Hugmyndir

Uppskrift: Sætkartöflufranskar eldaðar í airfryer / loftsteikingarpotti

3.01.2022

Undirbúningstími: 10 mín.
Eldunartími: 15 mín.
Uppskrift fyrir 2

Innihaldsefni:

2 sætar kartöflur
2 matskeiðar af olíu
1/4 teskeið af hvítlauksdufti eða meira eftir smekk
1/4 teskeið af papriku eða meira eftir smekk
Dass af salti og svörtum pipar eftir smekk

Uppskrift:

Gott er að forhita loftsteikingarpottinn þinn með því að setja á 200°C í 3mínútur.

Byrjið á því að þrífa kartöflunar og skerið þær svo í 1-2 cm þykka langa stöngla. Skerið kartöflunar endilangar og svo niður í stönglana. Athugið: Gott er að afhýða kartöflurnar en það er vel hægt að gera kartöflurnar án þess. Það fer í raun bara eftir smekki hvers og eins.

Takið fram skál og kartöflurnar þar ofan í. Bætið við olíunni og kryddunum og blandið vel saman. Passið að dreifa blöndunni jafnt og hrærið kartöflunar vel saman við.

Setjið kartöflunar ofan í körfuna í loftsteikingarpottinum. Passið að setja einungis 1 lag af kartöflum ef þið viljið fá þær stökkar. Það ætti að vera í lagi að setja 2 lög í körfuna en ekki mikið meira en það ef þú vilt fá kartöflunar frekar stökkar. Eldið þær í 5 mínútur. Opnið og notið tangir til að velta kartöflunum. Setjið körfuna aftur í og stillið á 5-7 mínútur.
Athugið að eldunartími getur verið misjafn eftir því hvaða týpu af loftsteikingarpotti þú átt.

Ef þú vilt bæta franskarnar örlítið þá er gott að setja graslauk eða parmesan yfir þær áður en þær eru bornar fram.

Verði ykkur að góðu!

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.