fbpx
Gjafalistar Hugmyndir

Topp 10 jólagjafir fyrir ömmu og afa

9.12.2019

Hver vill ekki gera vel við ömmu og afa? Hérna eru nokkrar hugmyndir sem að gætu hugsanlega fallið vel í kramið hjá þeim.

Beurer HK49 hitabelti

Beurer hitabeltið er fyrir maga og bak. Beltið er úr flísi og er dúnmjúkt, andar vel og teygjan heldur vel að. Það eru þrjár hitastillingar þannig að hver og einn getur fundið notalegan hita fyrir sig sem slakar vel á vöðvum. Sjá Beurer hitabeltið hér.

Beurer Hitateppi 

Þægilegt hitateppi til að hafa yfir sæng. Það er með 6 hitastillingum og vörn við yfirhitun sem tryggir að teppið verði ekki of heitt. Það er með sjálfvirkum slökkvara sem slekkur sjálfkrafa á teppinu eftir 3 klst notkun. Skoða nánar á elko.is.

Samsung Galaxy Tab A

Þetta er öflug og frábær spjaldtölva sem hentar öllum á heimilinu. Hún er með 10.1″ snertiskjá með skarpri 1200p upplausn og góðum innbyggðum stereo hátölurum. Spjaldtölvan er tilvalin til að vafra á netinu, skoða myndir og myndbönd. Hún er einnig með flotta myndavél sem er tilvalin til þess að taka myndir af barnabörnunum. Sjá Galaxy Tab A á elko.is.

Nedis stækkunargler með ljósi

Er léttur og meðfærilegur lampi með stækkunargleri sem getur hjálpað til við lestur, prjónaskap eða aðra hluti sem krefjast þess að það þarf að sjá vel til. Sjá Nedis stækkunargler á elko.is.

Nedis þráðlaus veðurstöð

Frábær þráðlaus veðurstöð með stórum skjá. Veðurstöðin sýnir upplýsingar um veður og rakastig. Hún er einnig með innbyggða vekjaraklukku og gefur upplýsingar um sólarupprás í yfir 150 borgum í Evrópu. Sjá úrvalið af veðurstöðvum hér.

Nespresso Citiz með mjólkurflóara

Kaffivélin er sjálfvirk hylkjavél sem hellir upp á gæða bolla hverju sinni. Hún er auðveld í notkun og hægt er að stilla magn hvers bolla fyrir sig. Hægt er að velja tugi mismunandi kaffitegunda frá mismunandi framleiðendum. Þannig að nú þarf hver og einn að finna sinn draumabolla. Sjá hér.

Comfort Lift uppþvottavél

Electrolux ESF7770RIX er góð og notendavæn uppþvottavél sem tekur borðbúnað fyrir allt að 13 manns og býður upp á 9 þvottakerfi og 5 hitastillingar. Vélin er með Comfort Lift innréttingu sem lyftir neðri grindinni rólega upp að þeirri efri til þess að létta þér vinnuna við tæmingu og fyllingu. Sjá Electrolux Comfort Lift á elko.is.

Sony DAB+ ferðaútvarp XDR-S41D

Þetta Sony XDR-S41D er lítið og nett ferðaútvarp sem er einfalt í notkun. Það er með góðum hljóm og hægt er stilla inn á það fimm stöðvar þannig auðvelt sé að velja milli stöðva. Útvarpið gengur bæði fyrir snúru og rafhlöðum sem endast í allt að 26 klst. Sjá hér

Doro PhoneEasy 312CS heimasími

Einfaldur heimasími frá Doro með stórum tökkum og númerabirti og minni fyrir 30 númer. Skoða alla heimasíma á elko.is.

Beurer blóðþrýstingsmælir f/úlnlið

Beurer blóðþrýstingsmælir sem er einfaldur í notkun og tilvalinn til þess að taka með sér hvert sem er. Hann hentar fyrir 14-19,5 cm úlnliði og sýnir meðaltal mælinga og er með hjartaflökts viðvörun. Skoða alla blóðþrýstingsmæla á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.