
BBQ svínarif í „snatri“
18.04.2018Þú getur gert BBQ svínarif í „snatri“ sem eru tilvalin í grillveisluna! – og það er ekki mikið mál að gera þau frá grunni
Það sem þú þarft er:
- Svínarif
- Bjór/pilsner
- Maltöl (val en gott)
- Vatn
- Krydd eftir smekk (mæli með BBQ & Grill Mersque og Roasted Garlic & Pepper frá Santa María, reyktri papríku, cyeanne pipar, hvítlauksdufti, einnig er frábært tvist að setja smá Jerk krydd)
- Stjörnuanís t.d. frá Santa María (val en mæli með)
- BBQ sósa að eigin vali!
- Salt og pipar
Aðferð:
- Settu vatn, bjór/pilsner og malt í stóran pott og leggðu rifin ofan í, bættu við 2-3 stykkjum af þurrkuðum stjörnuanís og aðeins af kryddunum sem þú ætlar að krydda rifin með á eftir. Leyfðu þessu að malla í pottinum í 30 mínútur.
- Á meðan seturðu BBQ sósu í skál og blandar kryddunum við.
- Leggðu rifin á fat og kryddaðu þau. Pennslaðu þau svo vel með BBQ sósuleginum.
- Skelltu rifjunum á grillið og þú kannt rest!
Berðu rifin fram með heimagerðu hrásalati og bökuðum kartöflubátum
Það sem þú þarft:
- ½ hvítkál smátt skorið
- 2 rifnar gulrætur
- ½ smátt skorið gult epli
—
1 msk Hellmans mayones - 2 msk sýrður rjómi eða grísk jógúrt
- 1 tsk dijon sinnep
- Salt og pipar
- Smá safi úr sítrónu
- 1 tsk hungang.
Byrjaðu á að hræra saman allt sem er talið upp fyrir neðan strik og bættu svo kálinu, gulrótunum og eplinu við.
