
Upplýsingar til viðskiptavina vegna COVID-19
30.10.2020Opnunartími verslana ELKO:
Smelltu hér til að sjá upplýsingar um opnunartíma verslana og þjónustuver ELKO. .
Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem eru nú komnar upp vegna Covid-19 veirunnar höfum við tekið saman algengustu spurningarnar sem okkur hafa borist og svör við þeim.
Þó verslanir séu opnar þá minnum við á vefverslun ELKO, netspjallið og þjónustuver þar sem við kappkostum við að veita öllum sem besta þjónustu. Við hvetjum ykkur því að vera heima og versla á ELKO.is eins og kostur gefst.
Síðast uppfært 4.10.2020
Verslanir og starfsfólk
- Ef þú þarft að hósta eða hnerra skaltu nota olnbogabótina eða einnota klúta. Þannig kemurðu í veg fyrir að úði fari á hendur. Gættu þess að hósta eða hnerra ekki á aðra.
- Reyndu að bera ekki hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.
- Ef þú ert eldri borgari eða með ákveðna undirliggjandi sjúkdóma er ráðlagt að halda sig fjarri mannamótum og fjöldasamkomum.
- Forðastu að umgangast fólk sem er með einkenni sem minna á flensu.
- Takmarkaðu náin samskipti við annað fólk, t.d. handabönd og faðmlög. Finndu aðrar leiðir til þess að heilsa, sem ekki fela í sér snertingu.
- Vinsamlegast hafðu minnst 1 metra fjarlægð milli þín og annarra viðskiptavina annars vegar og þín og starfsmanna okkar hins vegar.
- Á meðan samkomubann er í gildi er mælst til að takmarka fjölda þeirra sem koma í verslunarferð hverju sinni.