
Uppskrift: Lax ásamt aspas með parmesan osti eldaður í airfryer / loftsteikingarpotti
3.01.2022Undirbúningstími: 10 mín.
Eldunartími: 17 mín.
Uppskrift fyrir 3-4
Innihaldsefni:
3-4 laxaflök
2-3 matskeiðar af Fögrum Fiski kryddi frá Kryddhúsinu (eða annað álíka sem ykkur finnst gott)
3 matskeiðar af brúnum púðursykri
3-4 matskeiðar af olíu
Salt og pipar eftir smekk
500 gr. ferskur aspas eða magn eftir smekk
1/3 bolli af rifnum parmesan
Uppskrift:
Setjið púðursykur og kryddið á fiskinn saman í skál og blandið saman.
Makið matskeið af olíu á hvert laxaflak og setijið svo blönduna hér fyrir ofan á hvert þeirra. Setjið svo til hliðar.
Takið fram aðra skál og setjið saman aspas, matskeið af olíu, salt og pipar.
Setjið svo laxaflökin með roðinu niður ofan í körfuna í loftsteikingartækinu ykkar. Stillið á 200°C í 17 mínútur.
Þegar eldunartíminn er kominn í 10 mín. þarf að snúa aspasnum með töng. Setjið körfuna aftur inn. Þegar það eru 2 min. eftir þá er karfan tekin aftur út og parmesan ostinum stráð yfir aspasinn. Þegar eldunartíminn er búinn er fiskurinn og aspasinn sett yfir á disk og afganginum af parmesan ostinum stráð yfir aspasinn.
Þeir sem eru með stærri lofteikingarpott eða tvöfaldan geta sett aspasinn og fiskinn saman í körfu. Þeir sem eru með tvöfaldan loftsteikingarpott geta sett aspasinn og fiskinn inn á sama tíma í sitthvora skúffuna. Þeir sem eru með minni loftsteikingarpott gætu sett aspasinn til hliðar við fiskinn eða ofan á roðið. Einnig er hægt að elda fiskinn og aspasinn í sitthvoru lagi en eldunartíminn tæki þá lengri tíma fyrir vikið.
Verði ykkur að góðu!