Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir unglinginn

23.11.2022

Stundum er auðvelt að finna gjafir fyrir þennan aldurshóp en í mörgum tilvikum getur það reynst erfiðasta gjöfin að finna. Ef þú ert í vandræðum með að finna jólagjöf fyrir unglinginn þá tókum við saman nokkrar skemmtilegar jólagjafahugmyndir fyrir harðan jólapakka – þvi við vitum öll að þeir eru alltaf betri en þeir mjúku.


Lefrik Tokai hliðartaska

Tokai hliðartaskan er stílhrein taska gerð úr vegan vænum og endurunnum vatnsvörðum efnum. Taskan er með stillanlegri og fjarlæganlegri ól svo það er einnig hægt að halda á henni. Létt og þægileg. Þrír litir í boði – sjá nánar á elko.is


Happy Plugs Air 1 Zen heyrnartól

Happy Plugs Air 1 Zen þráðlausu heyrnartólin eru með 4x hljóðnema sem veita frábæra upplifun í myndfundum og símtölum. Heyrnartólin eru með allt að 6 klst rafhlöðuendingu og með hleðsluhylkinu færðu allt að 24 klst í viðbót. Happy Plugs Air 1 Zen eru með Biomaster bakteríudrepandi tækni sem hindra allt að 99,99% vöxt á skaðlegum bakteríum. Nokkrir litir í boði – sjá nánar á elko.is


Beurer spegill með ljósi

Fínlegur spegill sem hentar sérstaklega fyrir snyrtiaðstöðuna. Birtan í honum er stillanleg og byggir á LED ljósum sem tryggja góða endingu. Spegillinn hefur bæði 1x stækkun og 7x stækkun. Sjá nánar á elko.is


Polaroid Now skyndimyndavél

Taktu ljósmyndir í góðum gæðum með Polaroid Now skyndimyndavélinni með nýjum Auto Focus og Dual exposure. Einnig er myndavélin með tímastilli og hleðslurafhlöðu. Margar týpur og gerðir skyndimyndavéla í boði – sjá nánar á elko.is


Barner skjágleraugu

Barner gleraugun hafa verið þróuð til þess að verja augun gegn þeim langvarandi áhrifum sem blátt ljós getur ollið. Áhrifin bera fljótt árangur: augun eru úthvíldari, afslappaðri og allt í kringum notkun á stafrænum tækjum verður þægilegri. Margar týpur í boði – sjá nánar á elko.is


MP Delta Mini V2 þrívíddarprentari

Stílhreinn, léttur og sérstaklega sterkbyggður þrívíddarprentari úr stáli og áli frá Monoprice. Með snertiskjá og tengjanlegur yfir WiFi, USB eða MicroSD korti. Einstaklega góður til að vinna með og er tilbúinn til notkunar beint úr kassanum. Prentplatan jafnar sig sjálf og hitar sig fyrir enn betri prentgæði. Sjá nánar á elko.is


JBL ferðahátalari Xtreme 3

JBL Xtreme 3 Bluetooth hátalarinn er með allt til að halda lífi í teitinu – ríkan hljóm og sterkan bassa með tveimur JBL Bass Radiator. Með ryk- og vatnsvörninni er hægt að taka hátalarann hvert sem er. 15 klst rafhlöðuending. Þrír mismunandi litir – sjá nánar á elko.is


Nanoleaf Canvas snjallveggljós

Veldu úr allt að 16 milljón lita og búðu til þína lýsingu með Nanoleaf snjallýsingunni. Hver ljósflötur er upplýstur frá horni til horns, sem gerir þér kleift að setja þær saman í samfellt listaverk. Með innbyggðri taktlýsingu sem er samsstillt tónlistinni. Veggfestingar fylgja. Hægt er að hlaða niður ókeypis forritum til að sérsníða litaval, birtustig eða litahreyfingar eftir þínu höfði. Sjá nánar á elko.is


Singer Promise saumavél

Promise saumavélin frá Singer er með öllum helstu saumakerfum. Saumavél sem er tilvalin fyrir byrjendur og bíður upp á 9 mismunandi sporasaum og 4 skrefa tölusaum. Hún er með hólfum fyrir aukahluti og stillanlegum fæti fyrir þykkari efni ásamt það er hægt að stilla nál. Skoða saumavélar nánar á elko.is


JBL PartyBox Encore ferðahátalari

Haltu partýinu gangandi með JBL PartyBox Encore ferðahátalaranum. Tengdu tækin þín við hann með Bluetooth eða AUX tengi og spilaðu í allt að 6 klukkustundir með kröftugum JBL Original Pro hljómi, skemmtilegum ljósum og hljóðnema. Allt að 6 klst. rafhlöðuending. Sjá nánar á elko.is


Wacom teikniborð

Leystu sköpunargáfuna þína úr læðingi með Wacom Intuos Bluetooth teikniborðinu og meðfylgjandi þráðlausum penna. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn mun þetta teikniborð gefa þér fullt frelsi til að skapa. Þökk sé frábærum hugbúnaði er hægt að velja á milli mismunandi penna, bursta og litategunda, svo sem olíu eða vatnsliti. Þú getur stillt þrýstingsnæmni að eigin vild einnig. Teikniborðið leyfir þér að nota fingurna til að draga að og frá og snúa listaverkinu þínu á alla vegu. Skoða teikniborð á elko.is


Chilly’s flöskur

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. Sjá Chilly’s á elko.is


Fitbit Charge 5 heilsuúr

Fitbit Charge 5 heilsuúrið er með stílhreina hönnun úr ryðfríu stáli, snertiskjá með lit og marga eiginleika sem henta heilbrigðum lífstíl. Notaðu háþróaða hjartslattar- svefn-, streitu og hreyfingarmæla til að bæta lífstílinn. Allt að 7 daga rafhlöðuending. Sjá nánar á elko.is


XIAOMI 1S rafmagnshlaupahjól

Vandað og betrumbætt hlaupahjól frá Xiaomi með allt að 30 km drægni á hleðslu. Hjólið kemst 25 km/klst og er með endurbætt bremsukerfi og ljós bæði að framan og aftan sem eykur öryggi notanda. Hægt er að brjóta hjólið saman fyrir flutning með þremur einföldum skrefum – Flip, Fold, Clip. Hjólið vegur aðeins 12,5 kg. Sjá nánar á elko.is


Gjafakort ELKO

Gjafakort ELKO njóta mikilla vinsælda og renna aldrei út. Hægt er að velja hvaða upphæð sem er, að lágmarki 5.000 kr. Gjafakortin gilda í öllum verslunum ELKO og á elko.is. Sjá nánar á elko.is


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.