Fróðleikur

Að losna við lykt úr ísskápnum

2.10.2018

Lyktin í ísskápnum

Það kannast margir við að fá skrítna lykt í ísskápinn sem manni finnst ekki eiga heima þar. Það getur verið að það hafi liðið aðeins of langur tími milli þrifa á ísskápnum, eitthvað matarkyns hafi sullast niður eða jafnvel gleymst.

Hvað get ég gert?

Fyrsta skrefið er að sjálfsögðu að tæma ísskápinn og þrífa hann vel, þú getur lesið betur um það hér.

Ef það er enn keimur af lyktinni eftir þrif þá höfum við nokkur ráð og þú ættir að finna eitthvað við þitt hæfi:

  • Ef þér finnst kaffilykt góð, þá er sniðugt að setja kaffikorg í glas og geyma einhversstaðar í ísskápnum. Til dæmis hurðinni, eða innst þar sem glasið er ekki fyrir. Það má jafnvel ganga svo langt að hella smá af borðedikinu góða út í kaffikorginn, en passa bara að hann verði ekki fljótandi. Gott er að skipta um kaffi á svona viku til tveggja vikna fresti. Annars ætti hin lyktin að vera farin þá.
  • Settu nokkra basílíku stilka í glas (með vatni) og leyfðu því að standa inn í ísskáp. Basilíkan gefur af sér kraftmikla og ferska lykt.
  • Ef þú ert meira fyrir ferskari ilm, þá getur þú aftur tekið glas, helt smá vatni eða ediki út í og svo ilmkjarnaolíu með þinni uppáhalds lykt. Til eru hinar ýmsu lyktir eins og lemongrass, minta, appelsína, sítróna, euqalyptus, tea tree, lavender og fleiri í dropunum frá Now sem þú finnur meðal annars í Krónunni.

Við mælum með því að þú veljir lykt í ísskápinn sem er af einhverju ætu eða ferskum matvælum. Það væri eitthvað skrítið við að opna ísskápinn og finna ilmvatns eða bensín lykt.

Ef þú vilt helst ekki hafa lykt í ísskápnum þá er gott ráð að hafa opna dollu af matarsóda aftast í ísskápnum eða edikglas. Það er jú vegna þess að matarsódi dregur í sig lykt og edik getur eytt lykt á nokkrum klukkustundum.

Ef lyktin fer ekki?

Nú ef þú hefur reynt allt og ætlar einfaldlega að skipta yfir í nýjan ísskáp getur þú lesið um nokkra punkta hér sem gott er að hafa í huga við val á frystitækjum.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.