Fróðleikur

Svona hugsar þú vel um þvottavélina

21.01.2020

Hvort sem þvottahúsið er lítið eða stórt þá er alltaf hægt að halda því fínu og fersku og skiptir þá miklu máli að þvottvélin sjálf sé hrein.


Það er dýrt spaug að þurfa að endurnýja tækin í þvottahúsinu vegna „slæmrar“ umgengni. Þegar þú fjárfestir í nýrri þvottavél langar þig væntanlega að halda í gæði hennar sem lengst, enda eiga þær að endast í allgóðan tíma.

Því miður getum við ekki séð fyrir óhöpp eða framleiðslugalla EN við getum svo sannarlega haldið þeim eins og nýjum með nokkrum góðum en laufléttum umgengnisreglum.

Umgengisreglur fyrir þvottavélar

  • Stilltu á 90°C þvottakerfi reglulega (allavega 2-4 sinnum í mánuði)
  • Skildu hurðina eftir opna á milli þvotta
  • Slepptu mýkingarefni
  • Þrífðu sápuhólf og skúffu á mánaðar eða tveggja mánaða fresti
  • Þurrkaðu af þvottavélinni að utanverðu með rökum klút og borðediki reglulega, einnig af hurðinni, bæði að innan og utanverðu.
  • Þrífðu gúmmíhringinn reglulega með heitu vatni.
  • Hreinsaðu síu (gildru) reglulega (3-6 sinnum á ári).

Ekki rækta myglu og bakteríur

Með því að þvo á háum hita eins og 90°c þá nær hún að drepa bakteríur og losað sig við sveppi sem geta annars valdið myglu.
Þvottavélin fær einnig að anda þegar hurðin er opin svo rakinn kemst út.

Mygla elskar mýkingarefni!

Mygla er algengari í þvottavélum þar sem notuð eru mýkingarefni. Ástæðan fyrir því getur verið að mýkingarefni skilja eftir sig þunna húð innan í mýkingarefnishólfinu og í slöngum sem liggja þaðan niður í þvottavélina. Þetta getur verið mjög vistvænt fyrir myglusvepp því hann þarf bara raka og einhverjar leifar af lífrænum efnum til vaxtar og viðhalds.
Mýkingarefni eru gagnslítil, í raun ekkert annað en skaðleg. Þvottur með mýkingarefnum skolar úr fötunum náttúruleg óhreinindi eins og svita, húðfitu og mold úr garðinum en húðar þau svo með öðrum óhreinindum, ónáttúrulegum efnakokteil. Þetta getur hæglega verið efni í aðra grein þannig að í stuttu máli er mýkingarefni slæmt fyrir húðina, líkamann, þvottavélina, umhverfið og náttúruna.

Þú getur sett ilmolíur í staðinn fyrir mýkingarefni til að gefa þvottinum ferskan ilm. Ilmolíur sem eru vinsælastar fyrir þessa notkun eru Lavender, Eucalyptus, Tea Tree, Peppermint og Sweet Orange.

Mikilvægt er að þrífa sápuhólf og skúffu á 1 til 2 mánaða fresti.
Þrífðu gúmmíhring í hurð reglulega með heitu vatni.

Þú getur boðið gestum í þvottahúsið alla daga ef þú heldur þessu svona við, hvað þá ef þú hugsar jafn vel um þurrkarann!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.