Hugmyndir

Uppskrift: Blómkáls Buffalo bitar eldaðir í airfryer / loftsteikingarpotti

29.12.2021

Undirbúningstími: 10 mín.
Eldunartími: 15 mín.
Uppskrift fyrir 2

Innihaldsefni:

Hálfur blómkálshaus
1/4 bolli af hveiti
1/4 bolli vatn
1 teskeið af hvítlauksdufti
1/2 teskeið af papriku
1/4 bolli af buffalo sósu (td. Franks Red Hoit Buffalo Wing sósunni)
Salt og pipar eftir smekk

Uppskrift:

Gott er að forhita loftsteikingarpottinn þinn með því að setja á 190°C í 3mínútur.

Hreinsið blómkálshausinn og skerið í stóra heila bita, gott er að miða við að blómin séu í stærri lagi. Sjá til dæmis á mynd hér fyrir ofan.

Takið fram stóra skál og hrærið vel saman hveitinu, hvítlauskduftinu, paprikunni, saltinu, piparnum og buffalo sósunni ásamt vatninu.

Setjið blómkálsbitana ofan í blönduna og passið að allir blómkálsbitarnir fái jafna áferð af blöndunni.

Setjið blómkálsbitana svo ofan í grindina á loftsteikingartækinu og stillið á 190°C í 15 mínútur. Hristið tvisvar sinnum á meðan eldunartíma stendur til að allir bitar fái jafna eldun. Eldið bitana þangað til þeir verða brúnleitir.

Gott er að bera buffalo bitana fram með góðri sósu til að dýfa í og sellerístöngum eða öðru fersku grænmeti líkt og niðursneiddum gúrkum eða gulrótum.

Ath. best er að bera þá fljótt fram eftir eldun þar sem bitarnir munu mýkjast eftir því sem þeir kólna. Munið að hrista í körfunni á meðan eldunartíma stendur til að bitarnir verði stökkir.

Verði ykkur að góðu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.