Fréttir Fróðleikur

Samsung Galaxy S22 | S22+ | S22 Ultra

25.04.2022

í Febrúar 2022 kynnti Samsung björtustu stjörnuna á vetrarbrautinni, Galaxy S22 Ultra ásamt S22 og S22+. Forsalan fór fram úr væntingum Samsung og voru síðustu forseldu eintökin afhend í apríl.

Hönnun sem endist 

  Mjúkar hreyfingar á skjánum ásamt lágstemmdum linsum. Galaxy S22 er með eina samfellda hönnun, sem lítur vel út. Og með sterkasta skjá Samsung hingað til, Gorilla Glass Victus + og IP68 vatnsvörn, ásamt sterkbyggðu áli, Armor Aluminum, sem gerir það að verkum að óhöpp verða sjaldan.

Kraftur

Afl síma veltur á mörgum þáttum. Í Galaxy S22 er nýjasti og öflugasti örgjörvi Samsung hingað til, Exynos 2200. En það er ekki það eina sem gerir símann hraðan og öflugan. Hugbúnaðurinn er líka mikilvægur þáttur og er að sjálfsögðu sérstilltur fyrir vélbúnaðinn. Samsung framleiðir flesta íhluti svo þeir geta hámarkað samspil hugbúnaðar og símans.

Rafhlaða

Rafhlaðan er ekki aðeins kröftug, heldur einnig snjöll. Með því að læra á notkun þína sparar hún orku og endist lengur. Að sjálfsögðu er Galaxy S22 með nýjustu hraðhleðslutækni sem hleður símann upp í 50% á einungis 30 mínútum.


Skjár

6,8’’ Full HD+ Dynamic AMOLED skjárinn þekur framhlið símans nánast algjörlega. Hraðari skjár skapar notendavænna og þægilegra viðmót. Erfitt er að lýsa hversu magnaður 120Hz skjárinn er, þú þarft að prófa og finna muninn. Skjárinn breytir sjálfkrafa endurnýjunartíðni, 10 Hz þegar engin hreyfing er á skjá og allt að 120 Hz í leikjaspilun. Skjárinn er bjartur og litirnir frábærir, sem gerir þér kleift að horfa á kvikmynd inni eða úti í björtu sólarljósi.

S Penni

Með S Pennanum geturðu punktað niður og glósað á fljótan máta eða gert teikningar. Auk þess er hægt að breyta skrift í tölvutexta og svo vista sem PDF eða Word skjal, eða jafnvel sem myndir.

Myndavélar

Farsíminn sem bætir hvert augnablik. Galaxy S22 Ultra er með frábærum myndavélum, og þökk sé gervigreindinni er auðvelt að taka myndir og myndbönd eins og fagmaður. S22 Ultra er með fjórum bakmyndavélum sem vinna vel saman ásamt laser fókus sem setur gerir myndina skarpa samstundis. Allt svo þú missir ekki af neinu. 108 MP myndavélin tekur ótrúlega skarpar myndir, stútfullar af smáatriðum. Miðað við S21 Ultra er myndavélin með 64 sinnum betri litadýpt og skýrari myndir. Með hærri upplausn er hægt að klippa myndir, stækka viðfang og myndin er skörp áfram. Þrívíddargreining færir sjálfur á næsta stig. Með gervigreind og þrívíddargreiningu dýpt og vídda er auðvelt að taka frábærar sjálfur með bokeh áhrifum sem gera bakgrunn óskýrari og setja andlitið í miðjuna með góðri lýsingu.

8K myndbönd

Það hefur alltaf reynst erfitt að ná fullkomna augnablikinu, sérstaklega í myrkri. En sá tími er liðinni. Galaxy S22 Ultra gjörbyltir möguleikum myndbandsupptöku með 8K myndböndum og ótrúlega ljósnæmum nema. Myndavélin er með auknum myndstöðugleika sem kemur í veg fyrir óskýrar myndir. Ásamt því eru myndbönd fallegri en áður með 12-bit HDR, sem birtir 60 milljarða lita – 64 sinnum fleiri en hægt er með 10-bit HDR.

Director‘s View

Galaxy S22 Ultra gerir þig að leikstjóra með Director‘s View. Horfðu úr öllum þremur myndavélunum á sama tíma, veldu bestu sjónarhornin og skapaðu ótrúlegt myndefni, sem hægt er að deila á augabragði. Einnig er hægt að skipta á milli aðalmyndavélar og sjálfumyndavélar í sömu upptöku.

Snapchat

Í samvinnu við Snapchat bætir Samsung snöppin þín. Nýttu snjöllu eiginleika S22 símanna beint í Snapchat-smáforritinu. Skapaðu frábær snöpp með Space Zoom, Night Mode, VDIS og HDR video. Alltaf í frábærum gæðum.

Samsung Galaxy S22 Ultra kemur í fjórum litum og í 128GB, 256GB og 512GB útfærslum.


Myndavélar

Farsíminn sem bætir hvert augnablik. Galaxy S22 er með skörpum myndavélum, og þökk sé gervigreindinni er auðvelt að taka myndir og myndbönd eins og fagmaður. Bakmyndavélarnar þrjár vinna vel saman og með þeim ertu tilbúinn í allar kringumstæður. 50 MP, telephoto, gleiðlinsa og dýptarnemi. Þrívíddargreining færir sjálfur á næsta stig. Með gervigreind og þrívíddargreiningu dýpt og vídda er auðvelt að taka frábærar sjálfur með bokeháhrifum sem gera bakgrunn óskýrari og setja andlitið í miðjuna með góðri lýsingu.

Director‘s View

Galaxy S22 gerir þig að leikstjóra með Director‘s View. Horfðu úr öllum þremur myndavélunum á sama tíma, veldu bestu sjónarhornin og skapaðu ótrúlegt myndefni, sem hægt er að deila á augabragði. Einnig er hægt að skipta á milli aðalmyndavélar og sjálfumyndavélar í sömu upptöku.

Snapchat

Í samvinnu við Snapchat bætir Samsung snöppin þín. Nýttu snjöllu eiginleika S22 símanna beint í Snapchat-smáforritinu. Skapaðu frábær snöpp með Space Zoom, Night Mode, VDIS og HDRvideo. Alltaf í frábærum gæðum.

Skjár

6,1’’ Full HD+ Dynamic AMOLED skjárinn þekur framhlið símans nánast algjörlega. Hraðari skjár skapar notendavænna og þægilegra viðmót. Erfitt er að lýsa hversu magnaður 120Hz skjárinn er, þú þarft að prófa og finna muninn. Skjárinn breytir sjálfkrafa endurnýjunartíðni, 10 Hz þegar engin hreyfing er á skjá og allt að 120 Hz í leikjaspilun. Skjárinn er bjartur og litirnir frábærir, sem gerir þér kleift að horfa á kvikmynd inni eða úti í björtu sólarljósi.

Rafhlaða

Rafhlaðan er ekki aðeins kröftug, heldur einnig snjöll. Galaxy S22 er með 3700mAh rafhlöðu og S22+ með 4500mAh.


Hér er samanburður á S22, S22+ og S22 Ultra. Hvaða sími hentar þér?


Smelltu hér til að skoða alla Galaxy S22 síma.

Blogg uppfært 25.4.2022

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.