Fróðleikur

Chromebook fartölvur

10.07.2019

Chromebook fartölvur eru ódýrar en hraðvirkar í vinnslu, en er Chromebook rétta tölvan fyrir þig?

Í ELKO fást þrjár tegundir af tölvum, PC sem keyra á Windows stýrikerfi, Apple tölvur sem keyra á macOS stýrikerfi og Chromebook sem keyrir á Chrome OS stýrikerfi frá Google.

Hvað er Chromebook?

Chromebook er með Chrome OS stýrikerfi frá Google sem er byggt ofan á Linux stýrikerfið. Forrit í Chrome OS fást eingöngu þau sem eru fáanleg í gegnum Google Play og Chrome vafran.

Það er hægt að segja að Chromebook tölva á meira sameiginlegt með Android snjallsíma en Windows tölvu.

Hver er munurinn á PC og Chromebook?

  • PC keyrir á forritum sem eru vistuð á tölvunni en Chromebook keyrir á smáforritum (e. apps) sem þú sækir í Google Play Store. Ef þú átt Android síma eða spjaldtölvu veistu hvernig þetta gengur fyrir sig.
  • Hefðbundnar fartölvur vista skjöl á drifinu, Chromebook fartölvur vista gögn í skýjaþjónustu, Google Drive. Þú finnur ‘File’ í tölvunni en það er leitargluggi fyrir gögn sem þú hefur vistað í Google Drive. Geymslurými í tölvunni er notað fyrir forrit og efni sem þú vilt nota án nettengingar.

Kostir þess að fá sér Chromebook

Þegar þú kaupir nýja Chromebook þá er hún HREIN, engin óþarfa forrit sem fylgja oft PC tölvum. Eingöngu Gmail, Chrome, Play Store, Google Maps og YouTube, ekkert annað á heimaskjánum.

Vírusvörn er innbyggð svo þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því.

Chromebook leitar sjálfkrafa af uppfærslum og sækir þær þegar tölvan er nettengd. Svo þú ert alltaf með nýjustu útgáfuna, og þú færð ekki pirrandi pósta eða skilaboð sem spyr hvort þú vilt uppfæra.

Get ég unnið í tölvunni án nettengingar? Já, flest smáforrit bjóða upp á notkun án nettengingar svo þú getur notað ritvinnsluforrit, klárað ritgerðina þína og fleira án þess að vera tengd/ur internetinu. Þú getur einnig horft á bíómyndir í gegnum streymiþjónustur ef þú hefur valið að hlaða niður efni, en geymslupláss í tölvu getur verið takmarkað.

Þar sem Chromebook er ekki með eins dýran vélbúnað og PC og Mac tölvur er verðið auðvita hagstæðara. Ef þú kaupir ódýra PC tölvu er hætta á að hún sé hægvirk en þú færð ekki sama vandamál ef þú kaupir ódýra Chromebook.

Smelltu hér til að sjá myndband um Chromebook.

Get ég notað Microsoft Office?

Já, Microsoft hefur gefið Office pakkann út sem smáforrit sem eru aðgengileg í gegnum Play Store. Word, Excel, Outlook og Powerpoint er aðgengilegt í Googel Play Store. Settu bara ‘Microsoft Office 365’ í leitina.


Myndvinnsla

Get ég keyrt Photoshop í Chromebook? Svarið er Já og Nei, þú getur ekki keyrt fulla útgáfu af Photoshop CC, en þú getur notar Adobe Photoshop Lightroom CC appið sem leyfir þér að stilla skerpu, liti, skugga og fleira.

Það eru nokkur myndvinnsluforrit í viðbót sem henta fyrir Chromebook. Besti kosturinn er Pixlr Editor sem krefst ekki að tölvan sé með öflugan vélbúnað. Ef þú þarft stundum að lagfæra myndir ætti útgáfan sem er ókeypis að duga annars er Pro útgáfa líka í boði.

Ef þú ert að leita eftir einhverju öðru, eins og að setja síur á myndir og laga smávillur eins og rauð augu getur Polarr komið að góðu gagni. Viðmótið er kannski öðruvísi en þú ættir að þekkja en það er mjög þægilegt í notkun.

Leikjaspilun

Það eru margir leikir i boði í gegnum Google Play sem þú getur spilað í Chromebook tölvu. En ef þú ert fyrir leiki á borði við Minecraft, Fortnite, Counter Strike þá er Chromebook ekki tölvan fyrir þig.


Samantekt

Ef þú notar tölvuna eingöngu til þess að vafra, fara í heimabankann, skoða samfélagsmiðla, horfa á YouTube, nota ritvinnsluforrit eða streyma myndefni frá veitum eins og Netflix. Þá er Chromebook rétta tölvan fyrir þig.

Smelltu hér til að skoða Chromebook tölvur.


Windows > Chromebook

Ef þú ætlar að breyta úr Windows tölvu yfir í Chromebook er Google með flottar leiðbeiningar tengt því. Sjá hér.

Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.