengar spurningar – Spurt og svarað um PlayStation VR 2 gleraugun

  • Hvenær kemur VR2 út á Íslandi?
    • 24. febrúar 2023
  • Hvaða leikir eru væntanlegir fyrir VR2?
    • Fleiri en 20 leikir eru í þróun fyrir PS VR2 frá PlayStation Studios og frá þriðja aðila, þar á meðal Resident Evil Village, The Walking Dead: Saints & Sinners – Chapter 2: Retribution, No Man’s Sky, Star Wars: Tales from the Galaxy’s Edge, Demeo og PS VR2 Horizon Call of the Mountain.
  • Virkar PS VR2 með PlayStation 4?
    • Nei, PS VR2 virkar eingöngu með PlayStation 5.
  • Hversu löng snúra til að tengja við PS5 fylgir með?
    • Snúran sem fylgir með er 4,5 metrar.
  • Hvernig skjár er í PS VR2?
    • PR VR2 gleraugun eru með OLED skjá með upplausn 2000×2040 á hvert auga.
  • Hvað er sjónarsviðið í VR2?
    • PS VR2 heyrnartólið hefur um það bil 110° gráðu sjónsvið.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.