Fróðleikur

Öryggisatriði fyrir rafmagnshlaupahjól

30.09.2021

Praktísk atriði tengd hlaupahjólum

Rafmagnshlaupahjól er nýr umhverfisvænn og skemmtilegur ferðamáti. Leggðu bílnum, slepptu umferðarteppunum og farðu í vinnuna á hlaupahjólinu. Auðvelt er að komast hratt á milli staða án þess að svitna. Hlaupahjól eru orðin mjög vinsæl og notendur hjólanna eru á öllum aldri. 

Rafmagnshlaupahjól

Hvernig hlaupahjól hentar þér?

Hlaupahjól koma í ýmsum stærðum, gerðum og verðflokkum. Það er því um að gera að kanna fyrst hvernig týpa hentar þér. Það sem aðgreinir hlaupahjólin helst er hámarkshraði og rafhlöðuending. Sum hjólin komast að hámarki upp í 20 km/klst sem hentar vel innan borgarmarkanna á meðan önnur komast enn hraðar. Það er hinsvegar mikilvægt að fara eftir umferðarreglum. Hlaupahjólin eru misþung og bera mismikinn þunga. Sum hjólin tengjast beint í samband, önnur eru með fjarlægjanlega rafhlöðu og sum bjóða upp á auka rafhlpöðu fyrir lengri ferðalög. Margir framleiðendur bjóða einnig upp á tengingu við smáforrit sem getur gert þér kleift að fylgjast með staðsetningu hlaupahjólsins, læsa því úr símanum og setja upp stillingar og læsa hraðanum.

Hlaupahjól eru einnig tilvalin til notkunar í stærri fyrirtækjum þar sem starfsmenn þurfa að ferðast langar vegalengdir á milli rýma. T.d. á hótelum, sjúkrahúsum,  flugvöllum og stórum vöruhúsum.

Óháð því hvernig hlaupahjól er keypt þá er mikilvægt að gæta fyllstu varúðar. Notum hjálm, förum eftir öryggisreglum og lesum leiðbeiningarnar!


Áður en þú notar hjólið.

Hér eru nokkur atriði sem þarf að passa upp á fyrir fyrstu notkun.

 1. Við mælum með að þú tekur mynd af serial númer á hjólinu og/eða skráir það niður. Ef hjólinu yrði stolið óskar lögreglan eftir að fá serialnúmer af hjóli og því góður varnagli að eiga það númer skráð, ef hjól finnst er þá hægt að finna út hvort það er þitt hjól.
 2. Mikilvægt er að skoða að nægilegt loft sé í dekkjum fyrir notkun. Ef ekki er nægt loft í dekkjum eykur það verulega líkur á að dekk springi. Loftþrýstingur í dekkjum skal vera 50 PSI.
 3. Farðu vel með rafhlöðuna á hjólinu. Það þarf að hlaða hjólið upp í 100% hleðslu áður en þú notar hjólið í fyrsta skipti. Ákjósanleg notkun á rafhlöðu er að hlaða hana áður en hún tæmist alveg. Einnig skal passa uppá að hlaða hjólið reglulega yfir vetrartímann eða þegar hjólið er ekki í reglulegri notkun til að lengja líftíma rafhlöðu.

Öryggisatriði fyrir hlaupahjól

Samkvæmt lögum þá má ekki keyra hlaupahjól hraðar en 25 km/klst og einungis má ferðast á göngu- eða hjólreiðastígum. Á Íslandi er hægri umferð og því er æskilegt að halda sig hægra megin á stígunum til þess að vera réttu megin þegar þú mætir öðrum vegfarendum. Mikilvægt er að gæta fyllsta öryggis: Nota hjálm, fylgja umferðarreglum og passa upp á aðra vegfarendur. Hlaupahjól eru mjög hljóðlát og því mikilvægt að nota bjölluna til að láta vita af sér. Þegar það er myrkur þá er nauðsynlegt að vera með ljós á hlaupahjólunum þannig að þau sjáist almennilega. Góður lás getur komið í veg fyrir þjófnað**. Hér er hægt að skoða hjálma og aukahluti á elko.is.

**Skráðu niður serialnúmer eða taktu mynd af því svo þú getur flétt því upp ef hjólinu er stolið og tilkynnt til lögreglu.


Notkunarleiðbeiningar

Hér eru 15 atriði sem gott er að hafa í huga þegar ferðast er um á hlaupahjólum.

 1. Fylgdu umferðarreglum.
 2. Barn yngra en 16 ára skal nota hjálm við notkun á hlaupahjóli og hjálmurinn þarf að vera í réttri stærð og rétt stilltur. Mælt er með að fullorðnir noti einnig hjálm enda mikilvægur öryggisbúnaður.
 3. það er ólöglegt að eiga við rafhlaupahjól þannig að þau komist hraðar en 25 km/klst. Ábyrgð fellur úr gildi ef búið er að eiga við hugbúnað og/eða innviði hjólsins.
 4. Mikilvægt er að vera alltaf með báðar hendur á stýrinu á ferð.
 5. Ekki nota hlaupahjólið í rigningu, hálku eða bleytu.
 6. Skylt er að vera með ljós þegar skyggja tekur.
 7. Ef hjólastígur er samhliða gangstétt eða göngustíg skal notast við hjólastíga frekar en gangstétt eða gangstíg.
 8. Stígar og götur á Íslandi eru misgóðar og því er mikilvægt að vera með góð dekk sem eru slitþolin, og passa loftþrýsing í dekkjum ef loftdekk.
 9. Passið að sveigja framhjá hlutum og ójöfnum þannig að ekki komi högg á hjólið.
 10. Akið hægt á ójöfnum vegum og beygið hnén lítillega.
 11. Ekki hengja töskur eða þunga hluti á stýrið þá getur hjólið dottið framfyrir sig.
 12. Notkun á farsímum og öðrum snjalltækjum á hjóli er bönnuð samkvæmt lögum. Stöðva ber hjólið áður en síminn er notaður.
 13. Notkun hjóla undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna er bönnuð með lögum.
 14. Ekki fara upp eða niður tröppur á hlaupahjólinu.
 15. Gott er að vera með hliðarspegil á hjólinu til þess að auka öryggið..
 16. Þegar hjólað er innanhúss þá er mikilvægt að vara sig á hurðakörmum, ljósum eða öðru sem getur verið fyrir ofan augnlínu.
 17. Mikilvægt er að hægja vel á sér og gæta vel að umferð um akbrautina. Ef hjólandi er óhætt að fara yfir skal það gert á gönguhraða. Þegar hjólandi kemur að ljósastýrðum gatnamótum eða gangbrautum ber honum líkt og öðrum vegfarendum að stöðva á rauðu ljósi og fara ekki yfir fyrr en grænt ljós hefur kviknað.
 18. Leggja skal rafhlaupahjóli þannig að það það hindri ekki för annarra vegfarenda, valdi óþægindum eða skapi slysahættu. Rafhlaupahjólum skal ekki lagt á miðri gangstétt, stígum, við rampa, fyrir inngöngum húsa eða við gönguþveranir

Hér er hægt að skoða úrval hlaupahjóla á elko.is.


Mikilvægt er að lesa leiðbeiningar fyrir notkun. Hægt er að skoðað leiðbeiningar fyrir hlaupahjól sem ELKO selur hér.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar frá Samgöngustofnun um vélknúin hlaupahjól (rafmagnshlaupahjól).

Blogg uppfært 30. september 2021.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.