Fréttir

Upplýsingar til viðskiptavina vegna COVID-19

26.07.2021

Opnunartími verslana ELKO:

Smelltu hér til að sjá upplýsingar um opnunartíma verslana og þjónustuver ELKO.

Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru nú enn og aftur komnar upp vegna Covid-19 veirunnar höfum við tekið saman algengustu spurningarnar sem okkur hafa borist og svör við þeim.

Þó verslanir séu opnar þá minnum við á að núverandi samkomutakmarkanir miðast við 200 viðskiptavini í hverri verslun og bendum því á vefverslun ELKO, netspjallið og þjónustuver þar sem við kappkostum við að veita öllum sem besta þjónustu. Við hvetjum ykkur því að vera heima og versla á ELKO.is eins og kostur gefst.

Síðast uppfært 26.07.2021

Verslanir og starfsfólk

Allir helstu sameiginlegu snertifletir eins og sýningareintök, númerakerfi, posar og þess háttar eru þrifnir á um það bil klukkustundarfresti.
Við biðjum viðskiptavini um að nýta sér handspritt sem er við inngang verslana og víða annarsstaðar inni í verslunum. Einnig minnum við viðskiptavini á tilmæli Almannavarna um að halda minnst 1 metra fjarlægð frá næsta manni. Við biðjum alla viðskiptavini okkar um að nota grímur ef ekki er hægt að halda 1 metra fjarlægð.   Að öðru leiti vísum við í almennar leiðbeiningar Almannavarna og Sóttvarnarlæknis: Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti, en ef þú ert ekki með vatn eða sápu nálægt er gott að nota handspritt, til dæmis þegar þú hefur notað greiðslukort eða komið við fleti sem margir snerta, svo sem hurðarhúna. Á vef landlæknis eru góðar upplýsingar um hvernig gæta má varúðar gegn sýkingum.
  • Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
  • Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
  • Ef þú ert eldri borgari eða með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum.
  • Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.
  • Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
  • Vinsamlegast hafðu minnst 1 metra fjarlægð milli þín og annarra viðskiptavina annars vegar og þín og starfsmanna okkar hins vegar.
  • Á meðan samkomubann er í gildi er mælst til að takmarka fjölda þeirra sem koma í verslunarferð hverju sinni.
Við sjáum ekki fyrir okkur að loka neinum verslunum að svo stöddu. Við metum þó aðstæður daglega og hliðrum til ef þarf. Réttan opnunartíma hvers dags má finna hér: https://elko.is/opnunartimar
Við munum telja viðskiptavini sem fara inn og koma út úr verslunum og halda þannig fjölda viðskiptavina í versluninni innan fjöldatakmarkana. Við biðjum ykkur að afsaka þau óþægindi sem þetta kann að valda.
Við munum telja inn í verslanirnar og þegar hámarksfjöldanum er náð þá gildir reglan að þegar einn viðskiptavinur fer út, fer annar viðskiptavinur inn
Við teljum ólíklegt að til þess komi og er það í forgangi hjá okkur að tryggja að við getum haldið áfram að koma vörum til viðskiptavina. Við vinnum þó eftir aðgerðaráætlun sem gerir ráð fyrir að mögulega þyrfti að stytta opnunartíma einhverra verslana. Ef erfitt reynist að manna verslanir mun öll áhersla verða lögð á viðskipti í gegnum ELKO.is.
Við treystum á að viðskiptavinir fylgi fyrirmælum Almannavarna. Til þess að minna viðskiptavini og starfsfólk á þessi fyrirmæli munum við setja upp merkingar í verslunum.
Við biðjum um að tilmæli séu virt sem sett eru af Almannavörnum og kveða á um 2 metra fjarlægð á milli fólks. Við munum setja upp merkingar í verslanir og við kassa sem minna á þessi tilmæli.
Við fylgjum öllum fyrirmælum frá almannavörnum og grípum til eigin ráðstafana til að lágmarka smithættu. Við höfum einangrað starfsstöðvar frá hvorum öðrum og takmarkað alla fundi utanhúss við fjarfundi. Við höfum hengt upp leiðbeiningar víðsvegar í starfsmannarýmum og erum í stöðugum samskiptum við fólkið okkar til að tryggja að við séum öll eins vel upplýst og kostur er á. Ef upp kemur grunur um einkenni eru starfsmenn beðnir um að vera heima, fara í skimun og fara í hefðbundið ferli hjá Landlækni.

Vörubirgðir

ELKO fær vikulegar sendingar erlendis frá og er í góðum samskiptum bæði við sína birgja og flutningsaðila. Þrátt fyrir takmarkanir á fólksflæði eru vöruflutningar ennþá í eðlilegum farvegi.

Vefverslun og heimsendingar

Þó að það gætu vissulega komið upp áskoranir við afhendingu pantana á þessum tímum þá eru allir okkar afhendingar- og sendingarmátar virkir og allar pantanir afgreiddar og afhentar eins og venjulega. Við fylgjumst þó mjög vel með stöðunni og eigum í góðum samskiptum við okkar þjónustuaðila og munum tilkynna breytingar ef þær verða og breyta upplýsingum á ELKO.is í takt við þær breytingar.
Við viljum að sjálfsögðu ekki leggja viðskiptavini okkar, bílstjóra eða vinnufélaga í smithættu. Þú getur óskað eftir því að fá vöruna og/eða pöntunina afhent fyrir utan útidyr, í bílskúr eða álíka, án þess að þú þurfir sérstaklega að koma út. Þú mátt endilega láta vita við kaupin ef viðtakandi er veik(ur) og/eða í sóttkví eða hafa samband við þjónustuverið okkar með því að senda okkur tölvupóst (elko@elko.is), spjallað við okkur á netspjallinu á ELKO.is eða hringt í síma 575-8115. Bílstjórar okkar munu ekki biðja um undirskrift en munu staðfesta að sending hafi átt sér stað, e.t.v. með því að taka mynd af vörunum við afhendingarstað. Þú getur líka óskað eftir því að fá vörurnar afhentar síðar í samráði við okkur.
Já, þú getur frestað heimsendingunni til þín. Þú getur haft samband við þjónustuverið okkar með því að senda okkur tölvupóst (elko@elko.is), spjallað við okkur á netspjallinu á ELKO.is eða hringt í síma 575-8115.
Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.