Fróðleikur

Snjallir ofnastillar – Danfoss

10.09.2018

Jú, ofnastillar geta verið snjallir!

Fæstir hugsa mikið um ofnastillana heima hjá sér nema þegar kólnandi fer í veðri á haustin. Þá lenda sumir í því að vakna með kaldar tær og vildu óska þess að hægt væri að stýra ofnunum á heimilinu betur til að halda jafnari hita yfir daginn.

Nú er tíðin sú að heimili eru að vera snjallari með nýjum og betri lausnum. Þess vegna spyrjum við okkur hvers vegna það ætti ekki líka að eiga við um hitastýringu heimilisins? Viti menn, lausnin er til!

Danfoss Eco

Danfoss Eco er snjall ofnastillir með upplýstum skjá sem stýrist ýmist á venjulegan máta á ofnastillinum sjálfum eða með appi. Hann nær tengingu við símann með Bluetooth og virkar því einn stillir í einu í forritinu, þ.e. ekki allir ofnar heimilisins í einu. Þegar þú kemur í u.þ.b. 10 m nálægt við ofninn kemur hann upp í forritinu og þú getur stillt hitann á símanum.

Danfoss Link

Danfoss Link er heilsteypt þráðlaust kerfi sem notast við þráðlausa netið á heimilinu. Þá byrjar maður á því að kaupa startpakka með heimastöð sem er með snertiskjá og örþunnri veggfestingu ásamt þremur ofnastillum. Heimastöðin tengist skýi í gegnum wifi og virkar með appi í síma sem getur stjórnað öllum ofnastillunum í einu.

Ofnastillarnir sjálfir tala við stjórnstöðina með RF útvarpsbylgjum til þess að taka ekki upp „pláss“ á routernum þínum. Hægt er svo að kaupa ofnastilla til að bæta við í kerfið. Við hverja stjórnstöð er hægt að para allt að 30 ofnastilla og hentar því kerfið í vel flest hús. Með Link kerfi er hægt að setja upp dagskrá sem hentar fjölskyldunni, t.d. til að hafa kaldara á nóttunni eða halda jöfnu hitastigi í sumarbústað þegar maður er ekki á staðnum. 

Af hverju ætti ég að skipta?

Það eru nokkrar góðar ástæður fyrir því að skipta út venjulegum ofnastillum yfir í snjallofnastilla.

  • Sparnaður – Bara við það eitt að skipta gamla ofnastillinum fyrir annað hvort Eco eða Link tryggir sparnað á hitaveitu því ofnastillarnir læra á notkunina.
  • Þægindi – Upplýstur skjár, smáforrit og nákvæm stýring með rafeindastýringu gerir notkunina þæginlegri. Bæði er innbyggður hitamælir fyrir hitastig herbergis og fyrir hitastig ofns og lærir ofnastillirinn á breytingar beggja vegna. Það sem gerir ofnastillana svo hagkvæma er þessi snjalli eiginleiki. Sem dæmi rjúka þeir ekki upp á fullan hita eftir að gluggi er opnaður fyrir ferskt loft. Þeir passa almennt að fara ekki á fullt eða slökkva á sér að óþörfu því það er hagstæðara að halda stöðugum litlum straumi.
  • Einföld uppsetning – Nýju snjallofnastillarnir koma með millistykkjum svo að hver sem er ætti að geta skipt út gamla ofnastillinum af nánast hvaða ofni sem er.
  • Minna viðhald – Ofnastilarnir eru með innbyggðri klukku og passa upp á að pinninn í ventlinum á ofninum hreyfist reglulega og festist ekki, sem gerist gjarnan í ofnum.
  • Góð ending – Báðar týpur notast við venjulegar AA rafhlöður (2 stk.) en fylgja þær ekki með í pakkanum. Gert er ráð fyrir allt að tveggja ára rafhlöðuendingu.
  • Stuðningur á íslensku – Bæði eru pakkningar og leiðbeiningar á íslensku.

Smelltu hér til að sjá allar Danfoss vörurnar á elko.is

 

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.