Fróðleikur

The Frame frá Samsung. Ljósmynd, málverk og snjallsjónvarp, allt í einu tæki

14.02.2018

Samsung The Frame

Ljósmynd, málverk og snjallsjónvarp, allt í einu tæki. Sjónvarpslína frá Samsung sem er með sérstakan myndvinnslubúnað sem breytir sjónvarpinu í málverk þegar það er slökkt á því og hægt er að kaupa ramma á sjónvarpið svo það fær útlit myndaramma.

Hver er tilgangurinn?

  • Yfirleitt er sjónvarp staðsett þannig að það er sá hlutur í herberginu sem fangar hvað mesta athygli. Minimalískt útlit gerir The Frame kleift að passa snyrtilega í innréttuð rými, betur en venjulegt sjónvarp myndi gera.
  • Svo má náttúrulega ekki gleyma að þetta er vandaðasti og flottasti stafræni myndaramminn á markaðnum.

Málverk segirðu?

  • The Frame hefur þá sérstöðu að þegar ekki er verið að horfa á sjónvarpsefni í því fer það í “Art Mode”. Þannig má segja að þegar “slökkt” er á sjónvarpinu þá þjónar það öðrum tilgangi, sem ljósmynd eða málverk. Birtan er skrúfuð umtalsvert niður til að baklýsingin sjáist ekki og eyðir sjónvarpið aðeins brotabroti af því rafmagni sem þarf til að nota tækið sem sjónvarp. Þess má geta að það er birtuskynjari í tækinu sem ákvarðar birtustigið á myndinni í samræmi við aðstæður.
  • Í The Frame fylgja forvaldar myndir í myndasafninu Samsung Collection. Val eru um 100 fríar myndir en einnig getur þú farið í Art Store og keypt þér verk sem þig langar í.

  • Ef þú vilt nota þínar eigin ljósmyndir geturðu niðurhalað þeim úr síma í gegnum smáforrit eða hreinlega með USB lykli.

Hvað fleira þarf ég að vita?

  • Skjárinn í The Frame er vandaður. Hann er 100Hz og er engin blæðing eða þess háttar gallar því það myndi auðvitað vera hræðilegt ef þú notar sjónvarpið sem málverk.
  • Auðvitað er um snjallsjónvarp að ræða með Tizen stýrikerfi.
  • Það er um þrjá liti af römmum að velja og eru þeir seldir sér. Litirnir eru ljós eða dökkur viður ásamt hvítum. The Frame eitt og sér kemur úr gráum málmi sem rammarnir festast á með segli. Mjög einfalt og þægilegt að skipta um ramma.

Þrjár stærðir í boði: 

The Frame er fáanlegt í þremur stærðum, 43“, 55“ og 65“. Allar stærðir eru með 4K Ultra HD upplausn, birtuskynjara og 40W hátalara. Borðstandur og veggfesting fylgir með.

Sjá nánari upplýsingar á elko.is

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.