Fróðleikur Hugmyndir

8 leiðir til að nota Stasher

2.02.2021

Stasher eru fjölnota sílikon pokar sem eru umhverfisvænir, öruggir og endast. Pokarnir eru gerðir til að þola allan þann hita eða kulda sem þarf til í eldhúsinu.
Það er hægt að merkja pokana sem töflutúss og þvo merkinguna af.
Varastu beitta og hvassa hluti í kring um pokana til að gera ekki gat á þá.

Hér fyrir neðan eru 8 leiðir til þess að nota pokana

1. Undirbúa og geyma mat

Það má frysta Stasher og hann er góður til að geyma afganga eða skipulagðar máltíðir. Þú getur auðveldlega eldað nokkrar máltíðir í einu og geymt þar til næst.

Þú getur bæði afþýtt og hitað upp mat í Stasher. Mundu bara að hafa pokann opinn í örbylgjuofninum.

Stasher þolir vel hitann! Hann er fullkominn til að hita upp afganga. Opnaðu pokann, komdu honum fyrir á ofnplötu eða fati sem má fara í ofn og skelltu í ofninn! Mundu bara að hafa pokann aðeins opinn og nota ofnhanska þegar þú tekur pokann úr ofninum.

Þú getur gufusoðið grænmeti í pokanum, búið til guacamole eða eggjahræru. Möguleikarnir eru endalausir.

2. Sous Vide

Stasher er fullkomið í sous vide fyrir þá sem vilja minnka plastnotkunina!

Settu hráefnið í pokann, rétt eins og þú gerir þegar þú notar lofttæmingarplast – nema ekki loka strax. Leggðu pokann rólega ofan í vatnspottinn þannig að pokinn leggst sjálfkrafa að hráefninu og lofttæmir sig. Þá skaltu varlega læsa pokanum með því að þrýsta brúnunum saman. Tylltu pokanum vel þannig að opni endinn snúi upp úr vatninu (þó hann eigi að vera alveg þéttur). Og bíddu svo róleg/ur eftir besta mat sem þú hefur smakkað.

3. Poppa

Rétt upp hönd ef þér finnst popp gott 🙂

Með Stasher poka getur þú poppað í örbylgjuofni á mettíma, en hvað hráefni þarftu?

 • Stasher poka (helst stærstu útgáfuna (L))
 • 1-1,5 dl af popkornum. Minnkaðu magnið um helming ef þú ert að nota M stærðina.
 • 1 tsk olífuolía
 • Smjör og salt, eða annað til að bragðbæta.

Aðferð:

 1. Settu popkort í Stasher poka og bættu við olífuolíu, matarolíu eða smjöri.
 2. Lokaðu Stasher pokanum EN skildu eftir op fyrir loft. Settu í örbylgjuofn og poppaðu í 1-2 mínútur eða þangað til hægist á popphljóðum. Passaðu að láta ekki poppið brenna.
 3. Fjarlægðu pokann varlega úr örbylgjuofninum og notaðu ofnhanska þar sem pokinn verður heitur.
 4. Opnaðu pokann og bættu við bragðefnum eins og bræddu smjöri og salti.
 5. Hristu og njóttu.

4. Búa til ís

Þú getur gert svo margt með Stasher pokum, Þú getur eldað omólettu, eldað Sous vide steik, poppað og jafnvel búið til ís! Eina sem þú þarft eru nokkur hráefni, þolinmæði og þú ert komin/n með gómsætan sumarís.

Það að búa til ís í Stasher er skemmtilegt og aðferðin býr sóðar ekki til. Þetta er því tilvalið fyrir börn. Uppskriftin hér að neðan miðar við skammt fyrir einn, en þú getur auðveldlega tvöfaldað hana.

Hráefni:

 • 1,2 dl rjómi
 • 1 msk sykur

Hráefni til að bragðbæta ísinn:

 • Vanilla: 1/4 tsk vanilludropar
 • Jarðarber: 0,6 dl niðurskorin jarðarber + 1/4 tsk vanilludropar
 • Súkkulaði: 2 tsk kakóduft, 1/4 tsk vanilludropar

Prófaðu þig áfram með t.d. oreo, niðurskornu súkkulaði eða lakkrískurli.

Settu blönduna í miðstærð af Stasher poka og lokaðu vel, settu svo pokann ofan í stærri útgáfu af Stasher. Bættu við 3-7 dl af klaka í ytri pokann ásamt 0,5 dl af salt (rock salt).

Hristu, kreistu og snúðu pokanum í 10 mínútur eða þangað til ísblandan er orðin þykk. Þú raunar ræður hversu lengri þú blandar og frystir. Settu ísinn og njóttu strax eða settu í lokað ílát og inn í frysti í 1-2 klst.

Ef þú vilt bæta við niðurskornu súkkulaði eða lakkrískurli er gott að bæta því við áður en þú tekur ísinn úr pokanum.

5. Fyrir ferðalagið

Fyrir snyrtivörur: Stasher pokarnir eru ekki eingöngu fyrir mat, þú getur notað þá til að geyma snyrtivörur fyrir ferðalag. Tilvalið í ferðum þegar þú ert eingöngu með handfarangur og þarft að hafa með 50-100ml pakkningar af snyrtivörum.

Fyrir tækinn: Tilvalið er að geyma snúrur, ferðahleðslur og heyrnartól í Stasher í ferðalögum. Eða snjallsímann þegar þú liggur í sólbaði á sundlaugabakka eða á strönd til að koma í veg fyrir að vatn eða sandur komist í símann.

Fyrir kælingu: Settu klaka í Stasher og notaður sem kælipoka.

Fyrir vítamín: Geymdu bætiefni og vítamín á góðum stað með því að nota poka fyrir það.Fyrir þvott: Notaðu stóra útgáfu af Stasher til að geyma blaut sundföt í stað þess að vefja handklæði utan um.

Fyrir gönguna: Pakkaðu nesti fyrir fjallgönguna í Stasher. Miðstærð af Stasher pokum er tilvalin stærð fyrir samlokur og minnsta útgáfan hentar vel fyrir hnetur, gulrætur og annað snarl.

6. Fyrir ströndina

Þegar þú ert að strönd er extra mikilvægt að minnka alla plastnotkun. Þú getur notað Stasher poka til að taka með þér nesti, til að geyma sólarvörnina og geyma dýrmæta hluti.

Snjallsímar og strönd fara ekki vel saman, símarnir eru viðkvæmir fyrir saltvatni og sandi, þó að síminn er vatnsheldur fer saltvatn ekki vel með umgjörð símans. Þú getur geymt símann í Stasher poka til að verja hann gegn sandi og vökva. Tilvalið er að geyma líka heyrnartól og snúrur í pokanum.

Sólavörn er algengur ferðafélagi í ferðalögum þar sem tíma er varið á strönd. Það að geyma sólarvörnina í Stasher poka er góð hugmynd.

Fyrir sundfötin: Notaðu stóra útgáfu af Stasher til að geyma blaut sundföt í stað þess að vefja handklæði utan um.

7. Búa til barnamat

Að búa til barnamat heima er ekki eins flókið og fólk heldur.

Settu epli, sætarkartöflur, baunir, sveskjur eða hvaða hráefni sem þú vilt nota í barnamat í Stasher poka og settu í pott með sjóðandi vatni í 12-15 mínútur til að sjóða. Taktu pokann úr pottinum og láttu kólna í 3 mínútur. Lokaðu pokanum vel og tæmdu loft, notaðu svo hendurnar til að kreista og mauka blönduna. Þú getur líka tæmt innihaldið í blandara eða lítla matvinnsluvél og maukað þannig matinn.

Þú getur svo sett barnamatinn í minni geymslubox til að geyma í ísskáp eða frysta. Einnig er hægt að setja barnamatinn í klakabox og frysta, fjarlægja svo kubbana og setja í Stasher poka og geyma þannig í frystinum.

8. Útbúa hrærð egg

Hrærð egg eru næringaríkur matur sem hægt er að njóta í morgunmat, hádegismat eða kvöldmat.

Með Stasther getur þú matreitt hrærð egg án þess að nota pönnu.

Uppskrift – Miðjarðarhafs hrærð egg

 • 4 stór egg
 • 1 dl spínat
 • 0,6 dl rifin ostur
 • 0,5 dl rauðlaukur (saxaður)
 • 0,5 dl sólþurrkaðir tómatar
 • 1 tsk Cilantro
 • 1 tsk laukur (saxaður)
 • salt og pipar
 1. Settu hráefnin í Stasher poka
 2. Kreistu og hristu þangað til egg og annað hráefni er vel blandað
 3. Fjarlægðu loft úr pokanum og lokaðu honum vel
 4. Settu Stasher pokann í pott með sjóðandi vatni og láttu liggja í 12-15 mínútur.
 5. Fjarlægðu úr pottinum og láttu standa í 1 mínútu.
 6. Kreistu og hristu pokann til að brjóta upp eggjablönduna.
 7. Settu eggjablönduna á disk og hún er tilbúin til neyðslu.

Hvernig á að þrífa Stasher poka?

Það er einfalt að þvo pokana. Notaðu bara sápu + vatn eða einfaldlega efri grindina í uppþvottavélinni. Varastu að snúa pokanum á rönguna, það gæti farið illa með brúnirnar.


Stasher fyrirtækið hefur hlotið B Corporation vottun en B Corps vottun fá alþjóðleg leiðandi fyrirtæki sem nýta tilgang sinn til góðs, ýta undir samfélagslega ábyrgð, sjálfbærni, gagnsæi og trúverðugleika.

Tilgangur stofnanda Stashers, Kat Nouri, er að lágmarka einnota plastnotkun og virðist það vera að ganga nokkuð vel.

Skoðaðu úrvalið af Stasher pokum á elko.is.

Þetta blogg var uppfært í febrúar 2021

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.