Fréttir Fróðleikur

Nýjar orkumerkingar

29.03.2021

Evrópusambandið hefur endurskoðað og betrumbætt orkumerkingar til samræmis við þarfir notenda. Núverandi orkunýtniflokkar, A+++ til G, hafa sífellt minni áhrif. Orkunýtniflokkar með mismunandi fjölda „+“ gefa ekki nægilegar skýrar upplýsingar og nú þegar eru flestar vörur í 2-3 efstu flokkunum. Þetta gerir neytendum erfitt fyrir við að velja orkunýtnustu vörurnar.

Nýju merkimiðarnir sem verða sýnilegir í verslunum og í vefverslunum munu aðeins sýna orkunýtniflokka A til G. Uppfærsla orkumerkinga færir bestu vörurnar niður þannig að þær lenda meira á miðjum kvarðanum svo að það verði svigrúm til úrbóta efst á kvarðanum. Athugið að

Þetta mun leiða til mikilla úrbóta miðað við núverandi merkingar þar sem vörur í dag hafa „náð toppnum“ og hvatinn til frekari þróunar verður minni. Krafan um hin ýmsu stig verður strangari, svo miklar endurbætur verða nauðsynlegar til að vörurnar geti stigið einu stigi upp á kvarðanum A-G.

Hægt er að kynna sér skýrsluna frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hér.

Nýju orkumerkimiðarnir

Nýi merkimiðinn notar samræmda orkunýtniflokka, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++/A+ munu hverfa.

ATH. ný orkumerki gilda frá 1. mars 2021. Þar til nýja orkumerkið byrjar gildir gamla orkumerkið. Þú getur því fengið tvö mismunandi orkumerki fyrir vöruna þar sem birgjarnir senda nú með tvöföldum orkumerkjum. Frá og með 1 desember 2021 má ekki lengur selja vörur með gamla orkumiðanum.

Munurinn á gamla og nýja orkumerkimiðanum

  • Nýi merkimiðinn notar samræmda orkunýtniflokka, A til G, fyrir allar vörur. Orkunýtniflokkarnir A+++, A++ og A+ munu hverfa.
  • Merkimiðinn verður tengdur við gagnagrunn sem auðveldar neytendum að sjá eiginleika vörunnar.
  • Orkunotkun varanna er sýnd á meira áberandi og einsleitari hátt í miðhluta merkimiðans.
  • Í neðri hluta merkimiðans eru ýmis myndtákn sem skýra tiltekna eiginleika vörunnar. Nokkur þeirra eru eins og á gamla merkimiðanum, sum hafa verið endurgerð og sum eru ný.

Hvaða orkumerkimiðar verða endurnýjaðir?

Nýju orkumerkimiðarnir munu eiga við um kælitæki, þvottavélar, þvottavélar með þurrkara, uppþvottavélar, sjónvörp og rafeindaskjái sem og ljósgjafa og vínkæla.

Kælitæki með frysti

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Mismunandi myndtákn fyrir kælihólf
• Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um
flokk hávaðamengunar

Þvottavélar

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Orkunotkun tilgreind sem vegin orkunotkun hverjar 100 þvottalotur
• Nafnafköst fyrir eco 40-60-kerfi
• Vegin vatnsnotkun á hverja þvottalotu
• Lengd eco 40-60-kerfisins
• Mismunandi myndtákn fyrir hávaðamengun og viðbótarupplýsingar um
flokk hávaðamengunar

Þvottavél með þurrkara

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Orkunotkun tilgreind sem vegin orkunotkun á hverja 100 þvottalotur
• Nafnafköst fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott
• Vegin vatnsnotkun fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott
• Hávaðamengun við þeytivindu að meðtöldum flokki hávaðamengunar
• Lengd kerfa fyrir þvott og þurrkun samanlagt og fyrir þvott

Uppþvottavélar

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Orkunotkun tilgreind sem orkunotkun í eco-kerfi á hverja 100 þvottalotur
• Vegin vatnsnotkun á hverja lotu í eco-kerfi
• Lengd eco-kerfis
• Hávaðamengun og flokkur hávaðamengunar

Sjónvörp og rafeindaskjáir

Munur á nýja og gamla merkimiðanum (fyrir utan orkunýtniflokka)
• Orkunotkun tilgreind á hverjar 1000 klukkustundir
• Orkunotkun tilgreind á hverjar 1000 klukkustundir í HDR
• Afl (W) ekki tilgreint
• Ekki lengur táknmynd fyrir rofa
• Lárétt og lóðrétt upplausn myndeinda tilgreind

Ljósgjafar

• Enginn munur á upplýsingum á nýja og gamla merkimiðanum, fyrir utan
orkunýtniflokka

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.