
Þvottavélar með sjálfvirkum skammtara
14.01.2025Fimm kostir sjálfvirkrar skömmtunar
Veltir þú því oft fyrir þér hvort þú sért að nota rétt magn af þvottaefni? Ertu með viðkvæma húð eða ertu að leita að þvottavél sem notar minna rafmagn? Ef þú kannast við þessa lýsingu er kannski kominn tími til að eignast þvottavél með sjálfvirkri skömmtun. Hér eru fimm helstu kostir sjálfvirkrar skömmtunar og hvers vegna það er mikilvægt að nota rétt magn af þvottaefni.
Smelltu hér til að sjá allar vélar með sjálfvirkri skömmtun á elko.is
Fullkominn þvottur.
Margir telja að því meira þvottaefni sem er notar, því hreinni verði fötin. Þetta er hins vegar ekki rétt. Of mikið þvottaefni gerir það erfiðara að skola sápuna úr þvottinum og þú getur endað með hvíta bletti. Of mikil froða leiðir einnig til verri árangurs þar sem ekki er nóg vatn til að fjarlægja óhreinindi. Á hinn bóginn er heldur ekki góð hugmynd að nota of lítið þvottaefni. Fötin verða ekki hrein og skilja eftir rusl í þvottavélinni. Þetta getur leitt til aukins bakteríuvaxtar og þvottur fer að lykta. Með sjálfvirkri skömmtun þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu. Vélin sér um að vigta þvottinn og athuga hversu óhreinn þvotturinn er, síðan sér vélin um að skammta réttu magni af þvottaefni og vatni, svo þvotturinn kemur alltaf fullkominn tilbaka.


Ofnæmisvaldandi
Ef þú notar of mikið þvottaefni getur efnið orðið eftir í fötunum og valdið ofnæmisviðbrögðum. Finnurðu fyrir nefrennsli eða verður húðin pirruð þegar þú ferð í nýþvegin föt? Þá gæti það verið ofnæmisviðbrögð. Þökk sé sjálfvirkri skömmtun þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu þar sem vélin skammtar rétt magn í hvert skipti sem þú þværð.
Gerðu daglegt líf auðveldara.
Láttu þvottavélina vinna verkið! Þvottavélar með sjálfvirkri skömmtun vernda fötin þín gegn of miklu vatni og gegn og litlu vatni þar sem þær eru með skynjara sem mæla þyngd, óhreinindi og hörku vatns. Vélin dreifir síðan réttu magni af þvottaefni sjálfkrafa. Allt sem þú þarft að gera er að fylla á fljótandi þvottaefni og þvottavélin sér um afganginn.


Sparaðu peninga
Hættu að sóa þvottaefni og vatni! Þvottavél með sjálfvirkri skömmtun er ekki bara góð fyrir fötin þín heldur einnig fyrir fjárhaginn. Þú fyllir vélina af fljótandi þvottaefni og mýkingarefni í einu lagi og þá er hægt að þvo allt að 20 sinnum. Þvottavélin mun segja þér hvenær það er kominn tími á áfyllingu.
Dregur úr losun og vatnsnotkun
Ef þú notar of mikið þvottaefni þarf að skola fötin aukalega. Þetta leiðir auðvitað til aukinnar vatnsnotkunar. Þvottaefnið sem er skolað út hlýtur líka að enda einhvers staðar. Með sjálfvirkri skömmtun kemur þú í veg fyrir að mikið magn af þvottaefni endi í náttúrunni.

Smelltu hér til að sjá allar vélar með sjálfvirkri skömmtun á elko.is