Hugmyndir

BBQ svínarif í „snatri“

18.04.2018

Þú getur gert BBQ svínarif í „snatri“ sem eru tilvalin í grillveisluna! – og það er ekki mikið mál að gera þau frá grunni

Það sem þú þarft er:

  • Svínarif
  • Bjór/pilsner
  • Maltöl (val en gott)
  • Vatn
  • Krydd eftir smekk (mæli með BBQ & Grill Mersque og Roasted Garlic & Pepper frá Santa María, reyktri papríku, cyeanne pipar, hvítlauksdufti, einnig er frábært tvist að setja smá Jerk krydd)
  • Stjörnuanís t.d. frá Santa María (val en mæli með)
  • BBQ sósa að eigin vali!
  • Salt og pipar

Aðferð:

  • Settu vatn, bjór/pilsner og malt í stóran pott og leggðu rifin ofan í, bættu við 2-3 stykkjum af þurrkuðum stjörnuanís og aðeins af kryddunum sem þú ætlar að krydda rifin með á eftir. Leyfðu þessu að malla í pottinum í 30 mínútur.
  • Á meðan seturðu BBQ sósu í skál og blandar kryddunum við.
  • Leggðu rifin á fat og kryddaðu þau. Pennslaðu þau svo vel með BBQ sósuleginum.
  • Skelltu rifjunum á grillið og þú kannt rest!

Berðu rifin fram með heimagerðu hrásalati og bökuðum kartöflubátum

Það sem þú þarft:

  • ½ hvítkál smátt skorið
  • 2 rifnar gulrætur
  • ½ smátt skorið gult epli

    1 msk Hellmans mayones
  • 2 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
  • 1 tsk dijon sinnep
  • Salt og pipar
  • Smá safi úr sítrónu
  • 1 tsk hungang.

Byrjaðu á að hræra saman allt sem er talið upp fyrir neðan strik og bættu svo kálinu, gulrótunum og eplinu við.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.