fbpx
Hugmyndir

Allt fyrir hlaupið!

20.08.2020

Vissulega er ekkert Reykjavíkurmaraþon í ár. En þau sem ætluðu að taka þátt geta ennþá safnað áheitum og hlaupið til góðs á tíma sem hentar þeim. Hér eru nokkrar vörur sem kunna að gagnast hlaupagörpunum.

Apple Watch 5 GPS

Apple Watch Series 5 heldur þér tengdum við iPhone símann þinn hvert sem þú ferð. Taktu við og hringdu símtölum, lestu og sendu skilaboð og fylgstu með heilsunni í úrinu. Úrið mælir sjálft frammistöðu, kaloríur og púls. Með GPS staðsetningu er hægt að fylgjast með frammistöðu utandyra líka og því fullkomið í hlaupin. Uppfærður og fullkomnari púlsmælir en í fyrri tegundum. Úrið gefur upplýsingar um hjartslátt við svefn, í kyrrð eða í hámarki á skjánum og heldur utan um upplýsingar til lengri tíma. Sjá nánar á elko.is.

Garmin Fenix 6s

Fenix 6s snjallúrin frá Garmin eru sérsniðin að íþróttaiðkun og eru með 1.2″ skjá, púlsmæli og margt fleira. 10ATM vörn tryggir að óhætt sé að taka þau með í sund eða í sturtu. Fenix 6s reikna allt frá hlaupi til sunds, taka upp tíma, fjarlægð og heldur utan um allar upplýsingar. Hægt er að spila tónlist beint í gegnum úrið með Spotify eða Deezer. Einnig er hægt að nota snertilausar greiðslur með Garmin Pay. Sjá nánar á elko.is.

Smelltu hér til að skoða öll heilsu- og snjallúr í ELKO.

Chillys flöskur

Hinar vinsælu Chillys flöskur eru úr ryðfríu stáli, halda köldu í 24 klst, heitu í 12 klst og eru með loftþétta tappa. Þær koma í þremur stærðum 260 ml, 500 ml og 750ml og í allskonar litum og munstrum. Skoðið allar mismunandi týpurnar á elko.is.

Beats Powerbeats Pro

Eru þetta bestu þráðlausu heyrnartólin í ræktina? Upplifðu frelsið sem fylgir því að vera í ræktinni eða úti að hlaupa með þráðlaus heyrnartól. Powerbeats Pro frá Beats eru svita- og vatnsþolin, mjög þægileg í notkun og haldast vel á eyrunum. Beats PowerBeats Pro á elko.is. Fáanleg í fjórum litum; Svört, blá, græn og hvít.

Miiego Boom þráðlaus heyrnartól 

Þráðlaus heyrnartól frá Miiego eru hljóðeinangrandi, rigningar – og svitaþolin. Þau eru með eyrnapúða sem hægt er að skipta um og þrífa og eru því tilvalin fyrir íþróttaiðkun. Allt að 36 klst rafhlöðuending. Miiego Boom á elko.is.

Aftershokz Air heyrnartól

Ný Air heyrnartól frá Aftershokz. Þau eru sérstök að því leyti að það er ekkert sem fer inn í eyrað þitt, heldur senda tólin titring í gegnum beinin fyrir framan eyrun (e. bone conduction) og þannig heyrirðu tónlistina.
Þú heyrir því vel í öllu sem gerist í kringum þig, sem er kostur fyrir t.d. hlaupara og hjólreiðafólk svo þau útiloki sig ekki frá umhverfinu. Einnig eru þau svitaþolin með IP55, ótrúlega létt og eru með títaníum ramma allan hringinn sem gerir þau sveigjanleg, en sterk á sama tíma. Nánar á elko.is.

Jaybird Vista

Vista eru þráðlaus in-ear heyrnatól frá Jaybird sem eru tilvalin til að hafa með í ræktina eða út að hlaupa. Heyrnatólin eru með allt að 6 klukkustunda spilunartíma og hleðsluboxið geymir svo hleðslu fyrir 32 klukkustundir. Létt, þægileg og með hágæða hljóm. Fáanleg í tveimur litum; svört og grá. Jaybird Vista á elko.is.

Smelltu hér til að skoða öll in-ear heyrnartól í ELKO.

Hyper Massage Pro 2 nuddbyssa

Freego Hyper Massage Pro II er nuddbyssa sem notar titring og högg til þess að losa um hnúta, auka liðleika og blóðflæði. Ef tækið er notað reglulega er hægt að auka bæta hreyfingu, sérstaklega íþróttafólks. Tækið er einfalt í notkun og býður upp á 20 mismunandi högg stillingar sem hægt er að velja á snertiskjá á tækinu. Sjá nánar á elko.is.

Adidas Universal armband 

Þetta er svart armband frá Adidas sem er tilvalið í útihlaup og göngur. Það virkar fyrir flestar tegundir síma og er með sérhólfi aftan á fyrir greiðslukort. Sjá nánar á elko.is.

Deildu með vinum

ELKO KLÚBBURINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð og ELKO blaðið sent.