Fréttir Gjafalistar

Emmsjé gauti velur jólagjafir úr ELKO

19.11.2023

Tónlistarmaðurinn og rapparinn Gauti Þeyr Másson, betur þekktur undir nafninu Emmsjé Gauti, er glaðvær og uppátækjasamur að eðlisfari. Hann er einnig uppspretta hugmynda sem hann er duglegur að fá fólk með sér í lið til að framkvæma og láta verða að veruleika. Gauti er mikill fjölskyldumaður og við fengum hann til að velja jólagjafir fyrir fjölskylduna sína í ELKO og segja okkur frá hvaða vörur hann myndi vilja fá að gjöf fyrir heimilið.  


Greinin birtist í Jólagjafahandbók ELKO, sem er stútfull af glæsilegum jólagjafahugmyndum fyrir þá sem þér þykir vænt um. Hægt er að skoða rafræna útgáfu af Jólagjafahandbók ELKO eftir 30. nóvember hér.


Hvernig kom hugmyndin upp um Jülevenner?

„Jülevenner byrjaði fyrst sem brandari á milli mín og vina minna, að við værum aldrei bókaðir í desember því þá vakna allir jólatónlistarmennirnir úr dvala og taka yfir markaðinn. Við ákváðum því að búa til viðburð og auglýstum rapptónleika með mjög jólalegu plaggati. Þetta er besti brandari sem ég hef sagt að mínu mati því hann breyttist heldur betur og raungerðist og núna sjö árum seinna erum við partur af þessari jólamenningu.“

Er Emmsjé Gauti jólabarn?

„Já, ég myndi segja að ég væri mikið jólabarn. Sem barn elskaði ég jólin, svo kom mótþróinn með unglingnum og öllu sem því fylgdi og ég lærði svo að elska jólin aftur upp á nýtt í seinni tíð, bæði í gegnum börnin mín og fjölskylduna og einnig Jülevenner-sýninguna, sem er núna orðin ein af mínum uppáhaldsjólahefðum.“

Talandi um jólahefðir, eruð þið fjölskyldan með skemmtilega jólahefð?

„Við fjölskyldan erum bara frekar nýlega farin að halda jólin sjálf heima hjá okkur. Það var alveg smá erfitt og þroskandi skref fyrir mömmustrákinn sem ég er. Hefðirnar eru þó smám saman að myndast hjá okkur. Ég held t.d. mikið upp á möndlugrautinn í hádeginu á aðfangadag.“

Hvernig gekk þér að velja jólagjafir fyrir fjölskylduna?

„Það gekk mjög vel. Úrvalið er það mikið að það var frekar auðvelt að finna gjafir fyrir alla fjölskyldumeðlimi, því alla langar alltaf í eitthvað úr ELKO.“

Hvað er fram undan hjá Emmsjé Gauta?

„Það er nóg fram undan og ég elska að hafa nóg að gera. Á milli þess sem ég hangsa með fólkinu sem ég elska þá er ég með bókuð gigg, er á fullu að klára að semja og setja upp atriði fyrir Jülevenner-sýninguna og er einnig að taka upp fyrir podkastið mitt, Podkastalann. Svo er ég líka að gefa út spil um jólin sem heitir LÆTI. Þetta er fullkomið spil fyrir flesta hópa hvort sem um er að ræða fjölskylduna að halda kósíkvöld eða nokkra vini að sötra. Ég er mjög spenntur að leyfa fólki að prófa.“Hérna má sjá jólagjafirnar sem Gauti valdi fyrir fjölskylduna.


Til krakkana


Til hennar


Fyrir sig sjálfan


Fyrir heimiliðDeildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.