Loftgæði geta haft mikil áhrif á heilsu okkar allra og því er nauðsynlegt að tryggja góð loftgæði. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmsa alvarlega sjúkdóma má rekja til óheilnæms lofts innandyra en þar geta loftskipti, rakastig, hitastig og hinar ýmsu agnir í inniloftinu haft mikil áhrif. Það er því virkilega mikilvægt fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki að huga að loftgæðum í öllum þeim rýmum þar sem fólk kemur saman, hvort sem það er í leik eða starfi.
Varmadælur sinna því hlutverki innandyra að hita upp eða loftkæla. Geta varmadælunnar til að umbreyta raforku í varmaorku er skilgreind sem nýtnistuðull (COP eða SCOP). Nútíma varmadælur eru margar hverjar með nýtnistuðul á milli 4 og 5, sem þýðir að þær geta umbreytt einni kílówattstund (kWst) af raforku í fjórar til fimm kWst af varmaorku. Til samanburðar framleiðir hefðbundin hitatúpa um eina kWst af hitaorku fyrir hverja kWst af rafmagni sem notuð er.
Ávinningurinn af því að setja upp varmadælu getur verið verulegur. Sem dæmi má nefna að hefðbundið 150 m2 einbýlishús notar um 30.000 kWst á ári til upphitunar með hitatúpu eða þilofnum, en sama hús búið varmadælu ekki nema 7.000 – 8.000 kWst. Sparnaðurinn er því umtalsverður.
Það eru til mismunandi gerðir af varmadælum, loft í loft, loft í vatn og svo jarðvarmadælur. Við í ELKO erum einungis með loft í loft varmadælur. Sjá allar tegundir varmadæla í boði á elko.is nánar hér.
Við staðsetningu útihluta varmadælunnar er rétt að hafa í huga:
- Leitast skal við að hafa varmadæluna í skjóli fyrir ríkjandi vindátt eða þar sem snjóalög eru léttust.
- Næst varmadælunni gætir nokkurar kælingar og sérstaklega þegar viftur hennar ganga á fullum afköstum
- Undir varmadælunni getur myndast ís vegna vatns sem rennur frá dælunni við afhrímingu eða við keyrslu hennar við hátt rakastig.
- Varmadæluna er nauðsynlegt að staðsetja um 1m frá jörðu eða að minnsta kosti í þeirri hæð að snjór safnis ekki að henni.
- Útihluti varmadælunnar er knúinn af pressu og viftum sem óhjákvæmilega gefa frá sér hljóð þótt lágvært sé.
Við staðsetningu innihluta LOFT Í LOFT varmadælunnar er rétt að hafa í huga:
- Það er í mörgum tilvikum langt í frá augljóst hvar best er að staðsetja innihluta loft í loft varmadæla, innihlutanum sem samanstendur af hitaldi og öflugum hraðastýrðum blásara er oftast best að koma fyrir í stærsta rými byggingar stofu/alrými eða á hverjum þeim stað sem vænta má bestrar hitadreifingar
- Passa að staðsetja ekki undir sófa eða þar sem fólk hefur stöðuga viðveru
Hvaða viðhaldi þarf eigandi varmadælunnar að sinna?
Varmadælurnar eru útbúnar öflugum síubúnaði sem hreinsar stóran hluta svifryks og jafnvel myglugróa úr lofti húsnæðisins. Mikilvægt er að halda loftsíunum í innihlutanum hreinum og lausum við óhreinindi, raka og aðra aðskotahluti. Síurnar eru einfaldar í þrifum og eru hreinsaðar með ryksugu eða blásið úr þeim með loftblæstri og jafnvel skolaðar með volgu vatni ef í þær safnast fita. Ef þú ert í vafa hvernig þú hreinsar síurnar skaltu hafa samband við söluaðilann og hann aðstoðar þig. Athugaðu síurnar a.m.k einu sinni í mánuði til að byrja með síðan sjaldnar eða oftar eftir hversu mikið er í síunum, hversu oft þarf að hreinsasíurnar er breitilegt frá einum stað til annars.
Ef ekki er hugsað um hreinsun síanna fer varmadælan að draga loft og þar með óhreinindi inn um allar glufur og getur það valdið því að taka þarf innihlutann í sundur til hreinsunar.
Getur kaupandinn sett varmadæluna upp sjálfur?
Nei, uppsetninguna þurfa sérþjálfaðir menn að sjá um vegna meðferðar á kælimiðli og raftenginga og einnig til að tryggja að staðsetningin á einingum kerfisins sé eins góð og mögulegt er við viðkomandi aðstæður. ELKO er í samstarfi við Tengil sem getur séð um uppsetninguna og er uppsetningarkostnaður að minnsta kosti um 130.000 kr.
Á meðan enginn er á staðnum er hægt að lækka hitastigið en tryggja lágmarkshitastig til dæmis í sumarbústaðnum. Varmadælur virkar einnig sem loftkæling á sumrin.