Hugmyndir

Viðarspænir – leynitrixið til að fá alvöru reykjargrillbragð

23.04.2018

Viðarspænir – Leynitrixið til að fá alvöru reykjargrillbragð af matnum þegar þú grillar!

Reykur býr til djúpt bragð af matnum sem aðrar eldunaraðferðir geta ekki líkt eftir. Þú þarft ekki að eiga reykofn og þú getur notað bæði kolagrill og gasgrill. Það eina sem þú þarft er spænir eða viðarkubbar.  Hægt er að setja bragðtóninn með því að nota mismunandi spæni eins og;  Whiskey, Apple Smoke, Beyki eða Mesquite.

Þú getur stjórnað hversu mikið reykjarbragð þú vilt fá með því að bleyta upp í spæninum. Þú færð meira reykjarbragð ef þú bleytir upp í spæninum og hann brennur hægar. Það má gera með því að leggja hann í bleyti í smá stund, allt að hálftíma. Hins vegar færðu minna reykjarbragð ef hann er þurr. Eins færðu meira reykjarbragð ef þú opnar lokið á grillinu sjaldnar, því þá hleypir þú öllum reyknum og bragðinu út.

Gott er að nota reykbox fyrir viðarspæni en svo er einnig hægt að leggja litla hrúgu til hliðar á grillgrindinni eða á kolin ef þú ert með kolagrill. Ef þú ert ekki með reykbox mælum við með því að þú hafir spreybrúsa með vatni við hendina og sprautir ögn á spæninn ef hann fer að loga mikið, hann á nefnilega ekki beint að brenna eins og bál, heldur snarka.

Þú færð alla þessa aukahluti hér inn á elko.is, reykbox, viðarspæni og reykviðarplanka.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.