Fréttir

Indíana Rós kynfræðingur mælir með

5.04.2024

Í vefverslun ELKO er nú hægt að versla unaðsvörur sem Indíana kynfræðingur mælir heilshugar með!

Indíana er með hlaðvarpið Kynlífið, sem ELKO er samstarfsaðili að, þar sem hún fjallar um ýmisleg málefni sem viðkemur því að vera kynvera.

Við fengum Indíönu til þess að velja vörur úr hverjum vöruflokki úr vöruúrvali ELKO og eru þær unaðsvörur sem hún mælir eindregið með nú merktar sérstaklega með miða sem á stendur „Indíana Rós kynfræðingur mælir með“. Sjá má hér fyrir neðan hvernig varan birtist með miðanum.


Hér er hægt að skoða allar unaðsvörur á elko.is sem Indíana Rós mælir með

Um Indíönu

Indíana Rós er kynfræðingur með M. Ed. í Kynfræði frá Widener University og B. Sc. gráðu í Sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Indíana er einnig starfandi formaður Kynís, Kynfræðifélags Íslands og hefur setið í stjórn þess frá 2014.


Deildu með vinum

ELKO PÓSTLISTINN

Skráðu þig og fáðu tilkynningar um tilboð, fræðsluefni og ELKO blaðið sent.