Fróðleikur

Samsung The Frame

4.09.2019

Meira en bara sjónvarp.

Sjónvarp þegar kveikt. Listaverk þegar slökkt.

Samsung The Frame er ljósmynd, málverk og snjallsjónvarp, allt í einu tæki. Auðveldasta leiðin til að útskýra hvað ‘The Frame’ er, er að segja Sjónvarp þegar kveikt. Listaverk þegar slökkt.

Yfirleitt er sjónvarp staðsett þannig að það er sá hlutur í herberginu sem fangar hvað mesta athygli. Minimalískt útlit gerir The Frame kleift að passa snyrtilega í innréttuð rými, betur en venjulegt sjónvarp myndi gera.
Svo má náttúrulega ekki gleyma að þetta er vandaðasti og flottasti stafræni myndaramminn á markaðnum.

Samsung The Frame sjónvarpið
Þú velur listaverkið eða ljósmyndina

The Frame hefur þá sérstöðu að þegar ekki er verið að horfa á sjónvarpsefni í því fer það í “Art Mode”. Þannig má segja að þegar “slökkt” er á sjónvarpinu þá þjónar það öðrum tilgangi, sem ljósmynd eða málverk. Birtan er skrúfuð umtalsvert niður til að baklýsingin sjáist ekki og eyðir sjónvarpið aðeins brotabroti af því rafmagni sem þarf til að nota tækið sem sjónvarp. Þess má geta að það er birtuskynjari í tækinu sem ákvarðar birtustigið á myndinni í samræmi við aðstæður.

Ef þú vilt nota þínar eigin ljósmyndir getur þú halað þeim niður úr síma í gegnum smáforrit eða með USB lykli.

Hönnun á The Frame er mjög stílhrein og þegar þú notar veggfestinguna sem fylgir fellur tækið alveg upp að veggnum eins og myndarammi. Aðeins ein snúra er úr tækinu sem fer í tengibox fyrir rafmagn, HDMI og fleira.

Veldu ramma sem hentar þínum stíl.

Hægt er að velja um þrjá liti af römmum og þeir eru seldir sér. Litirnir sem um er að velja er hvítur, ljós- eða dökkur viður. The Frame eitt og sér er grár málm rammi en lituðu rammarnir festast á með segli. Mjög einfalt er að skipta um ramma.

QLED frábær myndgæði

QLED: Nýjasta tæknin frá Samsung, Quantum Dot er nanóagna sía sem gerir það að verkum að myndin lítur jafn vel út frá öllum sjónarhornum. Skarpari línur og bjartari litir en nokkru sinni fyrr.

MiraCast: Miracast notar WiFi Direct svo að tenging við WiFi net er óþörf. Þú getur tengt annan WiFi búnað við sjónvarpið, eins og t.d. snjallsíma eða spjaldtölvu og birt efni úr því í sjónvarpinu.

Tizen: Tizen snjallkerfið er hannað til að gefa þér á auðveldan hátt aðgang að uppáhaldsefninu í Samsung sjónvarpinu. Þú hefur aðgang að uppáhalds tónlistinni, myndunum, seríunum og samfélagsmiðlunum með nokkrum smellum á fjarstýringuna. Þú getur svo bætt við forritum (e. apps) til að betrumbæta Tizen.

4K/UHD upplausn: 4K/UHD upplausn (3840x2160pix) þýðir fjórum sinnum fleiri pixlar en í Full HD sjónvarpi (1920×1080). 4K er besta mögulega upplausn sem tæknin býður upp á í dag og er því sjónvarp með þeirri upplausn fjárfesting til framtíðar. Einnig getur þú fengið bestu mögulegu gæðin núna með UHD uppskölun á Full HD eða HD Ready efni.

HDR (High Dynamic Range): HDR 10+ tryggir að sá litur sem er dekkstur er svartur og hvítur litur er bjartur. Þú færð náttúrulegri liti með fleiri litum og litbrigðum. HDR tækni færir upplifun úr sjónvarpinu nær raunveruleikanum.

Auðvelt að finna, auðvelt að nota.

Ein einföld fjarstýring og smáforrit í snjallsímann.

Stjórnaðu sjónvarpinu og því sem er tengt við það með einfaldri fjarstýringu. Fjarstýringin er með sér Netflix takka. Þú getur einnig sótt smáforrit í snjallsímann og notað það til að velja listaverk fyrir sjónvarpið.

Ekkert mál að tengja

Samsung The Frame er tilbúið fyrir snjallheimilið.

Þú getur notað Bixby raddstýringu til að stjórna tækinu, hvað þú ert að horfa á og einnig stilla á listaverk (e. Turn Art Mode on).

Það er hægt að tengja það við Amazon Alexa eða Google Home snjallhátalara til að stjórna tækinu með raddstýringu, skipta um stöð, breytta hljóðstyrknum og fleira með röddinni.

AirPlay 2 er innbyggt í sjónvarpið og því auðvelt að streyma og deila efni frá Apple búnaði. Spilaðu myndbönd, tónlist og fleira frá iPhone, iPad eða Mac í The Frame án vandræða.

Hvað er í kassanum. Fylgirhlutir með The Frame frá Samsung.

Með The Frame fylgir ‘No Gap’ veggfesting sem tryggir að tækið leggst alveg upp við vegginn, ein snúra úr tækinu og tengibox.

Samsung The Frame LS03 er fáanlegt í fjórum stærðum, 43“, 49“, 55“ og 65“. Skoðaðu úrvalið á vefsíðu ELKO, elko.is.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.