Fróðleikur

Það sem þarf að hafa í huga þegar maður þvær þvott

21.10.2021

Þarftu að setja í þvottavél?

Þegar við setjum í þvottavélina þá þarf að hafa í huga þyngd þvottsins til að fá sem bestu niðurstöðuna. Yfirfullar vélar þrífa verr og skapa mögulega önnur vandamál. Þar sem við viljum  koma í veg fyrir yfirfullar vélar þá tókum við saman nokkur atriði sem er gott að hafa í huga þegar við setjum í vélarnar.

Hvernig er mælieining fyrir þvott mæld?

  • Lítil vél er þegar flíkur fylla um 1/3 af vélinni.
  • Millistór vél er þegar flíkur fylla um 1/2 af vélinni.
  • Stór vél er þegar flíkur fylla um 3/4 af vélinni.

Eftir að þú hefur sett þvottinn í vélina þá mun þvottavélin vega og áætla þyngd þvottarins og stilla vatnsmagn, þvottatíma, og vindu á stillingu sem var valin.

Hafa skal í huga að litlir, þungir hlutir geta yfirþyngt þvottavélina eða þurrkarann eins mikið og margir léttari hlutir. Baðhandklæði vigta til dæmis um 0.6 kg hvert, lak getur vegið um 0.5 kg og peysa getur vegið um 0.45 kg. Það er því hægt að áætla þyngd þvottsins nokkuð auðveldlega miðað við hversu mörg kg vélin þín tekur. Passaðu þig að vera ekki að ýta eða pressa á þvottinn inn í vélinni til að koma fleiri flíkum fyrir. Það þýðir einfaldlega að þú sért að yfirfylla hana. Sængurver og teppi eiga líka að vera rúmleg inni í þvottavélinni, það ætti aldrei að troða þeim inn.

Hvað þýða allir þessir takkar og stillingar á þvottavélinni?

Flest okkar henda gallabuxum og bolum inn í vélina og ýta á þvottastillinguna sem við erum vön að setja á. En þvottavélarnar okkar geta gert svo miklu meira, með allskonar sérstilltum prógrömmum sem tryggir að fötin okkar og lín verði hreint og fínt í hvert skipti. Ef við notumst við réttu prógrömmin þá munu fötin okkar halda litnum sínum og endast betur. Hafa skal í huga að hver þvottavél býr yfir mismunandi stillingum og því er vert að kynna sér vélina sína vel með því að lesa handbókina – það borgar sig!

  • Prógrömm: Prógrömmin á þvottavélinni þinni henta fyrir mismunandi tegunda þvotta á mismunandi gerðum af flíkum.
  • Stillingar: Stillingar sem þvottavélin notar í hverju prógrammi, sem varðar hitastig og vindu. Til dæmis þá gæti eitt prógramm notað heitt vatn og meiri vindu á meðan annað notar kalt vatn og minni eða meðal vindu. Þó að prógramm gæti verið með niðurnjörvaða stillingu þá er mögulegt að breyta einhverjum stillingum en þó ekki öllum.
  • Aukastillingar: Það er munur á stillingum og aukastillingum. Þessar aukastillingar eru valkvæðar. Til dæmis Delay Start takkinn eða tímastillir. Það er gott að kynna sér betur aukastillingarnar sem eru í boði á þinni vél svo þú getir nýtt þér þær.

Að setja í þurrkarann

Sama gildir með þurrkarann og þvottavélina. Það er hægt að áætla þyngd þvottsins og passa upp á að við séum ekki að yfirfylla hann þar sem það getur dregið úr virkni hans. Til að forðast þetta vandamál þá má aldrei setja meira en stóra vél, eða 3/4 í þurrkarann. Að auki ber að hafa í huga að þvotturinn mun ekki þurrkast og þorna almennilega ef það er sett of lítið í þurrkaranum. Það er mælt með því að séu að minnsta kosti 3-5 flíkur í þurrkaranum þegar hann er í gangi til að þurrkarinn geti fundið út á hvaða þurrkstigi þvotturinn er á, að minnsta kosti ef þú er með Sensor þurrkstig. En það borgar sig, líkt og með þvottavélina, að lesa handbókina til að þekkja tækið sitt betur.

Þurrkarar í dag koma stundum einnig með aukahlutum, líkt og skógrind sem er sett í þurrkarann svo það sé auðveldara að þurrka skó. Það getur komið sér vel ef maður er með ljósa skó sem verður að þvo oft.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.