Fróðleikur

Stjórnaðu skjátíma barnanna

13.02.2019

Með þráðlausu fjölskylduneti í Google WiFi-appinu getur þú haft fulla stjórn á internetnotkun barnanna og skjátímanum.

Google Wifi

Börn eyða meiri og meiri tíma fyrir framan skjáinn. Þar horfa þau á YouTube, eru á samfélagsmiðlum, streyma og spila tölvuleiki. Oft getur verið erfitt að fá börnin til að standa upp úr sófanum og fara frá skjánum, til að fara út og hitta vini sína eða eiga gæðastund með fjölskyldunni. Google WiFi auðveldar þér að stjórna internet notkun barna þinna.

Stýrðu því hvenær netið er í boði

Þráðlausa fjölskyldunetið gerir þér kleift að stjórna því hvenær er kveikt á þráðlausa netinu. Þannig getur þú lokað á þráðlaust net heimilisins á ákveðnum tímum dags, stjórnað því hvaða tæki hafa aðgengi að netinu og lokað fyrir aðgang að efni á vefnum sem þú vilt ekki að börnin komist í.

Sjálfvirk lokun á síðum

Google WiFi forritið og SafeSearch-tæknin gerir þér kleift að loka og sía út þær vefsíður sem að innihalda kynferðislegt og annað óæskilegt efni. Site blocking, er nýjasti eiginleikinn á fjölskyldustýringu Google WiFi. Hann gerir þér kleift að loka fyrir aðgang að yfir 8 milljón vefsíðna sem eru ekki barnvænar.

Búðu til hópa með mismunandi aðgengi

Með merkingum (e. Labels), getur þú auðveldlega stjórnað hvaða efni hin ýmsu tæki heimilisins hafa aðgang að. Þú getur búið til sameiginlegan hóp fyrir börnin, eða ef barnið á nokkur tæki eins og spjaldtölvu og farsíma. Þegar þú ert búin að útbúa merkingar þá getur þú auðveldlega fylgst með hvað er að gerast á netinu.

Slökktu á WiFi aðganginum á ákveðnum tímum

Með því að nota Google WiFi forritið getur þú auðveldlega stjórnað því hvenær og hvernig börnin hafa aðgang að internetinu. Þú getur notað forritið hvar sem er og séð hvaða tæki eru tengd. Þú getur einnig gert hlé á netaðgangi fyrir tiltekin tæki. Þú getur til dæmis stöðvað internetaðgengi á ákveðnum tímum þegar börnin eiga að vinna heimavinnuna, borða eða fara að sofa. Þegar hléinu er lokið þá tengjast tækin sjálfkrafa aftur við netið. Í appinu getur þú einnig gert undantekningar á föstum hléum.

Fylgstu með á blogginu þar sem við munum birta fleiri leiðir til að stjórna skjánotkun barna.

Sjáðu Google Wifi kerfið á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.