Fróðleikur

Samsung Health

1.02.2018

Hvað er Samsung Health?

Samsung Health er smáforrit sem er innbyggt í alla Samsung síma. Það hafa ekki allir gefið því gaum en í dag eru fleiri og fleiri að átta sig á ágæti þessa stórkostlega smáforrits!

Allsherjar heilsugúrú

Þú getur skráð inn allt sem viðkemur deginum þínum og haldið þannig utan um hvað þú borðar, hvað þú drekkur mikið vatn eða kaffi, hvað þú hreyfir þig mikið, hvernig og í hve langan tíma. Svo reiknar Samsung Health út hversu margar kaloríur þú borðaðir, hversu mörgun kaloríum þú brenndir o.s.frv.

Það sem er líka alveg magnað og gott að hafa að til minnis er að þú getur mælt púlsinn þinn hvenær sem er, til dæmis á morgnana, eftirmiðdag, eftir æfingu, eftir mat, fyrir svefninn. Það getur þú með því að ýta á púls“takkann“ og leggja fingurinn á púlsmælinn sem er við hliðina á linsunni aftan á símanum þínum (þar sem flassið er yfirleitt líka). Með þessu mælir Samsung Health streitu í leiðinni. Ef streitustigið er orðið í hærra lagi hjá þér leggur forritið til að þú gerir öndunaræfingu sem það leiðir þig einnig í gegn um.

Komdu út að leika!

Sumir þurfa meiri hvatningu en aðrir. Sumir þurfa aðeins að heyra orðið „keppni“ og þá eru þeir til. Til að stuðla að meiri hreyfingu hjá fólki útbjó Samsung leik í Samsung Health þar sem þú getur keppt við vini þína eða fólk út um allan heim. Þú gengur í gegn um ýmis borð og heima og safnar stigum og stjörnum. Nú er gangan komin með annan tilgang!

Einkaþjálfun

Það kannast allir við að fara á æfingu …dóla sér á milli tækja og æfinga og fá minna út úr æfingunni en lagt var upp með í byrjun. Í Samsung Health getur þú skoðað fjöldan allan af æfingum, minni og stærri settum sem ættu að henta öllum.  Þetta er sett saman af sérfræðingum til að auðvelda fólki að ná árangri og að fá meira út úr æfingunum og tímanum sem það gefur sér í að æfa.

Það kannast flestir við Samsung Health smáforritið úr símanum sínum en ótrúlega margir hafa ekki prófað að nýta sér kostinn. Æ fleiri eru þó að ranka við sér og eru margir farnir að fylgjast með árangri sínum alla daga í gegn um forritið.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.