Gjafalistar Hugmyndir

Aron Mola og Birta Líf skiptast á jólagjöfum

2.12.2022

Birta Líf Ólafsdóttir og Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aronmola, eru hress og skemmtileg systkini. Við báðum Birtu og Aron um að koma í smá gjafaleik með okkur, þar sem við fólum þeim það verkefni að fara yfir vöruvalið hjá ELKO og búa til topp tíu jólagjafalista fyrir hvort annað, eitthvað sem þau myndu trúa að gætu hentað hvort öðru.

Greinin birtist í Jólagjafahandbók ELKO, sem er stútfull af glæsilegum jólagjafahugmyndum fyrir þá sem þér þykir vænt um. Hægt er að skoða Jólagjafahandbók ELKO rafrænt hér.


Hvað er framundan hjá ykkur?

Birta Líf er menntuð í markaðsfræðum og vinnur á auglýsingastofu en að auki þá er hún með hlaðvarpið Teboðið ásamt bestu vinkonu sinni, Sunnevu Einars, og fer reglulega á FM957 þar sem farið er yfir „te vikunnar“. „Við í Teboðinu erum að taka upp alveg ótrúlega skemmtilega jólaþætti. Það er alltaf svo mikil gleði og hamingja í kringum jólin og ég myndi segja að þetta væri langskemmtilegasti tíminn til að búa til skemmtilegt efni sem tengist jólunum. Við skreytum stúdíóið okkar með bleiku jólatréi og gefum hvor annarri gjafir í hverjum þætti og þetta er því allt mjög spennandi. Í kringum jólin þá vil ég helst bara njóta tímans sem mest með fjölskyldunni og litlu stelpunni minni.“

Aron er leikari og veitingahúsaeigandi, en hann og Hildur unnusta hans ásamt vinapari þeirra, Aroni Can og Ernu, opnuðu matsölustaðinn, Stund Rvk, í haustbyrjun, í Veru Mathöll, sem er staðsett í Grósku í Vatnsmýrinni. „Það má segja að síðustu mánuðir hafi verið frekar viðburðaríkir hjá mér. Ég hef verið að leika í tveimur þáttaseríum, einni íslenskri og annarri erlendri og svo fékk ég einstakt tækifæri til þess að vera kynnir í Idolinu ásamt Sigrúnu Ósk fjölmiðlakonu. Við hjá Stund Rvk erum einnig að leggja lokahönd á jólamatseðilinn okkar og bíðum spennt eftir því að leyfa viðskiptavinum okkar að smakka nýju réttina. Svo af einverri óskiljanlegri ástæðu ákvað ég líka að byrja með vikulegu hlaðvarpsþættina, Ólafssynir í Undralandi, þar sem við Arnar Þór, góðvinur minn, blöðrum um heimspekilegar pælingar og samsæriskenningar. Það hefur því verið nóg að gera og næstu mánuði ætla ég að einblína meira á andlega heilsu og samverustundir með fjölskyldunni og þeim sem mér þykir vænst um.“


Eruð þið með jólahefð sem ykkur þykir vænt um?
Birta og Aron ólust upp við þá jólahefð að opna alltaf einn pakka fyrir mat á aðfangadag og segja að þeim hafi þótt vænt um þá hefð og að hún hafi aldrei klikkað, en Birta segir einnig að jólagjafarúnturinn á aðfangadag láti henni líða eins og jólasveini, sem henni finnst mjög skemmtilegt. Þau systkinin bjuggu svo til eina mjög skemmtilega jólahefð saman fyrir nokkrum árum þar sem þau hittast í bröns á þorláksmessu og borða saman og njóta samverunnar. En samkvæmt Birtu þá þykir henni vænt um þessa hefð, og þá sérstaklega með börnin í huga, sem fá núna að alast upp við þessa hefð og halda þá vonandi í hana til framtíðar. 

Eruð þið jólabörn?

Birta: „Já, ég hef alltaf verið jólabarn en ég myndi segja að ég hafi orðið meira jólabarn eftir að ég eignaðist mitt eigið heimili og svo þúsund sinnum meira eftir að ég eignaðist barn.“

Aron: „Já ég er mikið jólabarn og ég elska hátíðarnar.“

Mynduð þið segja að það væri eitthvað ómissandi um jólin eða hátíðina fyrir ykkur?

Birta: „Ég myndi segja skreytingar! Það eru ekki jól nema að það sé vel skreytt heima og svo auðvitað mandarínur, en mér finnst jólin vera að koma þegar þær mæta í verslanir!“

Aron: „Malt og appelsín eru órjúfanlegur partur af jólunum ásamt piparkökum og jólamatnum en ég er sérstaklega hrifinn af afgöngunum.“


Hvernig gekk ykkur að velja jólagjafir fyrir hvort annað?
Birta: „Mér finnst yfirleitt alltaf frekar erfitt að finna gjafir handa Aroni, því hann er frekar svona óþolandi týpa sem kaupir sér alltaf allt sem hann langar í strax, en mér fannst það mjög auðvelt núna. En kannski bara því ég var akkúrat á réttum stað, því hann er algjör tækni- og tækjakall og það var því frekar auðvelt enda mjög mikið úrval í boði.“

Aron: „Mér fannst það nefnilega ekkert mál! Ég reyndi bara að velja það sem ég vissi að hún þyrfti eða myndi fíla.“

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart þegar þið fóruð í gegnum vöruvalið hjá ELKO?
Birta: „Já, hvað úrvalið var sjúklega fjölbreytt! Ég gat fundið eitthvað sem hentar Aroni á öllum sviðum, fyrir hann persónulega, fjölskylduna, heimilið, vinnuna hans og ferðalagið!“

Aron: „Já klárlega, það var til miklu meira en ég bjóst við. Fullt af alls kyns vörum sem ég vissi ekki að fengust í vefversluninni, en mér fannst einmitt mjög þægilegt að nota leitarvélina á síðunni.“

Fenguð þið einhverjar hugmyndir að gjöfum fyrir fjölskylduna við að skoða vöruvalið?
Birta: „Já, ég fékk margar hugmyndir fyrir flesta í kringum mig! Ég sá helling af spennandi leikföngum sem ég get gefið litlum frænkum og frændum, svo kom ég auga á safapressu sem ég veit að einn fjölskyldumeðlimur væri mjög ánægður með! Einnig sá ég fullkomna gjöf handa makanum en ég þori ekki að nefna hana ef hann skyldi lesa þetta!“

Aron: „Heldur betur! Til dæmis skjávarpa eða sýndarveruleikagleraugu en það kom mjög margt upp í hugann eins og til dæmis gott fjölskylduspil.


Hafið þið eitthvað verið að vinna með það að tríta ykkur sjálf með gjöf undir tréð? Hvaða gjöf myndir þú gefa sjálfum þér?

Birta: „Ég hef af og til gefið sjálfri mér eitthvað fallegt en það gerist yfirleitt þegar ég er í jólagjafakaupum og sé eitthvað sem mig langar í og ég enda á að kaupa mér það. En ég veit 100% hvað ég myndi gefa sjálfri mér í ár og það væri Dyson Airwrap Styler hárformunartækið!“

Aron: „Það hefur alveg komið fyrir en ég myndi örugglega gleðja sjálfan mig með Meta Quest 2 VR gleraugunum, ekki spurning!“


Það eru margir sem sleppa að gefa hvort öðru gjöf og kaupa frekar gjöf inn á heimilið í staðinn. Hvaða jólagjöf myndir þú kaupa inn á þitt heimili?
Birta: „Þetta er auðvelt svar því ég veit nákvæmlega hvað ég myndi kaupa. Ég myndi klárlega kaupa inn á mitt heimili ryksuguvélmenni og ekki verra ef það myndi moppa líka og tæma sig sjálft! Því auðveldara því betra.“

Aron: „Vá já, ég myndi örugglega vilja kaupa Dyson V12 Detect Slim Absolute skaftryksuguna til að auðvelda aðeins heimilislífið heima fyrir.“


Hérna má sjá jólagjafirnar sem Birta og Aron völdu fyrir hvort annað ásamt ástæðunni á bakvið af hverju sú gjöf varð fyrir valinu. Það er greinilegt að sumar gjafir eru valdar sem þarfaþing en aðrar vegna skemmtanagildis. Þau voru þó sammála um að þessar gjafir hefðu hitt í mark hjá hvor öðru.


FRÁ BIRTU LÍF TIL ARONS

1 – Apple Airpods Pro 2 þráðlaus heyrnartól
Ég veit að hann elskar allar Apple-vörur og ég ætla gefa mér það að þessi heyrnartól séu mjög ofarlega á hans jólagjafalista! 

| 2 – Canon Selphy ljósmyndaprentari

Ég sjálf á þennan prentara og eldri strákurinn hans Arons elskar að prenta út myndir af sér og litlu frænku sinni þegar hann er í heimsókn hjá mér. Þess vegna væri tilvalið að fjölskyldan fengi þennan að gjöf!

| 3 – Magnea Hyper Massage Pro 3 nuddbyssa

Það er alltaf gott að fá í gjöf smá dekurpakka fyrir sjálfan sig! 

| 4 – Wistream 72“ grænskjár með þrífóti (e. Green-Screen)

Aron elskar að taka upp fyndin myndbönd og búa til skemtmilegt efni. Ég held því að þetta gæti verið góð hugmynd til að búa til enn fjölbreyttara efni!

| 5 – MP Delta Mini V2 þvívíddarprentari

Aron er algjör tæknikall, held að þetta væri gjöf sem hann gæti alveg gleymt sér í að búa til eitthvað skemmtilegt!

| 6 – Digipower Superstar Vlogging Kit

Heyrði Aron tala um daginn í hlaðvarpinu sínu að honum vantaði þrífót! Það er gott að hlusta vel á fólkið í kringum sig því þá fær maður oft sniðugar hugmyndir að gjöf sem mun hitta í mark!

| 7 – Beurer mýbitsbani

Við fórum saman til Akureyrar síðasta sumar og vorum étin lifandi af lúsmýi. Það hefði verið snilld að hafa þessa græju með í för. Ég er því að gefa honum þessa gjöf svo ég sjálf geti notað góðs af henni í næstu ferð! 

| 8 – Snjalldyrabjalla með myndavél

Dyrabjallan hans Arons hefur verið biluð síðan ég man eftir mér, núna getum við loksins leyst það vandamál og með enn meiri fídusum, eða myndavél! Og svo eins og ég sagði þá er hann algjör tæknikall og mun því pottþétt fíla þetta í botn! 

| 9 – Nedis-súkkulaðibrunnur

Hvern langar ekki að eiga súkkulaðibrunn til að geta fengið sér jarðarber og súkkulaði? Eina sem ég bið um er að vera boðin yfir í kósíkvöld! Svo munu strákarnir hans fíla þetta vel. 

| 10 – Apple Watch Series 8 LTE snjallúr

Nýjasta Apple-snjallúrið, ég bara veit að honum langar í það! Ná öllum sínum daglegu markmiðum og fylgjast með skrefum, það er alltaf skemmtilegt! 


FRÁ ARONI TIL BIRTU LÍFAR

1 – Dyson Supersonic hárblásari

Því hún er alltaf sein á alla viðburði sem hún fer á sökum hárblásarans sem hún notar í dag.

| 2 – Dyson V12 Detect Slim Absolute skaftryksuga

Dyson V12 skaftryksuga, einfaldlega vegna þess að hún hefur kvartað undan snúrunni á hefðbundinni ryksugu.

| 3 – Beurer naglaþurrka

Geggju græja fyrir neglur á höndum og tám. Enn og aftur eitthvað sem gæti hjálpað henni að drífa sig á viðburði svo hún þurfi ekki að blása þær sjálf.

| 4 – Partners Duo borðspil

Hún kynnti mér fyrir Partners-spilinu þar sem fjórir geta bara spilað. Ég held að þetta spil sé því góð búbót í safnið.

| 5 – Revlon Pro Collection hita- og blástursbursta

Hún er nýbúin að klippa á sig topp og því gæti þessi græja hjálpað henni að móta toppinn áður en hún hendist út úr hurðinni.

| 6 – Airthings Wave Plus snjallloftgæðamælir

Því hún var með barnaastma þegar hún var yngri og svo er alltaf gott að vita hvenær einhver var að prumpa.

| 7 – FIFA 23

Þessi gjöf er fyrir maka Birtu. Ég veit að hann myndi elska þessa gjöf ennþá meira ef hún væri stíluð á Birtu.

| 8 – Polar H10 hjartsláttarmælir

Gott að hafa einn svona á sér upp á stress að gera.

| 9 – Samsung The Freestyle skjávarpi

Ég prófaði svona um daginn og þar sem sysir mín á barn held ég að þetta gæti aukið skemmtanagildi fjölskyldunnar.

| 10 – Sonos One Gen 2 hátalari

Auðvitað þarf þá einnig að hafa hljóðgæðin í lagi þegar maður er að horfa á gott sjónvarp eða halda partí.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.