Hugmyndir

5 góðir kanilsnúðar

4.10.2021

Fyrsti mánudagurinn í október er alþjóðlegur dagur kanilsnúðsins sem gerir 4.október að kanilsnúðadeginum árið 2021. Af því tilefni tókum við saman 5 góðar uppskriftir af kanilsnúðum.


Hvernig kanilsnúð má bjóða þér?

Við tókum saman 5 góðar uppskriftir af snúðum sem er hægt að finna á vefnum; vegan, ketó og klassískir.

1. Snúðar betri en úr bakaríi

Uppskrift af stórum mjúkum snúðum sem minna á snúða úr bakaríi er að finna á grgs.is. Ekki skemmir fyrir að þeir eru VEGAN. Fullkomið að baka stærri skammt og eiga í frysti þar sem ekkert mál er að taka snúðana út og afþýða og bæta þá við glassúr, súkkulaði eða rjómaostakremi. Mmmm.

Smelltu hér til að skoða uppskrift.


2. Sænskir snúðar með kardimommum

Er ekki tilvalið að henda í eina uppskrift af sænskum snúðum þar sem kanilsnúðadagurinn var upphaflega settur á í Svíþjóð? Þú finnur uppskrift af bragðgóðum og mjúkum sænskum kanilsnúðum á heimasíðu Evu Laufeyjar.

Smelltu hér til að skoða uppskrift.


3. Bleikir „Cinnabon“ kanilsnúðar

Á gotteri.is er að finna uppskrift af undurljúffengum og mjúkum snúðum sem eiga vel heima í bleikum október.

Smelltu hér til að skoða uppskrift.


4. Kanilsnúðar með karamellu og pekanhnetum

Hvernig hljóma snúðar með karamellusósu og pekanhnetum? Þessi uppskrift frá gottimatinn.is dugar fyrir 8-10 manns. Spurning svo að skella vanillu- eða karmelluís á nýbakaðan snúðinn til að gera þetta ennþá betra. Fullkominn eftirréttur.

Smelltu hér til að skoða uppskrift.


5. KETÓ kanilsnúðar

Þessir eru búnir til úr klassísku „Fathead“ deigi sem er oft notað í ketó pizzubotn, naan brauð og fleira. Þessir eru svo toppaðir með kremi úr rjómaosti, grísku jógúrti og Stevia. Uppskriftin hér fyrir neðan er frá Sugar Free Londoner.

Hráefni

Deigið:

 • 175 gr rifinn mozzarella ostur
 • 80 gr möndlumjöl (extra fínt)
 • 2 msk rjómaostur
 • 1 egg (við herbergishita)
 • 1/2 tsk lyftiduft

Fyrir fyllinguna:

 • 2 msk vatn
 • 2 msk fínmöluð gervisæta*
 • 2 tsk kanill

Kremið:

 • 2 msk rjómaostur
 • 1 msk grískt jógúrt
 • 2 dropar vanilla Stevia (eða 1 tsk fínmöluð gervisæta + 1 stk vanilludropar)

*Fínmöluð gervisæta: hægt er að kaupa gervisætu sem er eins og flórsykur en þú getur einnig keypt sweet like sugar frá Good Good og malað það fínt í góðum blandara.

Smelltu hér til að skoða uppskrift nánar og aðferð.


Réttu áhöldin

Góð eldhúsáhöld eru mikilvæg fyrir góðan bakstur. Þú finnur hrærivélar, veggofna, eldavélar, kökukefli og fjölnota bökunarpappír í ELKO. Ef þú vilt prófa eitthvað nýtt í bakstri getur þú prófað að baka kanilsnúða og annað bakkelsi í loftsteikingarpottum (Air fryer). Ninja borðofninn er einnig með sérstaka stillingu fyrir bakstur.

Þú getur hnoðað deig með hrærivél með krók í stað þess að hnoða í höndunum og þá er mælt með að hnoða í hrærivél í ca. 5 mínútur með stillt á meðal hraða.


Saga kanilsnúðadagsins:

Alþjóðlegi Kanilsnúðadagurinn er haldinn hátíðlegur fyrsta mánudaginn í október. Mánudagurinn var valinn af því að heimabakstursráð vildi ekki keppa við aðra matarhefðir. Tilgangur hátíðarinnar er að auka athygli á sænskum bökunarhefðum, með sérstakri áherslu á kanilsnúða og auka neyslu ger, hveitis, sykur og smjörlíkis.

Þessi árlegi þemadagur var stofnaður í markaðsskyni í Svíþjóð og Finnlandi árið 1999 af Kaeth Gardestedt. Á þeim tíma var hún verkefnastjóri fyrir heimabakstursráð sem var viðskiptahópur studdur af ger-, mjöl-, sykur- og smjörlíksframleiðendum og er nú styrktur af Dansukker sykurframleiðendanum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.