Það er skemmtilegt að gleðja lítil hjörtu með réttu gjöfinni. ELKO er með mikið úrval af gjöfum fyrir börn á öllum aldri og við tókum saman nokkrar vörur sem eru líklegar til að hitta beint í mark hjá yngstu kynslóðinni.
Mjúk og þægileg barnaheyrnartól
Þráðlaus Squishmallows barnaheyrnartól með mjúkum púðum, tökkum á hliðinni, stillanlegri stærð, hljóðnema og góðri rafhlöðuendingu.
Celly karaoke græjur
Þráðlausi hátalarinn kemur með tveimur þráðlausum hljóðnemum og skemmtilegri RGB lýsingu sem bætir stemninguna. Með 10 metra drægni færð þú svigrúm til að hreyfa þig án þess að fórna hljómgæðum og 5W hljóðstyrkurinn fyllir herbergið. Auðvelt er að skipta á milli tal og söngs með hljóðnemunum og hægt er að stilla hljóðstyrk á hljóðnemunum sjálfum. Hljóðnemarnir tengjast sjálfkrafa við hátalarann.
MyFirst
MyFirst 3dPen Make er hannaður til að glæða sköpunargleði barna á aldrinum 5 til 13 ára. Með þessum 3D-penna geta börn umbreytt hugmyndum sínum í þrívídd og gert teikningar sínar lifandi. MyFirst er nýtt og spennandi vörumerki í ELKO, einnig eru til heyrnatól og teiknibretti frá sama merki.
Catan Junior borðspil
Land í sjónmáli! Siglið sjóræningjaskipum yfir hafið, uppgvötið eyjar og byggið sjóræningjabúðir! En til þess þurfið þið „hitt og þetta“, svo sem sverð, við og gull. Með því að byggja búðir á sniðugum stöðum, fáið þið með smá heppni allt fyrir næstu búðir. Ef aðeins Krummi kapteinn væri ekki alltaf að flækjast fyrir.
Celly barnamyndavél
Fullkomin myndavél fyrir upprennandi ljósmyndara. Með 1,3 MP upplausn er þessi myndavél frábær fyrir börn til þess að stíga sín fyrstu skref í ljósmyndun. Litaskjár og innbyggður hljóðnemi gera myndavélinni kleift að taka allt að 3 mínútna myndbönd.
HMD Barbie samlokusími
HMD Barbie samlokusíminn sameinar einfaldleika og skemmtilega retro hönnun, sem hentar vel fyrir þá sem vilja taka smá pásu frá snjallsímum. Síminn er með 2,8” LCD-skjá og 0,3 MP myndavél, sem gerir þér kleift að taka myndir og myndbönd þegar þú ert á ferðinni.
Rafmagnstannbursti hannaður fyrir börn
Oral-B Vitality Pro barnatannbursti með 3 stillingum og Disney 100 ára afmælisþema. Hleðslurafhlaða, hleðslustöð, ferðahulstur og 1 haus fylgir.
Celly karaoke hljóðnemi
Celly karaoke hljóðneminn er tilvalinn í næstu veislu með hágæða hljóðnema og innbyggðum hátalara. Hægt er að tengja hann á fjölda vegu, þar á meðal þráðlaust í allt að 10 metra fjarlægð.
Nintendo Switch 32 GB
Nintendo Switch leikjatölvan, fullkomið samspil milli leikjatölvu og spjaldtölvu þar sem bæði er hægt að tengja hana beint við sjónvarp til að spila á stórum skjá eða nota hana eina og sér sem smáleikjatölvu. Notast er við 2 Joy-Con stýripinna við spilun sem eru festir á hliðar skjásins. Einnig er hægt að stilla skjánum upp og hafa stýripinnana í höndunum og spila þannig.
BuddyPhones barnaleikjaheyrnartól
Þráðlausu BuddyPhones heyrnartólin eru tilvalin heyrnartól fyrir börn. Heyrnartólin erum með refaeyrum og 3 mismunandi hljóðstillingum sem eru sérstillt fyrir börn svo óhætt er að hlusta í lengri tíma, sérstaklega á ferðalögum og fleira.
FOLF Diskar
FOLF er íþrótt sem hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum. Þetta er frábær afþreying og ekkert þarf til nema nokkra FOLF diska og góða skapið til þess að byrja að spila á þeim völlum sem sprottið hafa upp um allt land. FOLF er spilað eins og hefðbundið golf nema með frisbídiskum. Takmarkið er að kasta disknum í körfuna með sem fæstum skotum. Sá aðili vinnur sem klárar allar brautirnar í sem fæstum skotum. Sjá úrvalið af FOLF diskum á elko.is
Samsung Galaxy Tab A9
Samsung Galaxy Tab A9 spjaldtölvan er létt, þunn og handhæg tilvalin fyrir leiki, til að lesa rafbækur eða horfa á afþreyingu í flugferð. Samsung Galaxy Tab A9 spjaldtölva keyrir á öflugum MediaTek MT8781 örgjörva sem veitir þér traustan stuðning í leik og starfi. Með 8,7″ skjá með 5100 mAh rafhlöðu.
JBL Clip 5 ferðahátalari
Clip 5 hátalarinn framkallar öflugan JBL Pro Sound hljóm þrátt fyrir handhæga hönnun. Með léttu hönnuninni, 12 klukkustunda rafhlöðuendingu og IP67 ryk- og vatnsvörn verðurðu alltaf tilbúinn að hlusta á uppáhalds tónlistina þína. Spilaðu tónlist á spilakvöldinu, við sundlaugina eða í fjallaklifrinu.
Nedis SmartLife RGB LED borði
Snjalli LED borðinn býr til rétta stemningu í hvaða herbergi sem er. Stýrðu borðanum með Nedis SmartLife snjallforritinu og settu dagskrá og tímasetningar fyrir mismunandi lýsingar. Hægt er að stýra borðanum með talþjóni og breyta bæði birtustigi og lit. Borðinn tengist beint við WiFi án þess að þurfa tengistöð eða brú. Sjá nánar á elko.is
Garmin Vivofit Jr.3
Ævintýrin bíða barnanna með Vívofit Jr. 3 heilsuúrinu. Með litríkum skjá og hönnun er þetta endingargóða, vatnshelda úr tilbúið í heilt ár af ævintýrum án þess að skipta um rafhlöðu. Hvettu börnin til að klára verkefni með uppáhalds persónum þeirra. Hentar fyrir börn 4 ára og eldri. Þrír litir í boði – sjá nánar á elko.is
Samsung Galaxy A05s snjallsími
Samsung Galaxy A05s snjallsíminn er með fallegan 6,5″ FHD+ skjá með 90 Hz endurnýjunartíðni fyrir mjúkar hreyfingar og góða notendaupplifun. Taktu frábærar myndir með myndavélunum þremur og hlustaðu á á tónlist með 3,5mm heyrnartóla tenginu. 5000 mAh rafhlaðan endist lengi og er fljót að hlaða sig.
Sjá nánar á elko.is.