
Hugmyndir fyrir valentínusardagurinn
12.02.2021Sunnudagurinn 14. febrúar er Valentínusardagurinn, ætlar þú að gefa makanum þínum gjöf eða skiptuleggja skemmtilega samveru í tilefni dagsins?
Gjafir fyrir hann
Philips rakvél
Ef þú vilt hafa kallinn þinn vel rakaðan þá er Philips Series 5000 öflug og þægileg rakvél. Hún hefur 60 mínútna rafhlöðuendingu, 360° snúningshaus og er einnig vatnsheld. Rakvélin er þráðlaus og hægt er að nota hana í þurran eða rakan rakstur. Sjá nánar hér

Nespressokaffivél og Chilly’skaffimál
Er kallinn þinn kaffimaður? Þá er Nespresso Citiz kaffivélin fullkomin fyrir þinn mann. Hún er stílhrein og hraðvirk þar sem gæðin eru fyrirrúmi. Sjá nánar hér. Sniðugt að gefa einnig Chilly’skaffimál með, sem heldur drykknum heitum í allt að 4 klst. Hentar vel fyrir vinnuna, skólann eða ferðalagið. Sjá nánar hér


Sony SRS-XB12 Bluetoothhátalari
Haltu partíinu gangandi með SRS-XB12 þráðlausa hátalaranum úr EXTRA BASS seríunni frá Sony. Hann er vatns- og rykheldur, með 16 klst. rafhlöðuendingu og tengist auðveldlega í gegnum Bluetooth og NFC. Sjá nánar hér

Sony WH-CH710 þráðlaus heyrnatól
Þessi hljóðeinangrandi og þráðlausu heyrnartól frá Sony með allt að 35 klst. rafhlöðuendingu eru frábær Valentínusargjöf. Heyrnartólin eru létt og falla vel að eyranu án þess að valda neinum óþægindum. Sjá nánar hér

Gjafir fyrir hana
Remington Shine Therapy sléttujárn
Við mælum með Shine Therapy S8500 sléttujárninu frá Remington með 15 sekúndna upphitun og 9 hitastillingum. Plöturnar eru keramik húðaðar með Moroccan Argan olíu með E vítamínum. Sjá nánar hér

Polaroid Now skyndimyndavél
Gefðu henni möguleikann á að taka ljósmyndir í góðum gæðum með Polaroid Now skyndimyndavélinni með nýjum Auto Focus og Dual exposure. Einnig er myndavélin með tímastilli og hleðslurafhlöðu. Sjá nánar hér

Remington PROLuxe keilujárn Midnight Edition
Með Remington PROLuxe Midnight Edition keilujárninu getur konan þín gert fallegar krullur jafnvel með takmarkaðri reynslu. Keilan er 13 – 25 mm að þvermáli, með OPTIHeattækni og Pro+ stillingu, sem sér til þess að hárstíllinn endist allan daginn. Sjá nánar hér

Beurer andlitsbursti FC65
Hver elskar ekki að hugsa vel um húðina? Sjáðu til þess að konan þín fái alltaf að njóta sín með Beurer FC65 andlitsburstanum. Sjá nánar hér

Stefnumóta hugmyndir fyrir valentínusardaginn
1. Elda saman
Eldið saman einhverja nýja uppskrift sem þið hafið aldrei prófað, ef það er Ninja græja á heimilinu er hægt að nálgast uppskriftir frá þeim hér.
Eða eldið saman í gegnum tölvuleik. Undirbúðu þig undir að búa til ljúffengar máltíðir með vinum þínum í Overcooked! og Overcooked! 2. Skerðu, steiktu og berðu fram allskonar mat!

Overcooked er til á PlayStation 4 og á Nintendo Switch.
2. Horfa á rómantíska mynd
Poppið, búið til eðlu eða skerið niður grænmeti fyrir ídýfuna og hafið kósý kvöld saman með rómó myndi í sjónvarpinu.






3. Halda spilakvöld
Hver elskar ekki að halda gott spilakvöld með makanum sínum? Nokkrar hugmyndir að spilum eru meðal annars Scrabble, Yatzy, Set, Monopoly, Crowns, Ticket to ride, Sequence, Jenga og margt fleira. Sjá alla spilamöguleikana hér hjá ELKO.



4. Fara í frisbígolf saman
Það er frábært að vera úti í náttúrunni og það er ennþá betra í góðum félagsskap. Frisbígolf er eitthvað sem hægt er að gera saman sem par og fá sér frískt loft í leiðinni. Sjá frisbígolf vörur hér hjá ELKO

6. Búa til ís í eftirrétt
Það að búa til ís í Stasher er skemmtilegt og þið sóðið ekkert út. Uppskriftin hér að neðan er miðuð við skammt fyrir einn, en þú getur auðveldlega tvöfaldað hana. Sjá nánar allt um Stasher hér hjá ELKO
Hráefni:
- 1,2 dl rjómi
- 1 msk sykur
Hráefni til að bragðbæta ísinn:
- Vanilla: 1/4 tsk vanilludropar
- Jarðarber: 0,6 dl niðurskorin jarðarber + 1/4 tsk vanilludropar
- Súkkulaði: 2 tsk kakóduft, 1/4 tsk vanilludropar
Settu blönduna í miðstærð af Stasherpoka og lokaðu vel fyrir, settu svo pokann ofan í stærri útgáfuna af Stasher. Bættu við 3-7 dl af klaka í ytri pokann ásamt 0,5 dl af salti (rocksalt).
Hristu, kreistu og snúðu pokanum í 10 mínútur eða þar til ísblandan er orðin þykk. Þú raunar ræður hversu lengi þú blandar og frystir. Settu ísinn og njóttu strax eða settu í lokað ílát og inn í frysti í 1-2 klst.