
Brúðargjafahugmyndir úr ELKO 2023
14.04.2023ELKO býður upp á fjölbreytt vöruval í mörgum verðflokkum sem hentar í brúðargjafir fyrir tilvonandi brúðhjón. Við tókum því saman hugmyndir af brúðargjöfum sem hægt er að versla í ELKO eða jafnvel gjafahugmyndir fyrir nokkra einstaklinga sem slá saman í dýrari gjöf.
KitchenAid Artisan hrærivél
Klassísk hrærivél með 5 ára ábyrgð. Vélinni fylgir: þeytari, hrærari, hnoðari og 4,8 lítra skál með handfangi og hveitibraut ásamt matreiðslubók á íslensku með 120 alþjóðlegum réttum. Hrærivélin býður einnig upp á marga möguleika hvað varðar aukahluti, til dæmis: hakkavél, pastagerðarvél og ísskál. Sjá nánar hér.
Aarke kolsýrutæki
Kolsýrutækið frá Aarke er glæsilegt og sómar sig vel inn í hvaða eldhús sem er. Það er mjög einfalt í notkun og á sama tíma umhverfisvæn lausn. Sjá nánar hér.
Vitamix blandari
Vitamix blandarinn er öflugur og hraðvirkur blandari sem býr til boozt, sósur, ídýfur, ís og súpur á augabragði. Blandarinn fæst bæði í 1200 og 1400 W. Sjá nánar hér.

Nespresso CitiZ and Milk hylkjakaffivél
Stílhrein hönnun með einfaldri stjórnun og frábært kaffi gerir Nespresso Lattissima hylkjakaffivélina fullkomin kost fyrir þig og fjölskylduna. Með mjólkurflóara, fjarlægjanlegan vatnstank, snögga upphitun og einstaklega notendavænt kerfi. Vélin slekkur á sér sjálfkrafa eftir 9 mínútur. Sjá nánar hér.
Moccamaster uppáhellingar kaffivél
Gerðu ferskan og góðan kaffibolla með Moccamaster kaffivélinni. Háþróuð og handgerð með 1,25 lítra vatsntanki, dropastoppara og ál umgjörð. Sjá nánar hér.
Sage Barista Express Espressóvél
Fyrsta flokks espresso vél frá Sage, helltu upp á frábært kaffi eins og þú værir með lítið kaffihús heima hjá þér. 2 lítra vatnstankur og innbyggð kaffikvörn. Sjá nánar hér.

Ninja Slow Juicer safapressa
Með Ninja safapressunni getur þú notið þess að drekka nýpressaðan safa sem er gerður heima án aukaefna. Silkimjúkur eða með aldinkjöti, nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann. Sérstilltu safapressuna með því að velja úr þremur mismunandi síum; lítið, meðal eða mikið aldinkjöt. Sjá nánar hér.
Anova Precision Sous Vide
Með Anova Precision Sous Vide tækinu er hægt að búa til dýrindis og heilsusamlega rétti. Tækið heldur vatninu við stöðugt hitastig sem tryggir fullkominn árangur í hvert skipti, sem gerir steikurnar og fiskinn safaríkari. ækið er með stórum snertiskjá og tengist með WiFi svo hægt sé að stýra með símanum. Einnig er hægt að skoða nýjar uppskriftir með Anova snjallforritinu. Sjá nánar hér.
Tefal Raclette
Eldaðu máltíðir með vinum og fjölskyldu með raclette grillinu frá Tefal því hér geta 10 manns eldað á sama tíma. Sjá nánar hér.

Ninja Max loftsteikingarpottur
Ninja Max loftsteikingarpotturinn (e. AirFryer) er með 6 mismunandi eldunarkerfi og er einstaklega auðveldur í notkun. Potturinn notar enga olíu sem þýðir 75% minni fita og 50% hraðari eldun. Hægt er að elda frosinn mat í pottinum sem dreifir allt að 240°C heitu lofti jafnt um pottinn svo maturinn verður stökkur á öllum hliðum. Sjá nánar hér.
SMEG brauðrist
Brauðristin frá Smeg er með 6 mismunandi stillingum og er með sér takka fyrir afþíðingu og upphitun. Brauðristinn er úr ryðfríu stáli og er því endingargóð gæðavara. Tekur tvær brauðsneiðar í einu, opin eru 36mm á breidd. Sjá nánar hér.
SMEG hraðsuðuketill
Gullfalleg ítölsk hönnun í 50’s stíl. Smeg hraðsuðukatlarnir eru gerðir úr hágæða ryðfríu stáli og tryggja fullkomið hreinlæti og góða endingu. Þeir eru með innbyggt öryggi þar sem þeir slökkva á sér ef vatnshitinn fer upp í 100 gráður. Sjá nánar hér.

Sonos Era 100 hátalari
Sonos Era 100 fjölrýmishátalarinn varpar frábærum hljóm með endurbættri raddstýringu. Skapaðu öflugt fjölrýmiskerfi með því að tengja hann við aðra hátalara frá Sonos. Stjórnaðu hátalaranum með Sonos smáforritinu fyrir raddstjórnun og fáðu fulla stjórn yfir tónlistinni í símanum sem er tengdur þráðlaust við hátalarann. Hlustaðu á útvarpið, hlaðvörp eða veldur úr fjölda stöðva Sonos Radio. Sjá nánar hér.
Google Nest Audio snjallhátalari
Raddstýrði snjallhátalarinn frá Google varpar skýrum hljóð og djúpum bassa sem fyllir herbergið. Hægt er að stjórna snjallheimilinu, heyra fréttir og tilkynningar með Google Assistant og hann getur aðstoðað þig við að setja upp hljóðkerfið. Sjá nánar hér.
Marshall Stanmore III hátalari
Marshall Stanmore III þráðlausi Bluetooth hátalarinn er með frábæran hljóm, skýrari en fyrri kynslóðir ásamt Blutooth 5.2 LE, RCA og 3,5 mm hljóðtengjum. Hátalarinn er búinn til úr vegan og umhverfisvænum efnum. Sjá nánar hér.

Ooni Koda gas pizzaofn 12″
Eldaðu ljúffengar pizzur heima í garðinum með Ooni Koda pizzaofninum. Forhitaðu ofninn og þú ert einungis 60 sekúndum frá ljúffengri heimagerðri pizzu. Sjá nánar hér.
Samsung 32″ The Frame (2022)
Breyttu stofunni í lifandi myndagallerí með 32″ Samsung The Frame QLED sjónvarpi. Horfðu á myndefni á skarpa FHD matta skjánum og breyttu sjónvarpinu í listaverk þegar það er ekki í notkun. Sjá nánar hér.
