fbpx
Fróðleikur Gaming

Apple Arcade og DualShock 4

30.10.2019

Haustið 2019 opnaði ný leikjaveita hjá Apple sem fékk nefnið Apple Arcade. Apple Arcade er aðgengilegt í iPhone, iPad, Macbook og í Apple TV. Til að gera leikinn skemmtilegri og þægilegri í spilun er hægt að tengja stýripinna við Apple tækið og er DualShock 4 stýripinninn frá Sony tilvalin fyrir Arcade.

Með nýjustu uppfærslunni á stýrikerfinu á iPhone, iPad, Apple TV og Mac tölvum opnaðist fyrir möguleikann að tengja DualShock 4 stýripinnan við Apple búnaðinn.

Hvaða stýrikerfi þarf ég að vera með til að geta tengt DualShock 4?

 • iOS 13
 • iPad OS 13
 • MacOS Catalina
 • tv OS 13

Þú getur athugað hvaða útgáfu þú ert með uppsetta með því að fara í Settings > About og leita af Software Version. í Apple TV þá ferðu í Settings > System > Software Update. Í Macbook er það System Preference > Software Update.


Að tengja DualShock 4 við Apple TV

Að tengja Playstation DualShock 4 stýripinnan við Apple TV er einfalt.

 1. Þú opnar Settings og velur Remotes and Devices.
 2. Veldu Bluetooth í listanum sem birtist.
 3. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og Share takkanum á sama tíma. Haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá er stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Paring mode).
 4. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað á Apple TV.
 5. Veldu valmöguleikan sem býður upp á að tengja saman Apple TV og DualShock4.

Að tengja DualShock 4 við iPhone eða iPad.

 1. Farðu í Settings > Bluetooth og athugaðu hvort að kveikt sé á Bluetooth.
 2. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og einnig Share takkanum á sama tíma og haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá er stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Pairing mode).
 3. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað . Veldu þann valmöguleika og svo Pair.

Að tengja DualShock 4 við Macbook.

 1. Opnaðu System Preferences og smelltu á Bluetooth. Opnaðu fyrir Bluetooth tengingu ef hún er ekki opin nú þegar og þá ætti listi af Bluetooth búnaði að birtast.
 2. Á DualShock 4 stýripinnanum haltu inni PS takkanum og einnig Share takkanum á sama tíma og haltu inni í nokkrar sekúndur þangað til ljósið aftan á stýripinnanum fer að blikka. Þá ert stýripinninn opinn fyrir tengingu (e. Pairing mode).
 3. Eftir smá tíma ætti DUALSHOCK 4 Wireless Controller að birtast á lista yfir Bluetooth búnað.
 4. Smelltu á Connect takkann sem birtst næst við DualShock 4. Til að tengja stýripinna við tölvuna.

Sjá myndband hér.


Fyrir hvað get ég notað DualShock 4 stýripinnan í Apple tölvu/síma?

Þú getur notað Dualshock 4 með yfir hundrað leikjum í Apple Arcade, tekið er fram hvort að leikur styður stýripinna eða ekki.

Ef þú átt Playstation 4 leikjatölvu getur þú sótt PS4 Remote Play appið fyrir Apple iOS og MacOS. Sjá nánar um Remote Play neðst í blogginu.


Hvað er Apple Arcade?

Apple Arcade er leikjaveita sem Apple opnaði í september á þessu ári. Notendur borga fast mánaðargjald (5 dollara) og geta spilað leiki án auglýsinga eða greiðslumöguleika inn í leikjum.

Hægt er að spila Apple Arcade í iPhone, iPad, Mac og Apple TV.

Allt að sex fjölskyldumeðlimir geta haft aðgang að Apple Arcade leikjaveitunni á einni mánaðaráskrift.

Yfir 100 leikir eru í boði og hefur Apple náð samningum við marga af stærstu leikjaframleiðendum heims um að setja leiki frá sér í Arcade safnið.

Dæmi um leiki sem þú finnur í Apple Arcade:

Sonic RacingSEGA | HARDlight

Hedgehogs, settu bílinn í gang. Hraður og skemmtilegur kappaksturleikur frá SEGA sem hefur útlit og spilun eins og best gerist í leikjatölvum á borð við PS4 og XBox. Í svona leikjum er tilvalið að nota DualShock 4.

Sayonara Wild HeartsAnnapurna | Simogo

Kvenkyns mótorhjólagengi rúllar um göturnar í þessum leik sem er blanda af kappakstri og dansi. Með framúrskarandi Neon grafík og lifandi Indie tónlist verður þessi leikur eins og lifandi tónlistarmyndband.

LEGO Brawls – LEGO | Red Games Co.

Múrsteinarnir munu fljúga í þessum fjölspilunar leik (Multiplayer Brawler) sem gerist í LEGO heiminum. Leikmenn búa til sína persónu, vinna með liðsfélögum til að byggja og stjórna vélum og nota þær svo í bardögum.


Arcade er heill heimur af tölvuleikjum og tilvalið að fara í þessa leikjaveitu og finna einhvern leik sem hentar þér. Nýjar sögur, leikmenn og leikir bætast við í hverjum mánuði svo þú færð alltaf eitthvað nýtt til að prófa.

Apple Arcade leikir eru sérstaklega merktir ef þeir styðja stýripinna.


Hvað er PS4 Remote Play?

 • Þú getur speglað skjánum á Playstation 4 yfir í iPhone eða iPad.
 • Með Remote Play getur þú notað skjáinn á símanum sem stýripinna og/eða notað Dualshock 4 stýripinna sem þú hefur tengt við Apple búnað til að stjórna/spila Playstation 4.
 • Byrjaðu aftur á leik sem þú hefur sett á pásu frá PS4 Home skjánum.
 • Notaðu hljóðneman á símanum þínum til að taka þátt í PS4 spjalli.

Þú færð DualShock 4 stýripinna í ELKO ásamt Apple TV, iPhone, Macbook og iPad.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.