
Brúðargjafahugmyndir úr ELKO
18.05.2021ELKO býður upp á fjölbreytt vöruval sem henta í brúðargjafir fyrir tilvonandi brúðhjón í mörgum verðflokkum.
Við tókum því saman hugmyndir að brúðargjöfum sem hægt er að versla í ELKO eða jafnvel gjafahugmyndir fyrir nokkra einstaklinga sem slá saman í dýrari gjafir.
Royal VBK hnífar
Royal VBK hnífarnir eru gerðir úr kolefnafríu ryðfríu stáli sem tryggir góða notkun og endingu. Mega fara í uppþvottavélina. Til nokkrar gerðir. Sjá nánar hér.
Pönnukökupanna
Tímalaus og sígild hönnun. Hin eina sanna pönnukökupanna í yfir 70 ár. Sjá nánar hér.
Fiskars pönnur
Pönnur sem henta bæði fyrir keramik og span með viðloðunarfrírri PTFE húðun. Þolir 150°C í ofni og má fara í uppþvottavél. Sjá nánar hér.
Philips Steam&Go gufubursti
Gufuburstinn fjarlægir krumpur úr öllum gerðum af fötum og efnum. Drepur 99,9% baktería. Sjá nánar hér.
Rjómasprauta
Rjómasprauta sem er tilvalin fyrir sælkeramatargerð. 1 lítra stál með rauðum stút fyrir rjóma, sósur ofl. Sjá nánar hér.
Philips vekjaraklukka
Philips Wake-up ljós með útvarpi. Dagsljóslampinn sækir innblástur í náttúruna og vekur þig upp á náttúrulegan máta. 20 stillingar á birtu og sólarupprás og sólsetu hermir. Sjá nánar hér.
Rosti skálasett
Skálarnar koma þrjár saman og eru staflanlegar. Alveg loftþéttar og leka því ekki. Skálarnar mega fara í örbylgjuofn, frysti og uppþvottavél. Sjá nánar hér.
Aarke kolsýrutæki
Kolsýrutækið frá Aarke er glæsilegt og sómar sig vel inn í hvaða eldhús sem er. Það er mjög einfalt í notkun og á sama tíma umhverfisvæn lausn. Sjá nánar hér.
Sous Vide
Með Anova Precision Sous Vide tækinu er hægt að búa til dýrindis og heilsusamlega rétti. Öflugur hitahreyfill heldur hitanum í vatninu stöðugum, sem gerir steikurnar og fiskinn safaríkari. Tækið er með stórum snertiskjá og tengist með WiFi svo hægt sé að stýra með símanum. Sjá nánar hér.
Moccamaster kaffivél
Glæsileg hággæða kaffivél frá Moccamaster, handsmíðuð í Hollandi. Vélin lagar 10 bolla af kaffi á aðeins 6 mínútum og eftir bruggun slekkur kaffivélin sjálfvirkt á sér eftir 40 mínútur af aðgerðarleysi. Moccmaster fær viðurkenningu frá ECBC og fær meðmæli frá Norsk Kaffeinformasjon, samtökum sem hafa staðið fyrir kaffirannsóknum og fræðslu síðan 1962. Sjá nánar hér.
Vitamix blandari
Vitamix blandarinn er öflugur og hraðvirkur blandari sem býr til boozt, sósur, ídýfur, ís og súpur á augabragði. Blandarinn fæst bæði í 1200 og 1400 W. Sjá nánar hér.
Ninja Auto-iQ matvinnsluvél með blandara
Tilvalin græja til þess að útbúa hamborgara salöt, sósur, deig og allsskonar tegundir af djúsum og söfum. Vélin er með 2,1 lítra könnu og 1,8 lítra skál sem getur skorið, sneitt, malað og margt fleira með mikilli nákvæmni. 1200 W. Sjá nánar hér.
iRobot Roomba snjallryksuga
iRobot Roomba e5158 snjallryksugan er frábær hjálp á heimilið. Þessi robot ryksuga hentar fyrir allar gerðir gólfefna og ryksugar á góðan og auðveldan hátt. Sjá nánar hér.
KitchenAid hrærivél og aukahlutir
Klassísk hrærivél með 5 ára ábyrgð. Vélinni fylgir: þeytari, hrærari, hnotaði og 4,8 lítra skál með handfangi og hveitibraut ásamt matreiðslubók á íslensku með 120 alþjóðlegum réttum. Hrærivélin býður einnig upp á marga möguleika hvað varðar aukahluti, til dæmis: hakkavél, pastagerðarvél og ísskál. Sjá nánar hér.
Ninja Foodi tvöfaldur loftsteikingarpottur (Airfryer)
Ninja Foodi tvöfaldi loftsteikingarpotturinn getur eldað tvær máltíðir á sama tíma. Hann er meira en bara loftsteikingarpottur, hægt er að velja um 6 kerfi: Max Crisp, steikingu, bökun, upphitun, þurrkun og djúpsteikingu. 2x 3,8 lítra skúffur. Sjá nánar hér.
Sonos hátalari
Glæsilegur Sonos One þráðlaus hátalari með Alexa og Google Assistant raddstýringu. Einnig styður hann AirPlay 2 ef þú ert Apple notandi. Sjá nánar hér.
Temptech vínkælir
Vínkælir frá Temptech sem heldur víninu í réttu hitastigi fyrir hvað tilefni sem er. Kælirinn geymir allt að 6 flöskur í einu hitastilltu hólfi sem hægt er að stjórna með Touch-Key stjórnborði. Einnig er kælirinn með innbyggðri LED lýsingu. Sjá nánar hér.
Sony myndavél
Sony Alpha A6000 er lítil SLR vél með 16-50mm linsu og er tilvalin í ferðalagið. Einfalt er að færa myndir af myndavélinni með WiFi og NFC. Vélin er með 3,0“ skjá sem hægt er að snúa í 180°, CMOS Exmor nemi með upplausn 24,3Mpix og 16-50mm Power Zoom linsa fylgir. Sjá nánar hér.
Samsung snjallsjónvarp
Samsung 50″ Q67T 4K UHD QLED snjallsjónvarp með björtum litum og Quantum Dot tækni, öflugum örgjörva, raddstýringu og þunnan ramma sem hentar hvaða heimili sem er. Þó að sólin skíni skært, þá helst myndin skýr og björt á QLED tæki. Skarpari línur og bjartari litir en nokkru sinni áður. Sjá nánar hér.