Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir börn

21.11.2022

Það er skemmtilegt að gleðja lítil hjörtu með réttu gjöfinni. ELKO er með mikið úrval af gjöfum fyrir börn á öllum aldri og við tókum saman nokkrar vörur sem eru líklegar til að hitta beint í mark hjá yngstu kynslóðinni.


Krakkakviss 3

Krakkakviss er stórskemmtilegur spurningaleikur sem hægt er að spila við öll tækifæri. Spilið inniheldur 100 spjöld með 300 spurningum um allt milli himins og jarðar. Haltu þína eigin spurningakeppni eða skoraðu á vin og sjáðu hver getur svarað flestum spurningum. Hentar fyrir 6+ ára. Sjá nánar á elko.is


BuddyPhones barnaleikjaheyrnartól

BuddyPhones Galaxy heyrnartólin eru fyrst sinnar tegundar með 3 forstilltar hljóðstillingar sem hentar ungum börnum og skaðar ekki heyrnina. BuddyPhones heyrnartólin eru bæði litrík og skemmtilega hönnuð og hentar öllum börnum. Einnig er hljóðnemi sem er tilvalinn til þess að nota með lærdómsleikjum. BuddyPhones Galaxy barnaheyrnartólin eru hönnuð með öryggi í huga. Bæði vernda heyrnartólin heyrnina á barninu auk þess að hægt er að aftengja snúruna til að minnka líkur á slysum. Límmiðar fylgja til að líma á heyrnartólin. Tvær týpur og nokkrir litir í boði – sjá nánar á elko.is


Nedis SmartLife RGB LED borði

Snjalli LED borðinn býr til rétta stemningu í hvaða herbergi sem er. Stýrðu borðanum með Nedis SmartLife snjallforritinu og settu dagskrá og tímasetningar fyrir mismunandi lýsingar. Hægt er að stýra borðanum með talþjóni og breyta bæði birtustigi og lit. Borðinn tengist beint við WiFi án þess að þurfa tengistöð eða brú. Sjá nánar á elko.is


NOKIA 105 Dual SIM takkasími

Nokia 105 síminn er hannaður til þess að endast. Síminn er með Nokia Series 30+ stýrikerfi og öfluga rafhlöðu sem endist í allt að 619 klst í biðstöðu, en 14 klst í tali. Með aðeins 4MB geymslupláss gæti síminn ekki verið einfaldari og því tilvalinn fyrir þá sem þurfa bara helstu eiginleika síma sem endist lengi. Sjá nánar á elko.is


JBL Go 3 þráðlaus ferðahátalari

JBL GO 3 er lítill og nettur ferðahátalari sem spilar í frábærum hljómgæðum. Hann er vatnsheldur með góðri rafhlöðuendingu. Fullkomin stærð í barnaherbergi eða með í ferðalag. Fáanlegur í nokkrum litum – sjá nánar á elko.is


Garmin Vivofit Jr.3

Ævintýrin bíða barnanna með Vívofit Jr. 3 heilsuúrinu. Með litríkum skjá og hönnun er þetta endingargóða, vatnshelda úr tilbúið í heilt ár af ævintýrum án þess að skipta um rafhlöðu. Hvettu börnin til að klára verkefni með uppáhalds persónum þeirra. Hentar fyrir börn 4 ára og eldri. Þrír litir í boði – sjá nánar á elko.is


Nintendo Switch 32 GB

Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við 2 Joy-Con stýripinna við spilun sem eru festir á hliðar skjásins. Einnig er hægt að stilla skjánum upp og hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig. Sjá nánar á elko.is


FOLF Diskar

FOLF er íþrótt sem hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Þetta er frábær afþreying og ekkert þarf til nema nokkra FOLF diska og góða skapið til þess að byrja að spila á þeim völlum sem sprottið hafa upp um allt land. FOLF er spilað eins og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta disknum í körfuna með sem fæstum skotum. Sá aðili vinnur sem klárar allar brautirnar í sem fæstum skotum. Sjá úrvalið af FOLF diskum á elko.is


SONY Walkman 8GB MP3 tónlistarspilari

Lítill og léttur MP3 tónlistarspilari frá Sony. Frábær kostur fyrir yngri börn þar sem það er hægt að setja allt að 2000 lög eða sögur. Innbyggð Lithium-ion rafhlaða dugar í allt að 35 klst notkun í spilun. Styður einnig myndbönd ásamt því að það er hægt að hlusta á FM útvarp. USB snúra og heyrnartól fylgja með. Þrír litir í boði – sjá nánar á elko.is


Nedis talstöð Walkie-Talkie 10 km

Náðu sambandi á stöðum sem eru með slæma farsímatengingu eða jafnvel bara heima á milli hæða. Talstöðin er með 10 km drægni, hentugt með í útileguna eða gönguferð í óbyggðum. 6 klst taltími og 48 klst í bið. Nokkrar týpur í boði af talstöðvum – sjá nánar á elko.is


Samsung Galaxy Tab A7 Lite

Samsung Galaxy Tab A7 Lite spjaldtölvan er létt, þunn og handhæg. Spaldtölvan er með frábæra rafhlöðuendingu, stereo hátalara með Dolby Atmos hljóm og 8 MP bakmyndavél. Hægt er að vista allt að 8 notendur og hægt er að virkja barnastillingu til að læsa eiginleikum og forritum. Sjá nánar á elko.is


Happy Plugs heyrnartól

Happy Plugs Play heyrnartólin eru hönnuð til að vernda hljóðhimnuna en hljóðstyrkurinn fer ekki yfir 85dB. Þráðlaus og með hágæða hljóm ásamt innbyggðum hljóðnema. Með allt að 25 klukkustunda rafhlöðuendingu og Biomaster bakteríudrepandi tækni sem hindrar bakteríur í að myndast á heyrnartólunum. Vegan leður. Sérhönnuð fyrir börn og unglinga á aldrinum 4-15 ára. Tveir litir í boði – sjá nánar á elko.is


Lefrik Amsterdam símataska

Amsterdam taskan var hönnuð til að vera flott án þess að fórna notagildi. Taskan er með tvö vatnsvarin innri hólf til að halda símanum og veskinu öruggu. Fullkomin stærð fyrir káta krakka á ferðinni. Nokkrir litir í boði – sjá nánar á elko.is


Samsung Galaxy A04s snjallsími

Samsung A04s er virkilega öflugur sími á hreint út sagt ótrúlega hagstæðu verði. Frábær sem fyrsti snjallsíminn með 6,5″ snertiskjá og 3 myndavélum. Þessi snjallsími er með öflugri 5000 mAh rafhlöðu sem styður 15 W hraðhleðslu með USB-C. Með 3 GB vinnsluminni og 2 GHz átta kjarna Exynos 850 örgjörva ræður síminn auðveldlega við hversdagsleg verkefni og fjölverkavinnslu. Sjá nánar á elko.is


Nedis ferðahátalari

Nedis Animaticks Bluetooth ferðahátalarinn gerir þér kleift að hlusta á tónlist heima eða á ferðinni. Rafhlaðan endist í allt að 3 klukkustundir og er með innbyggðum hljóðnema fyrir símtöl. Nokkur týpur af dýrum í boði – sjá nánar á elko.is


Pökkur! spil

Pökkur er keppni á milli tveggja einstaklinga. Hvor um sig hefur leik með 5 pökka (5 svartir og 5 hvítir). Teygjan er notuð til að skjóta pökkunum í gegnum gatið á miðju borðinu. Fyrir 6+ ára. Sjá nánar á elko.is


Celly barnamyndavél

Fullkomin myndavél fyrir upprennandi ljósmyndara. Með 1,3 MP upplausn er þessi myndavél frábær fyrir börn til þess að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun. Litaskjár og innbyggður hljóðnemi gera myndavélinni kleift að taka allt að 3 mínútna myndbönd. Tveir litir í boði – sjá nánar á elko.is.


Krakka Brain Freeze spil

Brain Freeze er einfalt og skemmtilegt spil sem hentar öllum aldurshópum. Dregið er spil með orði eða setningu. Þátttakendur skiptast á að nefna orð úr þeim flokki sem dreginn var.
Einstaklingur dettur út um leið og hann segir eitthvað sem áður hefur komið fram eða hann fær Brain Freeze. Fyrir 2+ leikmenn. Sjá nánaer á elko.is


Mobility on Board ferðahátalari

MOB ferðahátalarinn dansar við tónlistina sem er spiluð. Hægt er að stilla á venjulegan eða hraðari dans. Allt að 4 klst rafhlöðuending.Frábær hátalari fyrir unga sem aldna. Þrjár dýrategundir í boði – sjá nánar á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.