fbpx
Fróðleikur

Mikilvægt að hreinsa síuna á þvottavélinni!

26.09.2017

Það eru alls ekki allir sem vita að neðst á þvottavélinni er lítið hólf sem þarf að losa annað slagið og þrífa. Þarna getur ýmislegt komið í ljós, smáhlutir sem óvart fóru í þvott, ló, hár og (eins og fólk með leikskólabörn kannast vel við) STEINAR :D!

Já margt leynist í síunni og mikilvægt er að hreinsa hana reglulega til að stífla ekki þvottavélina.

Þetta er smá fyrirhöfn en töluvert minni fyrirhöfn en að fara með þvottavélina til viðgerðaraðila.

Hér eru einfaldar leiðbeiningar um hvernig þú hreinsar síuna:
• Leggðu handklæði á gólfið undir hólfið og gott er að vera með fat sem rúmast þarna, eins og bökunarplötu.
• Opnaðu smelluhólfið (ath að þau eru misjöfn eftir tegundum þvottavélanna)
• Skrúfaðu tappann úr (Þarna getur komið smá sull!)
• Leyfðu vatninu að flæða úr ásamt því sem safnast hefur upp
• Hreinsaðu síuna og hólfið
• Skrúfaðu tappann aftur í og lokaðu hólfinu

Góða skemmtun!

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.