ELKO býður upp á fjölbreytt vöruval sem henta í brúðargjafir fyrir tilvonandi brúðhjón í mörgum verðflokkum. Við tókum því saman hugmyndir að brúðargjöfum sem hægt er að versla í ELKO eða jafnvel gjafahugmyndir fyrir nokkra einstaklinga sem slá saman í dýrari gjöf.
KitchenAid Artisan hrærivél
Klassísk hrærivél með 5 ára ábyrgð. Vélinni fylgir: þeytari, hrærari, hnoðari og 4,8 lítra skál með handfangi og hveitibraut ásamt matreiðslubók á íslensku með 120 alþjóðlegum réttum. Hrærivélin býður einnig upp á marga möguleika hvað varðar aukahluti, til dæmis: hakkavél, pastagerðarvél og ísskál. Sjá nánar hér.
Aarke kolsýrutæki
Kolsýrutækið frá Aarke er glæsilegt og sómar sig vel inn í hvaða eldhús sem er. Það er mjög einfalt í notkun og á sama tíma umhverfisvæn lausn. Sjá nánar hér.
Vitamix blandari
Vitamix blandarinn er öflugur og hraðvirkur blandari sem býr til boozt, sósur, ídýfur, ís og súpur á augabragði. Blandarinn fæst bæði í 1200 og 1400 W. Sjá nánar hér.
Ooni Koda gas pizzaofn 12″
Eldaðu ljúffengar pizzur heima í garðinum með Ooni Koda pizzaofninum. Forhitaðu ofninn og þú ert einungis 60 sekúndum frá ljúffengri heimagerðri pizzu. Sjá nánar hér.
Ninja Foodi Max heilsugrill og loftsteikingarpottur með kjöthitamæli
Ninja Foodi Max er meira en bara grill, hægt er að velja um 6 eldunarkerfi: grill, loftsteikingu (e. AirFryer), bökun, steikingu, upphitun og þurrkun. Hvernig finnst þér steikin best? Veldu einfaldlega frá „Rare“ til „Well Done“ og grillið sér um vinnuna. Hitamælirinn fylgist stöðugt með eldamennskunni og lætur þig vita þegar þú getur tekið matinn út. Sjá nánar hér.
Sage Barista Express Espressóvél
Fyrsta flokks espresso vél frá Sage, helltu upp á frábært kaffi eins og þú værir með lítið kaffihús heima hjá þér. 2 lítra vatnstankur og innbyggð kaffikvörn. Sjá nánar hér.
Nespresso Lattissima hylkjakaffivél
Stílhrein hönnun með einfaldri stjórnun og frábært kaffi gerir Nespresso Lattissima hylkjakaffivélina fullkomin kost fyrir þig og fjölskylduna. 0,9 lítra vatnstankur og 19 bör þrýstingur ásamt mjólkurtanki. Sjá nánar hér.
Moccamaster uppáhellingar kaffivél
Gerðu ferskan og góðan kaffibolla með Moccamaster kaffivélinni. Háþróuð og handgerð með 1,25 lítra vatsntanki, dropastoppara og ál umgjörð. Sjá nánar hér.
Sonos One Gen 2 hátalari
Glæsilegur Sonos One þráðlaus hátalari með Alexa og Google Assistant raddstýringu. Einnig styður hann AirPlay 2 ef þú ert Apple notandi. Alexa raddstýring og Sonos multiroom. Sjá nánar hér.
Samsung 32″ The Frame QLED sjónvarp
Listaverk þegar það er ekki í notkun, hágæða QLED sjónvarp þegar kveikt er á því. Samsung 32″ The Frame FHD QLED snjallsjónvarp er einstakt sjónvarp með sérstæðri hönnun, Dolby hljóði, nákvæmri baklýsingu og Quantum HDR tækni. Glæsileg myndgæði og sérstaklega fallegt í útliti. Sjá nánar hér.
Xiaomi Roborock S6 MaxV ryksuguvélmenni
Roborock vélmennaryksugan ryksugar ekki bara gólfið heldur moppar hún einnig. Með fjölda skynjara auk myndavéla sem hjálpa vélmenninu að rata og þrífa allt heimilið vel og vandlega. 180 tíma vinnutími, með myndavél að framan, 300 ml vatnstanki og Mi Hipe smáforriti. Sjá nánar hér.
Philips Steam & Go Plus gufubursti
Steam&Go Plus frá Philips er handhægur gufubursti sem fjarlægir allar krumpur úr fötum á fljótlegan og þægilegan máta. 70 ml vatnstankur og drepur 99,9% baktería. Sjá nánar hér.
Coravin Model Three vínvörslusett með öndunartappa
Coravin Model Three vínvörslusettið er frábær lausn fyrir þá sem vilja njóta eins vínglas án þess að taka korkinn úr flöskunni. Með Coravin vín nálinni er flaskan enn með korkinum og argon gashylkið varðveitir vínið. Nálinni er stungið varlega í korkinn og flöskunni hallað til þess að hella víninu í glas. Nálin fer vel með korkinn svo þú getir haldið restinni af víninu fersku í nokkrar vikur og mánuði og jafnvel ár. Coravin Aerator öndunartappi bætir við hæfilegu magn af súrefni við vínið þegar þú hellir í glasið. Sjá nánar hér.
Temptech Sommelier vínkælir
Temptech Sommelier vínkælirinn er rumgóður með stílhreina hönnun, Kælirinn er með tvö kælisvæði, UV-verndaða gler hurð og LED ljós. Rúmar 32 flöskur. 85,3 cm á hæð, 2 hitastillt svæði og með 39 dB hljóðstyrk. Sjá nánar hér.