Gjafalistar Hugmyndir

Jólagjafahugmyndir fyrir unglinginn

13.12.2024

Stundum er auðvelt að finna gjafir fyrir þennan aldurshóp en í mörgum tilvikum getur það reynst erfiðasta gjöfin að finna. Ef þú ert í vandræðum með að finna jólagjöf fyrir unglinginn þá tókum við saman nokkrar skemmtilegar jólagjafahugmyndir fyrir harðan jólapakka – þvi við vitum öll að þeir eru alltaf betri en þeir mjúku.


Lefrik Tokai hliðartaska

Tokai hliðartaskan er stílhrein taska gerð úr vegan vænum og endurunnum vatnsvörðum efnum. Taskan er með stillanlegri og fjarlæganlegri ól svo það er einnig hægt að halda á henni. Létt og þægileg.

Sjá nánar hér


Happy Plugs Joy þráðlaus heyrnartól

Heyrnartólin afkasta góð hljómgæði, allt að 12 klukkustunda rafhlöðuendingu og er einnig svita og skvettu varin. Með allt að 12 klukkustunda hlustunartíma getur þú notið þess að hlusta á tónlist eða tala í símann án nokkurra áhyggja. Í neyðartilvikum eru heyrnartólin útbúin hraðhleðslu. Með allt að 12 klukkustunda hlustunartíma getur þú notið þess að hlusta á tónlist eða tala í símann án nokkurra áhyggja. Í neyðartilvikum eru heyrnartólin útbúin hraðhleðslu.

Sjá nánar hér.


JBL ferðahátalari Xtreme 3

JBL Xtreme 3 Bluetooth hátalarinn er með allt til að halda lífi í teitinu – ríkan hljóm og sterkan bassa með tveimur JBL Bass Radiator. Með ryk- og vatnsvörninni er hægt að taka hátalarann hvert sem er. 15 klst rafhlöðuending. 3 mismunandi litir í boði.

Sjá nánar hér


STYLPRO Glam&Groove spegill

STYLPRO förðunarspegill sem spilar tónlist þráðlaust með Bluetooth. Einnig er hægt að stilla lýsingu og hlaða síma þráðlaust á standinum.

Sjá nánar hér.


Polaroid Now skyndimyndavél

Taktu ljósmyndir í góðum gæðum með Polaroid Now skyndimyndavélinni með nýjum Auto Focus og Dual exposure. Einnig er myndavélin með tímastilli og hleðslurafhlöðu. Margar týpur og gerðir skyndimyndavéla í boði.

Sjá nánar hér


Stanley Quencher brúsi

Stanley Quencher 1,18 lítra brúsinn er gerður úr 90% endurunnu ryðfríu stáli, heldur köldu í 11 tíma, 48 tíma með klaka og heitu í 7 tíma. Hægt er að snúa FlowState lokinu á þrjá vegu. Brúsinn er með handfang og botn sem passar í flest alla drykkjahaldara.

Skoða alla liti á elko.is


Wacom teikniborð

Leystu sköpunargáfuna þína úr læðingi með Wacom Intuos Bluetooth teikniborðinu og meðfylgjandi þráðlausum penna. Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn mun þetta teikniborð gefa þér fullt frelsi til að skapa. Þökk sé frábærum hugbúnaði er hægt að velja á milli mismunandi penna, bursta og litategunda, svo sem olíu eða vatnsliti. Þú getur stillt þrýstingsnæmni að eigin vild einnig. Teikniborðið leyfir þér að nota fingurna til að draga að og frá og snúa listaverkinu þínu á alla vegu. 

Skoða teikniborð á elko.is


Samsung Galaxy Fit3

Samsung Galaxy Fit3 snjallúrið getur mælt yfir 100 mismunandi æfingar. Innbyggðir skynjarar fylgjast með hjartslátt, súrefnismettun og svefngæðum, og birta upplýsingar um þær mælingar á skýrum 1,6″ AMOLED skjá. Fáðu tilkynningar úr símanum beint í úrið með Bluetooth tengingunni. Með 208 mAh rafhlöðunni endist úrið í allt að 13 daga. Virkar eingöngu með Samsung snjallsímum.

Skoða nánar á elko.is.


Stance sokkar

Stance sokkar eru þekktir fyrir einstaka hönnun, frábæra gæði og hámarks þægindi. Þeir hafa skarað fram úr á markaðnum með því að sameina nýstárlegt útlit við háþróaða tækni í efnisvali og framleiðslu.

Eingöngu fáanlegt í ELKO Lindum og Skeifunni. Gjafabox sem innihalda 2-4 pör eru fáanleg í Lindum.


STYLPRO Spin & Squeeze svampa- og burstahreinsir

STYLPRO Spin & Squeeze djúphreinsar förðunarsvampa og bursta á einni mínútu. Lengir líftíma og gæði förðunar svampa og bursta. 85ml hreinsiefni fyrir svampa fylgir ásamt 2x AAA rafhlöðum.

Sjá nánar hér.


Sony WH-CH720N þráðlaus heyrnartól

Sony WH-CH720N þráðlaus heyrnartól með DSEE, V1 örgjörva og stafrænni hljóðeinangrun. Hlustaðu á þína tónlist í frábærum gæðum út allan daginn með allt að 35 klst rafhlöðuendingu. Fylgstu með tilkynningum, skiptu um lag eða lagalista eða aflaðu þér upplýsingar með Google Assistant talþjón. Raddstýring gerir notkun þægilegri þar sem óþarfi er að taka upp símann.

Sjá nánar hér.


Forever Light LED ljós

Forever Light Neon LED ljósið býr til skemmtilega stemningu í herberginu. Margar skemmtilegar útgáfur í boði í mismunandi stærðum. Verð frá 1.995 kr.

Skoða úrvalið á elko.is.


Barner skjágleraugu

Barner gleraugun hafa verið þróuð til þess að verja augun gegn þeim langvarandi áhrifum sem blátt ljós getur ollið. Áhrifin bera fljótt árangur: augun eru úthvíldari, afslappaðri og allt í kringum notkun á stafrænum tækjum verður þægilegri. Margar týpur í boði.

Sjá nánar hér


Chilly’s flöskur

Chilly’s flöskurnar halda köldu í 24 klst og heitu í 12 klst, leka ekki þar sem tappinn er loftþéttur og koma í alls konar stærðum og gerðum. Taktu með þér flösku í ferðalagið, vinnuna eða skólann og njóttu drykksins út daginn við rétt hitastig. 

Sjá nánar hér


Razer Seiren V3 Mini hljóðnemi

Razer Seiren V3 Mini er hágæða USB hljóðnemi sem sameinar þétta hönnun með framúrskarandi hljóðgæðum, sem gerir hann að fullkomnum félaga fyrir leikjaspilara, streymara og alla sem vilja skýra og áreiðanlega raddupptöku.

Þrír litir í boði


Gjafakort ELKO

Viltu gefa góða gjöf? Gjafakort ELKO eru alltaf jafn vinsæl gjöf enda virka þau í öllum verslunum ELKO og renna aldrei út. Þú getur valið upphæðina á kortinu. Allt frá 5.000 kr. upp í 1.000.000 kr.

Með gjafakortinu fylgir allt sem þú þarft til að gefa fallega gjöf.

– Gjafakort
– Kort með hólfi fyrir gjafakortið
– Hvítt umslag

Sjá nánar hér.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.